Ég er líklega mesti asni norðan Suðurpólsins!

Miðað við smæð markaðarins má segja að fjölmiðlaflóran hér sé ótrúlega fjölbreytt. Hún er svo fjölbreytt að nánast hver miðill hennar er á húrrandi hausnum vegna hörkunnar í samkeppninni og samdráttar á auglýsingamarkaði. Samt lullar þetta ótrúlega áfram ár eftir ár.

Eru fjölmiðlar Íslands ekkert annað en arfi í þjóðarsálinni? Hvað styður Mogginn marga og hve margir kaupa Moggann?

Já, fjölbreytt er fjölmiðlaflóran, en gæðin eru æði misjöfn, margt er þó ágætlega gert og það ber að virða. Að mestu er þó fjölmiðlun í landinu ekkert annað en ruslpóstur til þessarar "virðulegu" þjóðar.

Notkun fólks á fjölmiðlum er æði misjöfn. Sumir lesa öll blöð sem berast, hlusta á útvarp allan liðlangan daginn og eyða svo kvöldunum yfir sjónvarpinu.

Hjá mér er þetta svona.

Les Moggann með morgunkaffinu.

Hlusta á Bylgjufréttir klukkan 12.00 og fréttir RÚV klukkan 12.20.

Hlusta stundum á Reykjavík síðdegis á Bylgjunni eftir vinnu.

Horfi, eða hlusta á fréttir Stöðvar 2 klukkan 18.30 og síðan fréttapakka RÚV klukkan 19.00.

Horfi mjög lítið á sjónvarp eftir fréttir, en reyni að missa ekki af Tíu fréttum á RÚV.

Horfi á einstaka kappleik á Stöð 2 Sport.

Þetta er nú allur fjölmiðlapakkinn minn!

Mikið hlýt ég að missa af mörgu stórmerkilegu!

Eða hvað?

Ég er ekki að nýta það sem ég borga fyrir nema að mjög litlu leyti! Vitlaus er maður óneitanlega!

Ég borga tæplega 214 þúsund krónur á ári fyrir áskriftir að fjölmiðlum, eða sem svarar tæpum 18 þúsund krónum í mánuði hverjum! Fyrir hvað? Ég er líklega mesti asni norðan Suðurpólsins!

Góð fjárfesting? Tæplega. Örugglega ekki!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Það er það fjölmennt norðan Suðurpólsins að við höfum t.d. ekki hist þar ennþá.

Sigurður I B Guðmundsson, 1.4.2011 kl. 07:56

2 identicon

Held að þú ættir að prófa að taka nýjann pól í hæðina og hætta alveg að horfa á fréttir hlusta á fréttir og lesa um fréttir í svona viku. Er alveg sannfærður að þér myndi líða miklu betur ef þú værir ekki að velta þér uppúr öllum neikvæðum fréttum endalaust. Held að ef fólk myndi almennt hætta að fylgjast með fréttum að þjóðfélagið myndi taka stórt stökk uppávið í öllu.

Hjörleifur (IP-tala skráð) 1.4.2011 kl. 11:39

3 Smámynd: Sigurður Antonsson

Björn, þetta er alltof mikið álag á þig. Held að ráð Hjörleifs séu góð. Sjálfur hef ég reynt að minnka þetta verulega með því að kíkja aðeins á heimasíðu þína. Ef þú dettur út með hugleiðingar um fréttir verður meiri tími hjá mér.

Útvarp saga er með Icesavemaníu og því hefur maður sleppt öllu þar nema Sigurði Storm. Ef ég vill stríðsfréttir er nægilegt að fara inn á Aljazeera. Blöðin sé ég af og til á kaffistofu. Þá er bara eftir skylduáskriftin á RÚV. Silfur Egils var nokkuð gott í hruninu, en nú er þar mest sama fólkið og endurtekning frá erlendum gestum sem sáu hrunið fyrir. Eftir er Kastljós og veðurfréttir, fyrir það greiði ég þrefalt gjald eða um 230.- KR. á dag.

Sigurður Antonsson, 1.4.2011 kl. 12:01

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Björn.. Þetta er ekki glóra minn kæri bloggfélagi. Hefurðu deilt þessu niður á mínútur og kannað hvað þetta kostar. Ég er að borga kr. 254.192,- á ári en ég horfi mjög mikið á sjónvarpið. Bæði dönsku stöðvarnar, sænsku og norsku. Síðan á Rúv og svo fótboltann á Stöð Sport 1 og 2. Skjágolf er mega flott og stórmót allar helgar, sýnt frá mótunum sem standa yfir frá fimmtudegi til sunnudags. Það eru yfirleitt flottir framhaldsþættir á sunnudagskvöldum á Rúv og það er svona fjölskyldukvöld hjá mér og búið að vera í mörg ár.

Kaupi ekki blöð en hlusta á Útvarp Sögu og Bylgjuna en borga fyrir hvorugt og svo les ég Fréttablaðið og Mbl.is ókeypis.  Svo horfir maður á Alþingisrásina sem er orðin sápuópera númer 1  Kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 1.4.2011 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband