60-65% þjóðarinnar vilja klára viðræðurnar við ESB og kjósa síðan. Það er eðlileg afstaða.
Leiðtogar stjórnarandstöðunnar vilja að viðræðum verði hætt.
Það er heimskuleg afstaða.
Af hverju?
Vegna þess að verði viðræðum hætt nú, mun þetta mál bara pottþétt skjóta upp kollinum aftur innan fárra ára.
Fólkið skilur þetta, en Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ekki. Líklegra er þó að þeir þykist ekki skilja þetta.
Förum bara norsku leiðina. Ræðum málið og gerum drög að samningi við báknið.
Svo ræður þjóðin þessu. Eins og hún á að gera.
Hverjum gæti verið illa við það ferli?
Aðeins þeim sem treysta ekki þjóðinni.
Aðeins þeim sem ekki vilja að þjóðin hafi eitthvað að segja um sérvarða hagsmuni klíkubræðra á Íslandi.
Ég treysti þjóðinni miklu betur en Bjarna og Sigmundi Davíð.
Afstaða þeirra er bæði heimskuleg og hlægileg.
Athugasemdir
Vel orðað Björn og við fyrsta lestur allt rétt og augljóst. En líklega þurfum við að skoða ESB málið frá öðru og nýju sjónarhorni. Eftir 18 ára kleptocracy og bull-stjórnsýsla Sjallanna + hækjunnar (afglapanna Dabba og Dóra), er ástandið í þjóðmálum slíkt, að líklega höfum við ekkert val, ekkert “choice”. Það væri luxus, sem er ekki í boði. Utan ESB yrðum við með okkar handónýta gjaldmiðil og lélega stjórnsýslu, eitt af fátækari löndum Evrópu. Unga fólkið mundi fremur vilja búa erlendis og ala sín börn upp þar. Og þá þýðir lítið að skírskota til ættjarðarástar og patriotismus, ef lífið hjá flestum snýst um að viðhalda ríkidæmi nokkura fjölskyldna á höfuðborgarsvæðinu. En þannig er ástandið að verða. Gjörið svo vel og horfist í augu við raunveruleikann, eins og hann blasir við okkur í dag. Þetta er að verða líkt í US, en Chomsky lýsti slíku ástandi vel í viðtalinu við Egil í gær.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 12.9.2011 kl. 16:55
Þið tveir mynnið mig á herta þorskhausa.
Snorri Hansson, 13.9.2011 kl. 01:10
Snorri, þú minnir mig ekki á neitt.
Björn Birgisson, 13.9.2011 kl. 09:08
Nýleg könnun á Vísi.is leiddi í ljós að 47% vildu hætta aðlöguninni og 5% vildu fresta henni. Hverju á maður að trúa, þarna var á ferð könnun á vegum Baugsmiðils.
Kjartan Sigurgeirsson, 13.9.2011 kl. 10:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.