27.3.2011 | 15:22
"Bæjarfélagið er orðið eignalaust, allslaust og stórskuldugt."
Fram á sjónarsviðið er kominn bloggari, sem lýsir sér sem dæmigerðum Moggabloggara. Hann var með nokkuð eftirtektarverða úttekt á fjármálum Reykjanesbæjar fyrir nokkrum dögum.
Gefum hinum dæmigerða Moggabloggara orðið:
"Í Reykjanesbæ höfum við Sjálfstæðismenn byggt á frjálshyggjumódelinu.
Þar gengur vel.
Allt opinbert fé er horfið og komið í hendur auðmanna. Bærinn er meira að segja búinn að losa sig við allar fasteignir og veitufyrirtæki. Núna borgum við leigu fyrir skólabyggingar og aðrar fasteignir sem við áttum áður, og borgum einnig fyrir hitaveituna sem við áttum áður.
Svona á að strípa niður opinbera ruglið.
Bæjarfélagið er orðið eignalaust, allslaust og stórskuldugt.
Í Sparisjóðnum var fé án hirðis svo við létum auðmenn hirða það.
Séu einhverjir í vanda, þá eiga þeir, samkvæmt frjálshyggjumódelinu, að leita til sjálfstæðra hjálparsamtaka.
Opinberi geirinn á ekki að koma nálægt því að hjálpa fólki í neyð, samkvæmt okkar módeli."
Getur verið að eitthvað sé til í þessu hjá hinum Dæmigerða Moggabloggara?
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er ekki laust við að svo sé.
KVeðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 27.3.2011 kl. 17:21
Takk fyrir innlitið Arinbjörn!
Björn Birgisson, 27.3.2011 kl. 17:50
Þetta var gott blogg!
Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.3.2011 kl. 20:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.