Fimmta sætið krefst gullverðlaunanna

"Í þessu sambandi skal bent á að kærandi var fimmti í röð í hæfnismati eftir tvær umferðir viðtala við umsækjendur."

Ráðning skrifstofustjóra á nýrri skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í forsætisráðuneytinu.

Flottur titill! 

Hverjir voru númer tvö, þrjú og fjögur? Getur það fólk ekki kært þetta líka? Vegna jafnréttismála eða bara einhvers annars?

Er ekki allt er kært í dag. Meira að segja heilu kosningarnar!

Mér er alveg ómögulegt að meta hvort Kærunefnd jafnréttismála eða matshópur ráðuneytisins hefur unnið betra starf. 

Eitthvað er orðið öfugsnúið þegar sú sem skipar fimmta sætið er farin að krefjast toppsætisins í baráttunni.

Aðkoma Jóhönnu að málinu virðist eingöngu fólgin í að treysta matshópnum.

En þetta er nú pólitík. Þá þykir bara fínt að segja ekki endilega allan sannleikann!

Hvar er kærandinn Anna Kristín í pólitíkinni?


mbl.is Segir faglega staðið að málum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrst þú vilt skoða allt með pólitískum gleraugum þá svarar eftirfarandi spurningu þinni:

"Anna Kristín Ólafsdóttir, sem sótti um en fékk ekki starf skrifstofustjóra í forsætisráðumeytinu, er kunn fyrir störf sín innan Kvennalistans og síðar Samfylkingarinnar. Hún var lengi vel aðstoðarkona Ingbjargar Sólrúnar Gísladóttur þegar sú síðarnefnda var borgarstjóri og var líka aðstoðarkona Þórunnar Sveinbjarnardóttur þegar Þórunn var umhverfisráðherra."

http://eyjan.is/2011/03/23/kaerandinn-var-adstodarkona-ingibjargar-og-thorunnar/

Það eru því meiri líkur en minni að hún sé ekki í sjálfstæðisflokknum ef þú varst að velta því fyrir þér.  Sennilega er frekar um að ræða innanhúsmál innan Samfylkingarinnar.

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 13:35

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Björn Kristinsson, greinilega hjálpaði pólitíkin henni ekki í umsókninni. Er það nú orðið gagnrýnivert? En ég sé fyrir mér upphrópanir þeirra sem núna hrópa úlfur, úlfur, hefði hún verið ráðin;  -Samfylkingar kona ráðin þrátt fyrir að vera einungis fimmti hæfasti umsækjandinn! -

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.3.2011 kl. 14:03

3 Smámynd: Björn Birgisson

Nákvæmlega!

Björn Birgisson, 23.3.2011 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband