Hvert fór lýðræðið eða kom það kannski aldrei?
Held að meirihluti þjóðarinnar vilji endurbætta stjórnarskrá.
Það er ekki í boði.
Held að meirihluti þjóðarinnar vilji bæta kjör aldraðra og öryrkja.
Það er ekki í boði.
Held að meirihluti þjóðarinnar vilji aukið persónukjör.
Það er ekki í boði.
Held að meirihluti þjóðarinnar vilji minni afskipti af deilumálum stórveldanna.
Það er ekki í boði.
Held að meirihluti þjóðarinnar vilji skilgreina forsetaembættið betur.
Það er ekki í boði.
Held að meirihluti þjóðarinnar vilji breytingar á fiskveiðistjórnun.
Það er ekki í boði.
Held að meirihluti þjóðarinnar vilji klára viðræður við ESB.
Það er ekki í boði.
Held að meirihluti þjóðarinnar vilji alvöru gjaldmiðil.
Það er ekki í boði.
Held að meirihluti þjóðarinnar vilji svo ótalmargt - sem hreinlega ekki er í boði.
Samt þykjumst við vera lýðræðisríki!
Forðum var sagt:
Er ekki eitthvað að í henni Kaupmannahöfn?
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sjálfstæðisflokkurinn hefur engan áhuga á lýðræði nema þegar það hentar flokknum, lofar þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Evrópusambandinu en stendur ekki við það og tekur ekki mark á þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrána.
Þorsteinn Briem, 31.3.2018 kl. 16:54
"Í kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir alþingiskosningarnar vorið 2013 stendur:
"Þjóðin tekur ákvörðun um aðildarviðræður við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu."
Í viðtali við Fréttablaðið 24. apríl 2013 sagði Bjarni Benediktsson formaður flokksins:
"Við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það."
Og daginn eftir á Stöð 2:
"Við viljum opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins."
Þorsteinn Briem, 31.3.2018 kl. 16:56
17.8.2015:
"Samkvæmt skoðanakönnun Gallup er helmingur landsmanna, 50,1%, andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Fylgjendur aðildar eru 34,2% en 15,6% segjast hvorki vera fylgjandi né andvígir inngöngu í sambandið."
Skoðanakannanir um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru lítils virði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.
Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.
Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.
Og harla ólíklegt að meirihluti Íslendinga láti taka frá sér allar þessar kjarabætur.
Þorsteinn Briem, 31.3.2018 kl. 17:00
Ísland gæti fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu.
"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.
Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."
10.2.2015:
"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.
Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.
Þessi lán eru óverðtryggð."
Þorsteinn Briem, 31.3.2018 kl. 17:02
25.8.2015:
Þorsteinn Briem, 31.3.2018 kl. 17:02
Lýðræðið ... það er nú málið, sitt sýnist hverjum ... en þegar pólitík landsins, er í óþökk þegnanna ... þá er nú ekkert lýðræðið ... bara hlunnindi fyrir ákveðna forréttindahópa.
Örn Einar Hansen, 31.3.2018 kl. 18:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.