26.8.2013 | 17:49
Auðlegðarskatturinn er síður en svo sjálfgefinn sem eðlilegur skattur
Skil mætavel að skoðanir séu skiptar varðandi auðlegðarskattinn.
Sumir geta greitt hann, en aðrir alls ekki, þrátt fyrir að vera skráðir fyrir eignum upp á 100 til 200 milljónir. Jafnvel meira.
Hugsum okkur fullorðin dugnaðarhjón sem eiga flott einbýlishús, metið á 70 milljónir. Þau eiga sumarbústað metinn á 20 milljónir. Hvort tveggja byggt með elju og ærinni fyrirhöfn. Þau eiga tvær íbúðir í blokk, sem þau fengu í arf. Hvor um sig metin á 25 milljónir. Þær eru í útleigu. Síðast en ekki síst eiga þau atvinnuhúsnæði, metið á 70 milljónir, húsnæði sem stendur autt og tekst ekki að leigja. Samtals eru þetta eignir upp á 210 milljónir.
Það er býsna há tala.
Heilsan kannski ekki upp á það besta. Konan farin af vinnumarkaði og karlinn farinn að minnka við sig vinnu.
Heildartekjur heimilisins kannski um 700 þúsund á mánuði. Laun og leigutekjur.
Hvernig eiga þau að fara að því að borga einhverjar milljónir í auðlegðarskatt?
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Að öðrum jöfnu gefa eignir af sér tekjur. Vandinn varðandi þennan skatt snertir þá sem eiga miklar eignir en hafa litlar tekjur. Þitt dæmi virðist miða við það. Ef hjónin eiga atvinnuhúsnæði semtekst ekki að leiga og verður fyrirsjáanlega ekki hægt hljóta þau að reyna að selja það. Sumarbústaðinn væri auðvelt að leigja í amk 4 mánuði til innlendra og erlendra ferðamanna;
Hrafn Arnarson, 26.8.2013 kl. 18:21
Hver vill kaupa atvinnuhúsnæði sem ekki tekst að leigja?
Björn Birgisson, 26.8.2013 kl. 18:26
Hverjir halda uppi fasteignaverðinu?
http://www.mbl.is/smartland/heimili/2013/08/21/mutur_lidast_a_fasteignamarkadi/
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 26.8.2013 kl. 18:31
Hugsanlega margir. Atvinnuhúsnæði má breyta og stækka. Ef þetta eru eldri hjón og lasburða er almennt séð skynsamlegt að breyta formi eignanna úr fasteign í fjármagn/hlutabréf/sparifé þe sem auðveldara er að breyta í reiðufé.
Hrafn Arnarson, 26.8.2013 kl. 19:00
Það tekur nú ekki á vandanum. Ég heyrði af sprækum karli í Grindavík sem vildi kaupa hús í eigu banka. Bankinn vill ómögulega selja og húsið grotnar niður. Menn geta ekki búið við lasburða bankakerfi á sterum til langframa.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 26.8.2013 kl. 19:06
Sumir skilja heldur ekki að auðlegðarskattur er skattur sem rýrir skattstofninn. Því meira sem ríkið stelur af skattgreiðendum því minna borga menn. Auk þess sem eignaupptaka án sanngjarnra bóta er stjórnarskrárbrot og auðlegðarskattur er ekkert nema eignaupptaka.
AG (IP-tala skráð) 26.8.2013 kl. 23:22
þau eiga að selja husnæðið þar til markinu er náð. auðvitað má undanskilja lögheimili þessum skatti þá gætu þau skilið og búið ítvemur íbúðum að nafninu til búa til fyrirtæki í kríngum atvinuhúsnæðið þá kallast það arður hægt að setja hlutafé mikið niður er þá björn á móti því að fólk sem hefur tékjur ndir framfærslu borgi skatta einsog staðan er í dag
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 27.8.2013 kl. 08:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.