Undrun sætir að nokkur maður eða flokkur skuli treysta sér í allan þann flórmokstur

Glæsilegasta ríkisstjórn Íslands var Viðreisnarstjórnin sem var við völd 1959-1971. Þar fóru sjallar og kratar með völdin. Unnu vel saman og heilindi manna voru mikil. Þá riðu höfðingjar um héruð þessara flokka. Miklir höfðingjar.

Síðan þá hafa margar ríkisstjórnir verið myndaðar. Flestar um ekkert annað en samspillingu og hagsmunapot, helmingaskipti þessa og hins.

Aldrei um hag þessarar þjóðar. Hann var ekki einu sinni nefndur á nafn!

Ríkisstjórnarmyndanir frá tímum Viðreisnarinnar eru ekkert annað en lélegir brandarar. Aulabrandarar. Spillingarbrandarar. Sem enginn hlær nú að. Enda hræða nú sporin. 

Svo kom hrunið haustið 2008. Algjör kaflaskipti í íslenskri pólitík. Alvara kom í stað léttúðar.

Þá kom alvara í pólitíkina hérlendis, eftir langt léttúaðar tímabil, þar sem enginn þurfti að bera ábyrgð á neinu, nema eigin hagsmunapoti og hagsmunavernd sinna gæðinga.

Eigum við að rifja upp alla seðlabankastjórana sem settir voru þar á elliheimili stjórnmálanna? Fagleg sjónarmið? Óravíddir fjarri.

Á tímabilinu 1971 til fallsins 2008 voru stjórnmálin hérlendis ekkert annað en farsi, í anda Darios Fo, hins ítalska. Hans verk vöktu mikla kátínu um víða veröld. Verk hérlendra stjórnmálamanna, á þessu tímabili, vekja ekkert annað en harma grátur alvöru Íslendinga, þegar hulunni hefur verið svipt af öllu sukkinu. Nú er of seint í rassinn gripið.

Núverandi ríkisstjórn þarf að leiðrétta farsa undangenginna ríkisstjórna. Henni gengur þokkalega með það. Rétt bara þokkalega.  Verkefnið er stjarnfræðilega stórt.

Undrun sætir að nokkur maður eða flokkur skuli treysta sér í allan þann flórmokstur.

Flórmokstur undangenginna áratuga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Það er mikill sannleikur í þessum orðum þínum Björn. Ég hins vegar get ekki annað en efast um heilindi núverandi stjórnar. Jú jú víst máttum við vita að erfitt yrði hjá smáfuglunum eftir hrun en drottinn minn góður, að setja hrunið fjármálakerfi í algeran forgang, að reyna ekki að leiðrétta nema að örllitlum hluta stökkbreyttar skuldir almennings og fyrirtækja, eignaupptakan með stökkbreyttri verðtryggingu, lífskjaraskerðingin með alónýtum gjaldmiðli osvfr. Hinir seku lifa í vellystingum á suðlægari slóðum og stuðnings menn þeirra í pólítíkinni blaðra og bulla sem aldrei fyrr í öllum fjölmiðlum.

Á alþingi og í stjórn eru enn sömu gömlu andlitin og flokkarnir sem komu okkur tl andskotans og ömmu hans. Þessi sömu andlit og sömu flokkar öskra nú á okkur hvernig við eigum að hugsa, gera og haga okkur. Fáránlega margir hlusta og akta samkvæmt því. Ekkert mun breytast til hins betra fyrr en búið verður að skipta út öllu fólki á alþingi og flokkarnir farið í gegn um algera hugmyndafræðilega endurnýjun.

Ég yrði manna fegnastur ef ég hefði rangt fyrir mér en....

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 27.3.2011 kl. 08:40

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ekki taka þeir þátt í að moka flórinn, sem lögðu til allan skítinn. Það eina sem þeir hafa til málanna að leggja er meiri skítur, hvattir áfram af fólki, sem virðist una sér hið besta flatmagandi í flórnum og vilja liggja þar sem lengst.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.3.2011 kl. 13:09

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Björn, á meðan við höfum sama kerfið - og næstum því sama fólkið, við völd og tók þátt í að byggja upp safnhauginn gerist ekkert annað en að það er eingöngu kroppað úr hrúgunni (sérvalið eftir hagsmunum) í staðinn fyrir að send sé öflug mokstursvél á allt heila draslið.

Til þess þarf nýja verkamenn. Tek þar undir með Arinbirni.

Axel - síðan hvenær hafa þeir sem leggja til í flórinn mokað undan sér sjálfir? :)

Kolbrún Hilmars, 27.3.2011 kl. 14:49

4 Smámynd: Sigurður Antonsson

Stjórnmál og land í krísu. Taka verður undir orð hér að framan. Ný viðhorf og þátttaka borgaranna verður að taka við af ofurvaldi stjórnmála. Með stjórnmálaráði er reynt að breyta til en varnagli er settur, Alþingi á að ráða og kjósendur ekki látnir koma að borðinu.

Viðskiptahalli er vísbending um ofneyslu og ábyrgðarleysi sem hefur leitt af sér ónýtan gjaldmiðill og ofurbyrðar á þá sem sátu ekki við veisluborðið. Skuldamál banka og þjóðar eiga einnig að vera undir eftirliti stjórnsýslu og borgara en eru ekki í dag. Stjórnmálin verður að færa til fólksins með beinni þátttöku í umræðu og ákvörðunum.

Sigurður Antonsson, 27.3.2011 kl. 15:18

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er satt Kolbrún þeir hafa ekki gert fram að þessu, en var okkur ekki lofað að upp yrðu teknir nýjir siðir?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.3.2011 kl. 15:35

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ójá, Axel, eitthverju slíku var okkur lofað.

Svo ég breyti til með líkinguna, þá dettur mér helst í hug alkinn sem segir: elskan mín, það verður allt betra ef ég hætti þessu viskísulli og skipti yfir í vodka.

Mér líður eiginlega eins og "elskunni" - finn engan mun...

Kolbrún Hilmars, 27.3.2011 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband