1.11.2014 | 13:24
Hér ráða siðlitlir Mörlandar öllu
Algjör skandall!
Hef aldrei fyrr heyrt um lækna heillar þjóðar í verkfalli.
Heyri og sé svo sem ekki allt.
Vita gestir mínir hér um að læknastétt heillar þjóðar hafi farið í verkfall?
Hvar í hinum siðmenntaða heimi gæti ríkisstjórn, sem ekki tryggir þegnum sínum eðlilega læknisþjónustu, bara setið eins og ekkert hafi í skorist?
Já, hvar?
Erum við eitthvað öðruvísi en annað fólk í hinum siðmenntaða heimi?
Reyndar.
Hér ráða siðlitlir Mörlandar öllu.
Fólk sem skilur ekki mikilvægi skatta.
Fólk sem vill ekki semja við lækna, vegna þess að sá samningur gæti leitt til hærri launa alþýðunnar og gert henni þrælkunina léttari.
Margt hefur dunið yfir okkar þjóð á umliðnum árum.
Alvarlegast af öllu því voru kosningaúrslitin vorið 2013, þar sem lýðskrumið náði áður óþekktum hæðum.
En lýðræðislegar kosningar hljóta að ráða.
Þjóðin fékk það sem hún kaus.
Skömm hennar er engu minni en skömm þeirrar stjórnar sem nú situr.
Sveiattan!
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tveir sérfræðilæknar búnir að segja upp og eru að fara úr landi og mjög líklegt að þeir komi ekki aftur.
Þetta er svo bara byrjunin því þegar kjaraviðræðurnar á almennum vinnumarkaði hefjast, þá er hætt við að það verði nokkuð mörg verkföll í kjölfarið.
Jack Daniel's, 30.11.2014 kl. 16:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.