Stjórnlagaráðið fer aldrei í þjóðaratkvæði og ekkert sem frá því kemur

"Alþingi samþykkti í dag, með 30 atkvæðum gegn 21, tillögu um að skipa 25 manna stjórnlagaráð til að fjalla um breytingar á stjórnarskránni."

Hvað gerir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í þessu máli? Ekkert auðvitað. Undirritar hann nýju lögin um Stjórnlagaráð spurði mig maður í dag.

Nei, það gerir hann ekki. Þarf þess ekki. Þetta var þingsályktunartillaga, flutt af Álfheiði Ingadóttur held ég. Ekki frumvarp til laga.

Það voru aðeins 30 þingmenn sem greiddu málinu atkvæði sitt. Það er minnihluti þingsins og Stjórnarskráin sjálf er til umræðu!

Einhverjir fulltrúar í Stjórnlagaráðinu vilja að þjóðin greiði atkvæði um tillögur ráðsins, áður en þær fara til þingsins.

Það verður ekki gert að mínu mati og ég held ekki að þjóðin verði spurð um nokkurn hlut sem tengist Stjórnarskránni á minni lífstíð, þótt ég verði allra karla elstur. Sem ég verð ekki!

En hvað skyldi karlinn á Bessastöðum vera langt genginn í sínum einræðistilburðum?

Viss um að hann blóðlangar að koma þessu til þjóðarinnar og vinna sér inn fáein prik í leiðinni!

Það verður ekki.

Kannski því miður. Fyrir hann. Fyrir þjóðina.

Þeir sem elska forsetann mest vilja ekki breyta Stjórnarskránni.

Ég man bara ekki rétt í svipinn hverjir þeir eru!


mbl.is Stjórnlagaráð samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Mikið andsk. bullarðu í þetta sinn Björn minn.

Bergljót Gunnarsdóttir, 24.3.2011 kl. 23:11

2 Smámynd: Björn Birgisson

Jæja, Bergljót mín, finndu bulli mínu stað ef þú getur! Skora á þig mín kæra!

Björn Birgisson, 24.3.2011 kl. 23:17

3 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

En hvað skyldi karlinn á Bessastöðum vera langt genginn í sínum einræðistilburðum?

"Viss um að hann blóðlangar að koma þessu til þjóðarinnar og vinna sér inn fáein prik í leiðinni!

Það verður ekki.

Kannski því miður. Fyrir hann. Fyrir þjóðina.

Þeir sem elska forsetann mest vilja ekki breyta Stjórnarskránni.

Ég man bara ekki rétt í svipinn hverjir þeir eru!"

Bergljót Gunnarsdóttir, 25.3.2011 kl. 00:20

4 Smámynd: Björn Birgisson

Og?

Björn Birgisson, 25.3.2011 kl. 00:33

5 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Mér finnst mjög óviðeigandi að gera forseta lýðræðisins upp að hann hugsi ekki um hag þjóðarinnar, heldur eingöngu sinn eigin. Ást á forsetanum, eða ástleysi, kemur stjórnarskránni eða breytingum á henni bara ekki nokkurn skapaðan hlut við. Forsetinn virðist eiga marga andstæðinga, sem tína allt til sem þeir mögulega geta til að ráðast á hann, og það oft eftir nokkuð löngum leiðum.

Þess vegna er ég ósammála þér Björn minn góður, því ég stend með forsetanum og finnst hann hafa staðið sig vel sem slíkur.

Bergljót Gunnarsdóttir, 25.3.2011 kl. 11:52

6 Smámynd: Björn Birgisson

Gott hjá þér, Bergljót!

Björn Birgisson, 25.3.2011 kl. 13:02

7 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Bergljót Gunnarsdóttir, 25.3.2011 kl. 23:21

8 Smámynd: Björn Birgisson

Love you too!

Björn Birgisson, 25.3.2011 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband