Hvað ætlar Ólafur Ragnar Grímsson að krossa við á laugardaginn? Hversu alvarlegur er heiladoði hérlendra fjölmiðlamanna?

"Afgerandi lagalegri niðurstöðu í þá veru yrði ekki fagnað á alþjóðavettvangi þar sem hún myndi varpa ljósi á það hversu gríðarlega illa fjármagnaðir innistæðutryggingasjóðir í Bretlandi, Hollandi og í raun í öllum heiminum eru." segir mbl.is

Já, kosningarnar á laugardaginn. Spennan fer vaxandi jafnt hér innanlands sem utan 200 mílnanna.

BB Fréttir fylgjast með öllu sem fram vindur, en það sama á ekki við um aðra fjölmiðla hér innanlands. Heiladoði eða heiladauði fjölmiðlamanna er ekki síður áhyggjuefni, en væntanleg úrslit í Icesave á laugardaginn.

Það er skítt að segja sannleikann, ef hann er vondur, en einhver verður að flytja ill tíðindi, rétt eins og þau góðu og taka áhættu á að sendimaðurinn verði aflífaður með einhverjum hætti, hengdur upp á afturlöppunum eða hreinlega skotinn, eins og sumir hafa lagt til hér á Moggabloggi um andstæðinga sína og síðan skipað sér í fremstu raðir NEI sinna.

Málið er þetta. Kosningarnar á laugardaginn eru í boði forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, sem þar með gekk gegn vilja 44ra þingmanna af 63 eins og öllum er kunnugt.

Hér kemur þá spurningin sem heiladauðir fréttamenn hafa ekki lagt fram.

Hvað ætlar Ólafur Ragnar Grímsson að krossa við á laugardaginn?

Miðað við aðkomu hans að málinu er það nánast heilög skylda hans að upplýsa þjóðina um sína afstöðu undanbragðalaust.

Það mun hann hins vegar aldrei gera. Hann er þannig maður.

Hvað ætlar Ólafur Ragnar að gera á laugardaginn? Ætlar hann að segja JÁ eða NEI?

BB Fréttir skora á alla fjölmiðla í landinu að leggjast nú á forsetann til að fá svör við þessari sjálfsögðu spurningu, þótt sækja þurfi svarið niður í kok forsetans.

Varla er heiladauðinn algjör á öllum miðlum samfélagsins!

Af hverju spyrja ekki blaðamenn Morgunblaðsins forsetann hvort hann sé sammála skoðun Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, eða messagutta flokksins, Sigurði Kára Kristjánssyni í þessu stóra máli?

 


mbl.is Bretar og Hollendingar sagðir óttast dómstólaleiðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Björn Birgisson,óskaplega kvíður þér fyrir 9 Apríl.

Númi (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 23:00

2 Smámynd: Björn Birgisson

Númi, hvernig dettur þér svona þvættingur í hug? Er ekki eðlilegt að forsetinn, gerandinn í þessu máli, geri grein fyrir sinni afstöðu?

Athugaðu svo aðeins betur með sögnina að kvíða. Hún er ekki allra.

Björn Birgisson, 4.4.2011 kl. 23:10

3 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Sæll Björn. 44 einstaklingar er ekki stór hluti af rúmlega 300.000. og eg tala ekki um traustið þ.e. 85 % af heildinni sem kaus, treystir þeim ekki. Mér finnst það  segja sitt, eða hvað finnst þér.?

Það er heilög skylda forsetans að gæta þegna sinna. Það hefur hann gert í þessu máli og vísað þessu álitaefni til hennar. Hann hefur greinilega meira traust á sinni þjóð heldur en kosnir Alþingismenn hafa. 

Hvort Forseti okkar segi JÁ eða NEI í þessari kosningu skiptir ekki máli, eða finnst þér það skipta máli Björn.

Hann mun líklega skila atkvæðinu NEI, ef það friðþægir huga þinn á einhvern máta Björn. 

En ég er sammála þér um blaðamenn okkar lands. Þeir hafa ekki haldið uppi þeim vörnum sem okkur íslendingum ber í þessu máli gagnvart Bretum. Þeir hafa haft eftir hverja vitleysuna upp eftir annarri, sem hrýtur af vörum stjórnarherrum okkar, án nokkurrar gagnrýnis.

Þetta er sérstakt vandamál, sem blaða og fréttamenn verða að eiga við sjálfan sig. Okkur ber einungis skylda til að benda þeim á þessar staðreyndir.  Gæfumerki gáfaðra manna er að geta gagnrýnt sjálfa sig. 

Eggert Guðmundsson, 5.4.2011 kl. 00:15

4 identicon

Þetta er rangt hjá þér nafni, ÓRG gengur gegn vilja 33ja þingmanna um að senda lögin í þjóðaratkvæði.

En ÓRG er skynsamur maður og segir auðvitað NEI :-)

Björn (IP-tala skráð) 5.4.2011 kl. 18:29

5 Smámynd: Björn Birgisson

Já nafni, það má segja þetta svona líka, en það breytir ekki því að 44 þingmenn samþykktu frumvarpið umdeilda.

Björn Birgisson, 5.4.2011 kl. 18:51

6 identicon

Forsetanum ber að standa með því sem er hafið yfir flokkadrætti, því sem ekki mun deyja dauðdaga sínum eins og flokkarnir, heldur þroskast í átt til fyllri og sannari byltingarmyndar af sjálfu sér, eins og höfundar þess planlögðu fyrir þúsundum ára, nefnilega lýðræðinu, sem ríkir ofar smásálarlegum flokkadráttum og smáborgaralegu ofstæki þeirra sem aðhyllast það. Ef forsetinn greindi frá afstöðu sinni fyrir kosningarnar væri hann að svíkja þetta hlutverk sitt og fara niður á lágkúrulegt plan hinna óupplýstu sem skilja ekki hvert hlutverk hans á að vera, afþví þeir hafa ekki andlega og vitsmunalega innistæðu til þess.

Jóhannes Jónsson (IP-tala skráð) 6.4.2011 kl. 11:41

7 identicon

Rétt eins og trúfrelsið ríkir ofar trúarbrögðunum, afþví án þess ógildist hlutverk þeirra og andlegum tilgangi þeirra verður aldrei náð, og það lifir sama hversu margir söfnuðir hverfa, þá er lýðræðið ofar öllum flokkum og stefnum. Þeir sem ekki skilja það, þeir skilja ekki neitt. Þeir lifa og deyja í fáfræði og vita ekki hverjir þeir eru, hvaðan þeir koma, og um hvað þessi menning eða samfélag snýst. Allir menn gæddir raunverulegum vitsmunum og virku innsæi skynja og skilja þessa staðreynd, sama þó þá vanti þá þekkingu sem fæst ekki nema með fyrirhöfn, og verður ekki allra á næstunni, og kannski aldrei. Þeir sem vita og þekkja og skilja, þeir verja og deyja fyrir lýðræðið fyrr en flokkinn sinn, og fara jafnvel á móti honum sé það í þágu lýðræðisins. Vinstri maðurinn sem kýs stundum til hægri, þó honum líði illa, afþví hann er að styðja æðri málstað fyrir lægri, þegar vinstriflokkar sýna ólýðræðislega tilburði, og hægrimaðurinn sem brýtur odd af oflæti sínu og kýs til vinstri af sömu ástæðu, landsbyggðarmaðurinn sem kýs flokkinn sem minnst kærir sig um landsbyggðina afþví hann er hollastur lýðræðinu, og borgarbúinn sem er tilbúinn að kjósa flokk sem gagnast mest landsbyggðinni, afþví hann er að standa sig betur í lýðræðishollustunni í það skiptið, þetta eru mennirnir sem skilja hvað skiptir máli. Það má deila um réttmæti þess að halda kosningar aftur í Frakklandi þegar Le Penn komst til valda, en þær þúsundir sem létu sig hafa það að mæta á kjörstað, þó þeim biði við og hötuðu alla flokkanna, enda Frakkar greind og vellesin þjóð, og ekki óvenjulegt að franskur pípulagningarmaður eða skúrningarkona hafi lesið alla heimsins heimspeki spjaldanna á milli og kunni jafnvel stórar glefsur úr Descartes og Kant utanbókar, og þjóðin þar sem franska byltingin varð, þær þúsundir skildu hvað er mikilvægast alls, og kusu flokka sem þeim bauð við frekar en enga, til að tryggja að maður sem hatar lýðræðið og vill ganga að því dauðu, og stoppa þann mikla vöxt þess og framgang í átt til þróðara forms, vöxt sem byrjaði í Frakklandi, kæmist ekki til valda til að eyðileggja allt.

Í dag býr almenningur um alllan heim við lítil völd og helsta dauðaorsökin er þjóðarskuldir, að almenningur sé dæmdur til að greiða fyrir mistök stjórnvalda og viðskiptamanna, jafnvel bara hrein kúgun. Afríkumenn hrynja niður úr alnæmi og geta ekki ræktað land, fyrst og fremst afþví þegar búið er að borga fyrrum nýlenduherrunum skuldir sínar, er enginn afgangur til að byggja sjúkrahús eða rækta upp landið, sem vel væri hægt. Þannig að rót vandans eru skuldirnar og sú mikla ánauð sem hún leggur á þjóðirnar. Saga Haítís lýsir því best, það var blómlegt land um tíma. Í dag er verið að berjast fyrir að þessar þjóðir þurfi ekki að borga. Það gengur hægt, en ótal menn um allan heim hafa tekið höndum saman, trúarleiðtogar, viðskiptafrömuðir og framsýnir sjórnmálamenn, og þessir menn munu aldrei gefast upp. Ef Ísland fær undanþágu frá skuldum í krafti smæðar sinnar, fá þessir menn og þessar þjóðir hjálp í þessu máli, það skapar þá lagalegt fordæmi á alþjóðavísu.

Jóhannes Jónsson (IP-tala skráð) 6.4.2011 kl. 11:57

8 identicon

Það vantaði glefsur þarna inn í, að þetta gildir að sjálfsögðu um lönd utan Afríku líka, alltof mörg, Haití er aðeins eitt þeirra. Sá sem kýs já með Icesave, svíkur sína minnstu bræður og sína eigin sál, til að geta gengið í augun á flokksbræðrum sínum í næsta kaffihúsaspjall. Aumir 30 silfurpeningar það klapp á bakið fyrir að svíkja sjálfan sig og krossfesta eigin samvisku sem þeir fá að launum.

Jóhannes Jónsson (IP-tala skráð) 6.4.2011 kl. 12:09

9 Smámynd: Sigurður Haraldsson

44 landráðamenn og síðan fylgissveinar þeirra sem segja já við þessari kúgun stórvelda gegn okkur því segi ég nei!

Sigurður Haraldsson, 6.4.2011 kl. 18:11

10 Smámynd: Björn Birgisson

Ég þakka innlitin.

Björn Birgisson, 6.4.2011 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband