23.3.2011 | 21:48
Faðmlög Lilju Mósesdóttur og Þórs Saari
"Lilja Mósesdóttir alþingismaður verður á fundi hjá Hreyfingunni annaðkvöld, en á fundinum á að ræða um valmöguleika í gjaldmiðilsmálum."
Eftir hrunið varð öllum Íslendingum ljóst að fræðigreinin hagfræði er ekkert annað en vísindi í kolniða myrkri, rétt eins og fiskifræðin, lögfræðin, heimspekin, félagsfræðin og sálfræðin. Í þessum vísindagreinum eru 2 plús 2 ekki endilega ekki alltaf 4-5.
Ef 10 fræðingar í þessum greinum eru settir í eitt herbergi og þeim falið að koma með álit og tillögur, er nánast 100% öruggt að álitin verða 10 í öllum tilvikum.
Almenningur er fyrir löngu búinn að hlæja sig máttlausan að öllum þessum fræðimönnum, sem aldrei hafa dýft hendi í kalt vatn, og þekkja ekkert til raunveruleikans og lífs alþýðunnar. Eru þess í stað fastagestir á ríkisjötunni á kostnað alþýðunnar í þessu landi.
Það væri bara fínt ef Lilja gengur í Hreyfinguna. Það hittir hún fyrir Þór Saari hagfræðing, tekur hann í fangið og út úr þeirra pólitíska keleríi geta ekki komið annað en stórvaxnar hagfræði kenningar, sem Íslendingar geta ekki verið án! En ekki rætast allir draumar!
Í fangi Þórs Saari mun sólóferli Lilju Mósesdóttur ljúka þegar Hreyfingin líður undir lok.
Sem verður í næstu kosningum.
Lilja á fundi hjá Hreyfingunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér líst nú vel á þessa Nísku-krónu sem kynnt er til sögunnar. Hún minnir á að það þarf að spara.
Svo væri líka hægt að kalla hana Nordiske-krone til að minna á Noreg og þá færu menn að hugsa um olíuauð Norðmanna, það mundi plata einhvern í bili og fleyta okkur yfir erfiðasta hjallann.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 23.3.2011 kl. 22:11
Þorsteinn H. Gunnarsson, þú ert á röngu róli, minn kæri. Nýja krónan okkar á að heita DABBI. Hvað kostar mjólkin? 130 DABBA. Hvert var gjaldþrot Seðlabanka Íslands? 175 milljarðar DABBA.
Viltu hringja í eitthvert símanúmer til að styrkja stríðshrjáða í Írak? Veldu 900-1500 og gefðu öryrkjum og aumingjum þar suður frá 1500 DABBA.
Þetta er borðliggjandi!
Björn Birgisson, 23.3.2011 kl. 22:20
Það er spurning um tíma hvenær hún lendir upp á kant við Þórsaari og fer að saka hann um foringjaræði
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 22:32
Björn Birgisson, 23.3.2011 kl. 22:39
Hef lúmskan grun um það Björn að þú viljir fá að leysa Þór Saari af og fá að fara í faðm Lilju í staðin,þú ert heltekin af henni,það er morgunljóst.
Númi (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 22:52
Númi, nú ertu vondur. Fyrir mér er Lilja Mósesdóttir lýðskrumari lýðveldisins. Annað sé ég ekki í henni. Það er morgunljóst!
Björn Birgisson, 23.3.2011 kl. 23:30
Björn ég trúi því ekki að þú hafir þessa skoðun á Lilju,,,,,þú ert soddan grínari oft á tíðum,og nú ertu að grínast.
Númi (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 23:43
Það er ekki hægt að grínast í sömu setningu og nafn Lilju Mós er nefnt.
Hún er ekkert spaug.
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 23:55
Númi, þegar grínið verður að alvöru, er eitthvað mikið og alvarlegt að, og nú er mikið stand á Gaddastöðum!
Björn Birgisson, 24.3.2011 kl. 00:12
Góðan daginn, það er með ólíkindum að þegar einhver talar okkar máli þá er hann samstundis rakkaður niður en þegar menn halda uppteknum hætti stela, ræna, rupla, lúga eða eru falskir flokksforingjar þá geta margir bugtað sig og beygt, hvað er að landanum?
Sigurður Haraldsson, 24.3.2011 kl. 07:58
"Almenningur er fyrir löngu búinn að hlæja sig máttlausan að öllum þessum fræðimönnum, sem aldrei hafa dýft hendi í kalt vatn, og þekkja ekkert til raunveruleikans og lífs alþýðunnar. Eru þess í stað fastagestir á ríkisjötunni á kostnað alþýðunnar í þessu landi."
Þessi orð hefur þú um Lilju Mós og segir að þessir "fræðingar séu á ríkisjötunni" og hvernig á að vera hægt að taka mark á þér Björn þegar þú setur svona fram og svo verðu Jóhönnu og Steingrím framí rauðann dauðann þegar að akkurat mesta vandamál okkar í dag er það að þau eru engann veginn í sambandi við Alþýðuna þar sem þau eru búin að vera á ríkisspenanum í yfir 30 ár hvort um sig og hafa þau ekki unnið ærlegt handtak síðan þau fóru á Alþingi. Vildi frekar hafa fræðinga að stjórna hér en uppgjafa flugfreyju og handónýtan vörubílstjóra þar sem það er það starf sem hann hefur sinnt næst mest af sínum starfsferli.
Hjörleifur (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 08:26
Þær eru víða Foringjasleikjurnar og þó sértstaklega innan s-flokkanna. Þar má enginn hafa aðra skoðun en formaðurinn hversu víðáttuvitlaust og langt frá stefnuskrá flokks síns hann víkur. Umrædd Lilja hefur vafalaust sína vankanta sem við flest, en hún hefur þó kjark til að standa við sínar skoðanir. Foringjarnir sk. hafa enda sínt fádæma dómgreindarskort hvað eftir annað og því full ástæða til að véfengja þeirra leiðsögn .
Kristján H Theódórsson, 24.3.2011 kl. 12:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.