Milljarðarnir mörgu og meint samráð blaðanna

Tölur, tölur, tölur og allt fer að hringsnúast í hausnum á manni. Jóhann Hauksson, blaðamaður, er með heilmikla úttekt á hruninu í DV í dag. Svo er líka minnst á meint samráð blaðanna í þessari færslu minni.

Grípum aðeins niður í skrif Jóhanns. Fyrirsagnirnar voru svona:

** Þrot Seðlabankans er fimmfalt Icesave ** Skattgreiðendur bera 600 milljarða byrði vegna falls bankanna ** Icesave er 6% þess kostnaðar samkvæmt núgildandi áætlunum ** Beinhörð útgjöld vegna falls Seðlabanka Íslands námu 175 milljörðum ** Gjaldþrot Seðlabanka kostar 650 þúsund á mann.

Seðlabanki Íslands 175 milljarðar 

Landsbankinn 122 milljarðar

Arion banki 46 milljarðar

Íslandsbanki 28 milljarðar

Íbúðalánasjóður 60 milljarðar

Icesave 35 milljarðar

Lánasjóður landbúnaðarins 14 milljarðar

Sjóvá 12 milljarðar

SpKef 11 milljarðar

Mikið assgoti eru þetta miklir peningar! Heilir 503 milljarðar! Svo koma vextirnir og hækka þetta í 600-700 milljarða, samkvæmt skrifum Jóhanns Haukssonar í DV í dag. Eins gott að þjóðin er rík!

Annað.

Getur verið að Morgunblaðið og DV stundi og viðhafi einhvers konar samráð? Sem gæti þá verið eitthvað á þessa leið.

DV fjallar um fortíðina, hrunið og stjórnun Seðlabanka Íslands í aðdraganda hrunsins.

Hins vegar noti Morgunblaðið hvert tækifæri sem gefst til að dúndra í afturendann á Má Guðmundssyni, núverandi bankastjóra Seðlabanka Íslands, en fjalli ekkert um hrun bankans, meint mistök eða glæsileg tilþrif á lokasprettinum!

Verkaskiptingin virðist vera nokkurn veginn svona.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Óskandi væri að Mogginn og Jón Valur Jensson og félagar fjölluðu í eins miklum smáatriðum um stóru málin eins og það litla 

Að ég nú ekki tali um aðra fjölmiðla.  

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 18:21

2 identicon

Bara það að þetta komi frá Jóhanni dugar mér til að horfa ekki á þetta, taka ekki mark á þessu og pæla ekki í þessu. Maðurinn er ekki í jafnvægi.

Björn (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 20:37

3 Smámynd: Björn Birgisson

Nafni, ert þú í jafnvægi?

Björn Birgisson, 23.3.2011 kl. 21:19

4 Smámynd: Björn Birgisson

Jón Óskarsson, takk fyrir þitt innlegg!

Björn Birgisson, 23.3.2011 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband