Fjölmiðlar matreiða alltaf úlfaldasteikur úr mýflugum

"Fram kemur í forsendum matsgerðarinnar að matsmenn hafi kannað 27 tilvik sem Ólafur taldi að fælu í sér meint einelti af hálfu bæjarstjóra í sinn garð. Í 24 tilvika fundu matsmenn ekki sannfærandi rök fyrir því að bæjarstjóri hefði lagt Ólaf Melsted í einelti."

Ég hreinlega veit ekki hvort þetta er merkilegt mál, eða sérdeilis nauða ómerkilegt mál.

Mig grunar að sannleikurinn í málinu sé fólginn í einhverju sem ekki hefur komið fram í fjölmiðlum. Er hreinlega falið fyrir fólki. Ekkert leysist með vorkunsemi, en samt vorkenni ég Ólafi og Ásgerði fyrir að hafa komið bæjarfélaginu sínu á kortið með þessum öfugu formerkjum.

Ég þekki Ásgerði Halldórsdóttur af góðu einu eftir margra ára samstarf og hef hreinlega enga trú á að hún leggi fólk í einelti. Geri hún það, hefur hún einhvers staðar á vegferð sinni tekið þokkalega ráðherrabeygju á leið sinni. Hef enga trú á því.

Hvernig ganga samskipti bæjarstjórans við annað starfsfólk bæjarins?

Gerið sjálfum ykkur greiða, Ólafur og Ásgerður, sem og íbúum bæjarins ykkar.

Leysið þetta mál og haldið því sem mest frá fjölmiðlum.

Þeir matreiða alltaf úlfaldasteikur úr mýflugum.


mbl.is Hafna kröfum Ólafs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband