Voru þau ekki alveg örugglega burðardýr?

Rúmlega tvítugir krakkar, með um 36 þúsund skammta af e-töflum í farangrinum, voru stöðvaðir af tollvörðum á Keflavíkurflugvelli aðfararnótt 23. mars síðastliðins. Þau voru einnig með mikið magn af LSD, vel yfir 4.000 skammta samkvæmt fréttinni.

Svona fréttir vekja alltaf upp sömu spurningarnar hjá mér.

Voru þau ekki alveg örugglega burðardýr?

Í framhaldi af því, hver eða hverjir hafa getu til að skipuleggja svona innkaup og fjármagna þau?

Það er eins og það upplýsist aldrei.

Neðanjarðarhagkerfið er líklega illrannsakanlegt völundarhús.


mbl.is Tekin með e-töflur og LSD
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

 Björn. Embættismanna-kerfið er hættulegast. Burðardýrin eru fólk sem kerfið hefur svikið og gert að ógæfufólki sem er útskúfað og fyrirlitið í samfélaginu. Þessu er komið á þau því þau hafa ekki tök á að verjast ásökunum embættis-mafíunnar.

 Rannsóknarlögreglan er ekkert skárri í dag en hún var þegar Erla Bolladóttir og Sævar Siselski voru þvinguð til að játa á sig aðild að morði á Geirfinni Einarssyni sem aldrei fannst einu sinni líkið af. Erla var kúguð af rannsóknarlögreglunni til að játa með því að hún fengi ekki að hitta nýfætt barnið sitt nema hún yrði samvinnuþýð, og einnig var henni nauðgað af lögreglu í varðhaldsvistinni. Eini staðurinn sem Erla gat sagt sína hlið á málinu var í bók sinni: Erla góða Erla. Þannig virkar Íslenskt réttarkerfi!

 Það tókst að láta þau játa vegna þess að þau voru ungt fólk með erfiðleika og veikan eða engann bakhjarl. Sævar Siselski var og er lesblindur og þess vegna auðvelt fórnarlamb svikakerfisins. Og ótal mörg svipuð dæmi um fólk sem fær ekki þá lögboðnu kennslu og lesblindu/röskunargreiningu og lyfjameðferð sem þau eiga lögum samkvæmt rétt á. Leiðast því út í að lyfja sig sjálf með misjöfnum árangri og eðlilega. Embættismafían hagnast svo á sölu þessara eiturlyfja því mörg ungmenni glíma við raskanir og sækja í eitthvað sem hefur áhrif á raskaða heilastarfssemi. Þau ungmenni eru oft notað sem burðardýr því víðlesna embættismanna-liðið er búið að tilkynna öllum sem heyra vilja að ekkert sé að marka þessi sviknu ungmenni og þeim skuli ekki trúað. Þar með hægt að ljúga öllu uppá þau og komast upp með það.

 Þessir embættismanna-böðlar sigta út fólk sem ekki getur varið sig og hefur ekki tök á að fela sína misbresti eins og háttsetta embættissvika fólkið. Svona er Ísland og hefur alla tíð verið. En verður að breytast!

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 26.3.2011 kl. 19:34

2 Smámynd: Björn Birgisson

Anna Sigríður, þú fyrirgefur mér vonandi, en þetta fannst mér að mestu undarlegt innlit. Eitthvað var hér ósagt á milli línanna. Einhver upplifun, einhver tengsl. Einhver biturð. En gangi þér sem best!

Björn Birgisson, 26.3.2011 kl. 20:33

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Björn. Ert þú ekki sammála því sem þarna stendur? Það er nóg að lesa bók Erlu til að verða bitur. Efast þú um að þetta sé svona? Fólk hefur áhyggjur af Icesave, en ekki börnunum sem svikin eru í skóla og dómskerfinu. Og ekki er útlit fyrir að þetta sé mikið að breytast. Það er meira áhyggjuefni Icesave fyrir framtíð barnanna.

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.3.2011 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband