Davíð mætti alveg gera meira af því að skrifa í þessum dúr. Þetta liggur vel fyrir honum. Sleppa í staðinn öllu bullinu í Morgunblaðinu!

Árið 1997 keypti ég bókina Nokkrir góðir dagar án Guðnýjar (4. prentun) eftir Davíð Oddsson. Í bókinni eru níu smásögur. Var að endurlesa bókina eftir um 13 ára legu hennar í bókahillu. Sögurnar eru misjafnar að gæðum, en nokkrar þeirra alveg hreint ljómandi vel skrifaðar og bráðfyndnar. Davíð mætti alveg gera meira af því að skrifa í þessum dúr. Þetta liggur vel fyrir honum. Sleppa í staðinn öllu bullinu í Morgunblaðinu! Sama á við um Óskar Magnússon, útgefanda Moggans. Hann er ágætur penni!

Björn Birgisson ‎"Óskar Magnússon er fundvís á langa og nokkuð undirfurðulega titla. Fyrsta smásagnasafn hans hét Borðaði ég kvöldmat í gær og nú er komið út nýtt smásagnasafn sem nefnist Ég sé ekkert svona gleraugnalaus. Á forsíðu bókarinnar er tilvitnun í lesanda eins og er orðinn plagsiður hjá íslenskum útgefendum. Þar gefur Einar Kárason bókinni bestu meðmæli."

Björn Birgisson ‎"Davíð Oddsson kom mjög á óvart þegar hann sendi frá sér smásagnasafnið Nokkrir góðir dagar án Guðnýjar. Bókin náði metsölu hér á landi og hefur nú verið gefin út í Þýskalandi við góðan orðstír en vikuritið Weltwoche sagði bókina "sannkallaðan happafund". Bráðskemmtilegar sögur sem leyna á sér. Endurútgefin í kilju."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Batnandi mönnum er best að lifa Björn,,það er gott að sjá að þú ert byrjaður að sjá Davíð í réttu ljósi,,sem mikinn húmorista og afbragðs rithöfund,,leiðtoga hæfileikana þarf ekki að fjölirða um, þeir eru óumdeilanlegir... ;o)

Alfreð (IP-tala skráð) 10.9.2011 kl. 22:33

2 Smámynd: Björn Birgisson

Engar ofsjónir hér!

Björn Birgisson, 10.9.2011 kl. 23:28

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Húmoriata og afbragðs rithöfunds ? Erum við að tala um opinberun Hannesar ? Eða húmorinn varðandi hrunið ?

hilmar jónsson, 11.9.2011 kl. 01:00

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Húmorista, átti það að vera...

hilmar jónsson, 11.9.2011 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband