Hvaða fíflalega fyrirbæri er þetta MMR?

"602 tóku þátt í könnunni en 64% þeirra tóku afstöðu. Miðað við þessa niðurstöðu eru ríkisstjórnarflokkarnir að tapa verulegu fylgi, en Sjálfstæðisflokkurinn og þó sérstaklega Framsóknarflokkurinn að auka fylgi sitt."

Hvaða fíflagangur er hér á ferð? Hvaða fyrirbæri er þetta MMR? Einhvers konar fyrirbæri sem vill láta taka sig alvarlega? Ekki geri ég það, svo mikið er víst.

Það þarf kjark, en þó aðallega gríðarlegan skort á skynsemi að senda til fjölmiðla könnun sem þessa, það er ef Mogginn er að greina rétt frá, sem ég efast raunar ekkert um.

602 spurðir. 385 svara og taka afstöðu!

385 !!! Þvílíkt úrtak í könnun fyrirtækis sem vill láta taka sig alvarlega!

Eru allir að tapa glórunni endanlega í þessu þjóðfélagi? Hver andskotinn er hlaupinn í þetta lið?

Ég get gert svona könnun hér á síðunni og náð miklu fleiri svörum á tveimur dögum og hef nokkrum sinnum gert það!

Úr sömu könnun kemur þetta greinilega, enda fréttirnar hlið við hlið á mbl.is:

"56,8% kjósenda ætla að segja nei við Icesave-samningnum í nýrri könnun sem MMR gerði fyrir Stöð tvö. 43,2% svarenda ætlar að segja já. Þetta er fyrsta skoðanakönnunin sem sýnir að fleiri séu á móti samningnum en styðja hann."

Svarhlutfall var rúmlega 60%!

361 kjósandi svaraði!

361 !!!!

Það þarf greinilega að lagfæra löggjöfina um opinberar skoðanakannanir.

Væri ekki ódýrara að hringja bara í 100 manns?

Eða sleppa öllum hringingum að skálda bara niðurstöðurnar?

PS. Mér hefur verið bent á að í Icesave könnuninni hjá MMR hafi verið hringt í 1500 manns. 942 hafi tekið afstöðu, eða 62,8%. Gerir könnunina öllu trúverðugri. - BB

 


mbl.is Stjórnarflokkarnir tapa fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Leitað var til 1500 einstaklinga og 942 tóku afstöðu eða 62,8%.  Af þeim sem tóku afstöðu ætla 56,8% að segja nei en 43,2% að segja já.  Svona allavega hljóðaði fréttin á Vísir.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 6.4.2011 kl. 20:43

2 identicon

 Björn: "Sá hlær best sem síðast hlær": Enn og aftur úrslitin verða 70% NEI við Iceslave 3.

1.4.2011 | 22:01 Tek mér það bessaleifi að birta texta þinn hér undir

Barátta NEI-liða að verða vonlítil

Barátta NEI-liða er að verða vonlaus í Icesave málinu. Mikill meirihluti þjóðarinnar virðist ætla að segja JÁ. Aðeins hefur þó dregið saman með fylkingunum. Sáralítið þó.

"Samkvæmt könnuninni segjast 55,3% líklegast munu svara játandi en 44,7% að  þau muni greiða atkvæði gegn lögunum." segir mbl.is

Óákveðnum hefur fækkað og það styrkir stöðu JÁ-liðanna.

Það sem ég hef mestar áhyggjur af er hvernig NEI-liðar muni taka ósigrinum. Mér finnst mjög líklegt að þeir muni nota hvert tækifæri sem gefst til að eitra andrúmsloft þjóðlífsins.

Í þeim hópi eru margir sem hata og fyrirlíta ríkisstjórnina og því spurning hvernig það hatur mun brjótast út verði ósigurinn þeirra, sem allt bendir til.

Kristinn M (IP-tala skráð) 6.4.2011 kl. 20:57

3 Smámynd: Björn Birgisson

Kristinn, takk fyrir að rifja þetta upp. Auðvitað hlær sá best sem síðast hlær!

Ég stend fyllilega við þessi orð mín. Að því viðbættu að ef NEI liðar sigra á laugardaginn, vil ég afsögn ríkisstjórarinnar og kosningar sem fyrst. Síðan vil ég að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn taki við stjórninni. Icesave málið þar með komið í heimahöfn. Verði þeim að góðu.

Þessu getur þú flett upp á síðu minni líka, þar sem þú ert svona áhugasamur um orð mín!

Björn Birgisson, 6.4.2011 kl. 21:06

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

JVJ hefur haldið því fram að skoðanakannanir fram að þessu hafi verið keyptar og falsaðar, hver ætli hafi keypt þessa könnun og falsað? Ætli það hafi verið 40 manna fjöldahreyfingin?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.4.2011 kl. 21:14

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvaða fíflalega fyrirbæri er eiginlega Bylgjan?

http://bofs.blog.is/users/10/bofs/img/bylgjan-icesave3-spa_1075167.gif

Guðmundur Ásgeirsson, 6.4.2011 kl. 22:04

6 Smámynd: Björn Birgisson

Bylgjan er ágæt. Nema hvað Jón Ásgeir á hana!

Björn Birgisson, 6.4.2011 kl. 22:31

7 identicon

Björn:

Ég er hjartanlega sammála þér, kosningar strax á morgun, og þótt fyrr hefði verið, og það verður hvorki Sjallarnir eða Fjósaflokkurinn. Nei og aftur NEI það verða nýir flokkar og nýtt gott fólk. Burt með hið spilta sjálftökulið sem hefur leikið þjóð sína svona grátt, fólk eins og Þorgerði Kúlu og Bjarna Vafning

Hvað varðar Iceslave 3 þá á að senda það Case til föðurhúsana og þeir geta tekið Landsbanka hræið uppí skuldina, en það versta er að úr þrotabúinu koma aðeins 30%. Þá væri hægt að benda hlutaðeigandi á að Bjöggarnir ganga en lausir og þá mætti taka í pant

Kristinn M (IP-tala skráð) 6.4.2011 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband