ÁFRAM hópurinn með slóttugt baráttuplan

"Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki hafa vitað að til stæði að hann birtist í auglýsingu samtakanna Áfram, sem birtist í Morgunblaðinu í dag."

Svo var það sjálfur formaðurinn, Bjarni Benediktsson, líka í dag og brosti sínu blíðasta til lesenda blaðsins.

Það er augljóst hvað ÁFRAM hópurinn er að gera.

Hann er að höfða til þess klofnings sem orðið hefur í Sjálfstæðisflokknum um þetta mál. Hann ætlar að freista þess að snúa afstöðu NEI liðanna í flokknum á sveif með afstöðu flokksforustunnar.

Takist það verður sigur liðanna stór þann 9. apríl næst komandi.


mbl.is Vissi ekki af auglýsingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Björn. Var að lesa þetta með Tryggva Þór og hugsaði með mér hvort þetta væri ekki gott dæmi um það sem koma skal. Verður nokkur spurður um samþykkir fyrir einu né neinu eftir að við er komin inn í ESB? Mér finnst þetta heldur ruddalegt hjá þeim þó það virki kannski eins og þú lýsir. Mér finnst líka heldur óviðeigandi af Bjarna Ben að taka að sér að auglýsa fyrir annan hópinn ( já ) þar sem hann er væntanlega foringi beggja aflanna í flokknum. Maður er annars hættur að vera hissa á nokkrum hlut í dag. Kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 26.3.2011 kl. 17:40

2 Smámynd: Björn Birgisson

Sæl Kolla. Ætli Bjarni hafi nokkuð vitað af þessari myndbirtingu frekar en Tryggvi Þór?

Björn Birgisson, 26.3.2011 kl. 17:45

3 identicon

Ég var að ræða við kunningja minn um þessi mál fyrir nokkrum dögum síðan.

Ef sjálfstæðismenn kjósa eins og flokksforystan vill og ef Íslendingar erlendis kjósa, þá er sigur Já-manna í höfn.

Það verður ansi áhugavert að sjá hvað gerist í Sjálfstæðisflokknum ef Nei-menn vinna.

Ég hef alla tíð frá því í október 2008 verið á því að við verðum að greiða þessar innistæður.  Ég var samt ekki sáttur við Icesave samningana.  Við sendum ekki nógu reyna samningamenn til viðræðna við okkar lánadrottna.  Það er kanski þess vegna sem Icesave hefur farið í þann farveg sem hún er í í dag.  Við verðum virkilega að læra af þessu og senda góða og reynda samningamenn til viðræðna erlendis.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 26.3.2011 kl. 17:46

4 Smámynd: Björn Birgisson

Stefán, ef NEI menn vinna verður Bjarni auðvitað í sérkennilegri stöðu. Það er morgunljóst. En það mun ekki raska hans stöðu sem formanns. Þetta er Ísland, við skulum ekki gleyma því!

Björn Birgisson, 26.3.2011 kl. 17:57

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég efast um að hægt verði Björn, að kalla úrslit kosninganna 9. apríl nokkuð annað en ósigur hvernig sem fer. Sigur verður það klárlega ekki.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.3.2011 kl. 18:27

6 Smámynd: Björn Birgisson

Rétt, Axel Jóhann. Mikið rétt hjá þér. Tveir slæmir kostir í boði. Þá verður fólk að velja þann illskárri, eins og hef reyndar oft nefnt hér á síðu minni.

Björn Birgisson, 26.3.2011 kl. 18:29

7 identicon

Það er nefnilega ekki þannig að Já-menn vilji endilega borga.  Þetta er auðvitað rugl frá upphafi til enda, en sumar skuldir þurfum við að borga.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 26.3.2011 kl. 18:34

8 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Tryggvi Þór mundi gera þjóðinni greiða ef hann hætti að skipta sér af stjórnmálum. Já sinnar mega eiga hann og hans skoðanir það tekur hvort eð enginn mark á honum.

Sigurður I B Guðmundsson, 26.3.2011 kl. 20:34

9 Smámynd: Björn Birgisson

Sigurður, sjálfstæðismenn taka mark bæði á Tryggva Þór og sínum formanni. Skárra væri það nú, ef þeir gerðu það ekki!

Björn Birgisson, 26.3.2011 kl. 20:36

10 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Því var hvíslað að mér í gærkvöldi að hafnaði þjóðin samningnum þá yrði atkvæðagreiðslan kærð og Hæstiréttur myndi dæma atkvæðagreiðsluna ógilda þar sem hvíslinu fylgdi sú fullyrðing að hægt væri að panta niðurstöðu hjá réttinum. Þá myndum við sitja uppi með gerðan samning!!!

kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 26.3.2011 kl. 22:45

11 Smámynd: Björn Birgisson

Hæstiréttur, gott kvöld!

Leggðu inn þínar pantanir eftir hljóðmerkið. Gefðu upp pólitískar skoðanir þínar og gerðu grein fyrir þinni greiðslugetu, viljirðu tryggja framgang tiltekins máls!

Hæstiréttur Íslands mun alltaf standa með sínu fólki!

Allt kostar sitt. Það vita Sikileyingar! Og nú Íslendingar!

Björn Birgisson, 26.3.2011 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband