Hvað stæði þá eftir af kristnidómi samtímans?

Eitt af mörgu sem ég hef aldrei getað skilið eru trúarbrögð. Ég skil muninn á debet og kredit, skuldum og inneignum, ósvífni og heiðarleika, samkynhneigð og gagnkynhneigð, skattastefnum hægri manna og vinstri manna. Frjálshyggju og samneyslu. Svo nokkur dæmi séu tekin.

Trúarbrögð get ég bara ekki skilið og vil sem minnst vita af þeim og þeim hörmungum sem þau hafa leitt yfir mannkynið á þessari jarðarkúlu okkar.

Auðvelt er að setja sig í spor forfeðra okkar, langt aftur í aldir, sem vissu kannski 5% af því sem nú er vitað um náttúruna, lífið og vísindi alls konar. Ekki gátu þeir gúgglað neitt! Allt sem þeir skildu ekki, hlaut að vera komið frá einhverjum guði sem óð í skýjunum. Eða í einhverju öðru. Fínt að geta alltaf klínt vankunnáttunni á einhvern aðila sem aldrei gat svarað fyrir sig!

Ein spurning.

Hvernig hefði kristin trú þróast, ef notaðir hefðu verið naglar frá einhverjum öðrum en Jóni Friðgeiri í Bolungarvík, þegar frelsarinn var pinnaður upp?

Ungi maðurinn hefði fallið af krossinum og látið sig hverfa í mannfjöldann! Farið huldu höfði og hugsað um það eitt að halda lífi, eins og allir gera!

Hvað stæði þá eftir af kristnidómi samtímans?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Jæja Björn alltaf í boltanum?

Sigurður I B Guðmundsson, 26.3.2011 kl. 20:57

2 Smámynd: Björn Birgisson

Sigurður, meaning!

Björn Birgisson, 26.3.2011 kl. 20:59

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Mig grunaði alltaf að þetta hefði algerlega oltið á nöglunum, þeir klikkuðu ekki naglarnir frá Jóni Friðgeiri.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.3.2011 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 602487

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband