Tvímælalaust skal boða til kosninga ef NEI liðar hafa betur á laugardaginn

„Vonandi rís meiri hluti kjósenda undir þeirri ábyrgð að ljúka þessu máli með sómasamlegum hætti fyrir alla aðila, þannig að við getum gengið til annarra og brýnni verkefna í íslensku samfélagi," segir Þórunn Sveinbjarnardóttir á heimasíðu sinni."

Ekki var 4000 manna könnun Bylgjunnar Þórunni og hennar málstað hagstæð í dag. 61% NEI, 29% JÁ, 10% óákveðnir. Reyndar er þetta þvílíkur viðsnúningur að líklega eiga flestir erfitt með að trúa honum. Það er víst ósköp auðvelt að svindla í svona könnunum.

Hvað um það.

Ef NEI liðar sigra á laugardaginn er tvennt skýrt í mínum huga.

Ríkisstjórnin á að segja af sér og boða til kosninga, enda málið af hálfu NEI liða mjög pólitískt. Það beinist ekki síður gegn ríkisstjórninni, en að lausn deilunnar.

Að loknum þeim kosningum eiga Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur að mynda nýja ríkisstjórn. Ég hygg að líklega fái þeir flokkar fylgi til þess.

Þar með má segja að Icesave málið sé að mestu komið í heimahöfn.

Verði þjóðinni og þeim flokkum málið að góðu.

Er ekki líklegt að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson, ungu leiðtogarnir, séu þegar farnir að hlakka ofboðslega mikið til að taka við þeim skítapakka sem þá lendir á borðum þeirra?

Fæst ekki eitthvað róandi í apótekunum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Ég tel alveg öruggt að þau Steingrímur og Jóhanna segi af sér, verði samningurinn felldur.

Verði samningurinn aftur á móti samþykktur má búast við miklu hafaríi af hálfu andstæðinga. Munu þeir reyna allt til að fá kosningarnar ógildar með fulltingi Hæstaréttar, eins og þú hefur reyndar spáð Björn.

Sveinn R. Pálsson, 4.4.2011 kl. 20:14

2 Smámynd: Björn Birgisson

Þú meinar Hæstarétt Íslands ehf. Hann verður í miklum bobba. Bjarni Ben ætlar að segja já .................

Björn Birgisson, 4.4.2011 kl. 21:21

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ég kem nú ekki auga á mikinn sóma í að láta míga og skíta yfir sig, þótt þér finnist svo, Björn minn.

Eyjólfur G Svavarsson, 4.4.2011 kl. 21:45

4 Smámynd: Björn Birgisson

Eyjólfur minn, mundu mannasiðina sem þér áttu að lærast í æsku ...... Ég skil ágætlega að þér þóknist illa það sem þú nefndir, en að gera mér upp að geðjast af því, er soraháttur af þinni hálfu! Stilltu þig gæðingur! Afsökunarbeiðni væri vel við hæfi.

Björn Birgisson, 4.4.2011 kl. 21:55

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nei- sinnar hafa digurbarkalega sagt að þeir sem vilji samþykkja Icesave eigi að taka upp veskið og borga Icesave sjálfir, en hlífa öðrum. En hafa þeir verið spurðir hvor þeir séu tilbúnir að ábyrgjast kostnaðinn sem verður umfram samninginn þegar Icesave dómsmálið springur í andlitið á þeim?

Þeir sem vilja, nauðbeygðir að vísu, ljúka málinu núna eins og um hefur verið samið, eiga auðvitað að neita að taka á sig dómskostnaðinn og mögulega verri lífskjör og annan kostnað. 

Ef NEI liðar trúa sjálfir  bullinu sem þeir láta frá sér að Bretar og Hollendingar muni ekki fara dómstólaleiðina eða reyna allar mögulegar og ómögulegar leiðir til að endurheimta sitt fé, þá ætti það ekki að vera vandamál fyrir þá að ábyrgjast aukakostnaðinn persónulega og hlífa okkur hinum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.4.2011 kl. 22:18

6 identicon

Björn,ertu að fara á límingum.?

Númi (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 23:02

7 Smámynd: Björn Birgisson

Númi, hvað er til marks um það? Mínar límingar eru þéttar og vírinn meira að segja á sínum stað! Hvað með þinn?

Björn Birgisson, 4.4.2011 kl. 23:13

8 identicon

´´Vírinn er á sínum stað´´

Númi (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 23:37

9 Smámynd: Björn Birgisson

Gott fyrir eyrun! Hlustaðu þá á þann boðskap sem þér er hollastur og helgastur hér á síðu, á meðan hennar nýtur við, Númi minn!

Björn Birgisson, 4.4.2011 kl. 23:42

10 identicon

Boðskap,?   Hvaða boðskap.

Númi (IP-tala skráð) 5.4.2011 kl. 10:52

11 Smámynd: Adeline

Þú semsagt gengur út frá því, Björn, að "nei-liðar" séu allir að segja nei við Icesave ... til þess eingöngu að fá Bjarna Ben við stjórnvölinn?

Ég skil færslu þína ekki betur en svo...

En mér finnst afar hæpið að svo sé. Ég segi stórt NEI á laugardaginn og vona að allir geri slíkt hið sama.

Adeline, 5.4.2011 kl. 13:18

12 identicon

2 flugur í einu höggi; Icesave NEI.. og versta ríkisstjórn síðustu ára(Já já hinar sukkuðu líka) fer frá með skömm og kúk í bbuxum.

En djö mar.. hvað á mar að kjósa í ríkisstjórnarkosninum... hvernig get ég valið á milli kúks og skíts.. damn dilemma

doctore (IP-tala skráð) 5.4.2011 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 602477

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband