Tugir milljarða frá ríkissjóði? Veit AGS af þessu?

Nú er lokið fundi, þar sem fjallað var um aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að greiða fyrir kjarasamningum. Þær munu hafa í för með sér tugmilljarða kostnað fyrir ríkissjóð.

Tugi milljarða? Veit AGS af þessu?

Þá þarf að finna nýjar matarholur fyrir ríkissjóð. Vaskurinn á matvælum verður kannski hækkaður og gleypir fyrstu launahækkunina! Svo er bensínið smánarlega ódýrt! Aldraðir margir hverjir í lúxus! Af nógu er að taka. 

Ríkisstjórnin virðist vera að standa sig vel í að liðka fyrir "skynsamlegum kjarasamningum" Það er að segja vel í hefðbundnu hlutverki ríkisstjórna í þessum blekkingaleik ASÍ og atvinnulífsins og ríkisins.

Það er ekkert um að semja, en samt er samið! Það fjarar hratt undan flestu öðru en sjávarútvegsfyrirtækjunun. Þau eru reyndar skuldsett lóðbeint til helvítis, en afskriftaguðinn er bænum þeirra hliðhollur, en hann hlustar lítt á bænir venjulegs fólks, enda er það yfirleitt bara leiðinlegt pakk!

Skynsamlegum kjarasamningum?

Ef þeir eru þá til þegar nánast er ekkert um að semja! Atvinnuleysi og önnur óáran í aðalhlutverkum. Ekkert annað en brekkan og foraðið framundan.

Ef launþegar fá 15 þúsund kall aukalega í budduna, mega þeir vera vissir um að innan þriggja mánaða verður allt orðið 20 þúsund kalli dýrara.

Það köllum við verðbólgu.

Þá er betur heima setið.

Þetta leikrit getur ekki annað en floppað.


mbl.is „Verðum að veðja á framtíðina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Íslenskir atvinnurekendur hafa aldrei haft efni á launahækkunum, hvað þá núna. Er við því að búast að sextán stórmarkaðir með tilheyrandi mannskap á verslunarsvæði sem hentaði einni góðri verslun geti greitt mannsæmandi laun?

Tugþúsunda borg í Skotlandi hýsir enga byggingavöruverslun. Það er ekki nema klukkutíma lestarferð til næstu borgar og þar er byggingavöruverslun!

Þetta sagði mér vandaður maður sem dvaldi þarna tvö ár við nám. 

Árni Gunnarsson, 31.3.2011 kl. 22:42

2 Smámynd: Björn Birgisson

Árni Gunnarsson, ég þakka þér sérlega og sérstaklega fyrir þetta innlit. Þú kemur hér sem sólargeisli í skammdegi, á vordögum.

Þér að segja er ég gjörsamlega að gefast upp á þessu öllu. Hef reynt að skrifa mig frá ýmsum hlutum. Spillingunni til sjávar og sveita. Hef reynt að láta lúðra sanngirninnar hljóma, til handa okkar þjóð. Mál er að linni.

Nú er ég búinn að fá nóg og hyggst draga mig í hlé innan fárra daga og verð líklega fáum harmdauði hér á Moggabloggi.

Yndislegt að þú skulir koma við. Ekkert ertu annað en flottur maður.

Björn Birgisson, 31.3.2011 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 602478

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband