Nú kraumar líklega vel í íhaldspottinum

Hanna Birna, vinsælasti Sjálfstæðismaður landsins, hefði viljað gegna embætti borgarstjóra lengur, en segir það skipta mestu máli að Reykjavík verði stjórnað vel. Hún sýndi bæði kjark og framsýni með því að þiggja forsetaembættið í borgarstjórninni. Hún veit að nú rýkur hressilega úr mörgum samflokksmönnum hennar.

Jón Gnarr upplýsti að hann hefði ákveðið að gera Kardimommubæinn að vinabæ Reykjavíkur. „All you need is love, love is all you need," sagði Jón Gnarr þegar hann tók við embætti borgarstjóra í Reykjavík í dag.

Alltaf skulum við Íslendingar vera leiðandi og bestir og með fremstu þjóðum í öllu. Við eigum best búna fiskiskipaflotann. Sumir (fáir held ég) segja að við séum með besta fiskveiðistjórnunarkerfið. Við framleiðum besta saltfiskinn í heiminum. Margir segja að við eigum besta vatn í heiminum. Við eigum besta lambakjötið í heiminum. Við Íslendingar erum bestir í flestu miðað við höfðatölu.

Svo eigum við Besta flokkinn og frá og með deginum í dag, besta borgarstjórann.

Þessi tíðindi eru fljót að spyrjast út. Frá Danmörku berast þær fréttir að leikaranum Casper Christensen hafi verið boðin staða yfirborgarstjóra í Köbenhavn og mótleikara hans Frank Hvam hafi verið boðinn borgarstjórastóllinn í Odense, en þessir knáu piltar eru þekktir fyrir sinn óborganlega grínþátt, Klovn, sem sýndur hefur verið í sjónvarpinu hérlendis við mikinn aðhlátur aðdáenda spaugs á Íslandi, ekki síður en í Danmörku.

Frá Bandaríkjunum berast þau tíðindi að nú standi yfir samningar milli Jay Leno og Obama forseta um stólaskipti, en ekki hefur fengist staðfesting á þeirri frétt.

Ágætu lesendur! Jón Gnarr er orðinn borgarstjóri í Reykjavík!

Annað hvort er þetta bara grín eða draumur.

Kannski bara hvort tveggja.

Þá er þetta algjört draumagrín!


mbl.is Hefði viljað sitja lengur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Það hefði verið mátulegt á Sjálfstæðisflokkinn að fá Besta í samstarf.. SF skýtur sig illa í fótinn með því að fara í samstarf með þessu, annars ágæta fólki, en vita reynslulausu..Það verður auðvelt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að salla á þennan meirihluta. Ég gef samstarfinu 2 mánuði, í mesta 3..

hilmar jónsson, 15.6.2010 kl. 18:55

2 Smámynd: Björn Birgisson

Hilmar,  þú segir "það verður auðvelt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að salla á þennan meirihluta"

Með Hönnu Birnu í forsætinu? Breytir það ekki einhverju?

Björn Birgisson, 15.6.2010 kl. 19:24

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Það er spurning hvernig maður lítur á Það Björn.. Trójuhestur ?

hilmar jónsson, 15.6.2010 kl. 19:35

4 Smámynd: Björn Birgisson

Pakkaður af svikurum sem bíða útrásar? Telur þú svo vera?

Björn Birgisson, 15.6.2010 kl. 19:48

5 identicon

Ísland orðið að allsherjar athlægi meðal þjóða.

Einhverjir hefðu haldið að hrunið hefði nægt ?

Það sem nú hefur gerst í höfuðborginni er einfaldlega skelfilegur SKRÍPALEIKUR.

Trúðar gerðir ábyrgir fyrir 60 MILLJÖRÐUM.( Skatttekjur borgarinnar).

Aðeins ein setning gildir.: GUÐ BLESSI REYKVÍKINGA !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 15.6.2010 kl. 21:04

6 Smámynd: Björn Birgisson

Og Guð blessi Kalla Sveins! Kalli minn, mér finnst þetta enn eins og draumur, en staðreyndin blasir við. Borgarbúar báðu um þetta! Hvað gefur þú þessu samstarfi langa lífdaga? Hvað er eiginlega í gangi? Hvað gera sjálfstæðismenn í borginni? Hvað, hvað, hvað ..................?

Björn Birgisson, 15.6.2010 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 602487

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband