Frétt ársins

Fréttin af þessum dómi Hæstaréttar er langbesta frétt sem skuldugir Íslendingar hafa heyrt frá hruninu mikla. Nú er ljóst að ótaldir milljarðar eiga að rata í hendur hinna skuldugu að nýju.

Þá vaknar stóra spurningin: Hafa þessar lánastofnanir getu til að endurgreiða eða fara þær lóðbeint á hausinn? Gerist það, hvernig á þá að leiðrétta stöðu skuldaranna?

Þessi dómur á aðeins við um bílalánin. Innan tíðar mun væntanlega falla sambærilegur dómur varðandi fasteignalánin. Þar eru allar tölur stærri í sniðum og menn munu taka andköf í bönkunum.

Skuggahliðin á þessum dómi gæti sýnt sig í nýju bankahruni á Íslandi - eða hvað?

Veit einhver hve margir milljarðar eiga samkvæmt dómnum að renna til brosmildra skuldara?


mbl.is Gengistryggingin dæmd óheimil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Landsbankinn áréttar í tilkynningu sem hann sendi frá sér að dómur Hæstaréttar um gengistryggð lán í dag nái eingöngu til þeirra lána en ekki lána sem veitt eru í erlendri mynt.

Bankinn segir áhrif dómsins á rekstur SP-Fjármögnunar óljós.

Tilkynningin hljóðar svo orðrétt:

Samkvæmt dómi Hæstaréttar í dag, 16. júní, eru lán SP-Fjármögnunar, sem er í eigu Landsbankans, talin vera íslensk lán og gengistrygging þeirra dæmd ólögmæt. Dómur Hæstaréttar nær til gengistryggðra lána en ekki lána sem veitt eru í erlendri mynt.

Á þessu stigi er ekki vitað nákvæmlega hversu mikil áhrifin af dóminum verða á eignir SP-Fjármögnunar þar sem ekki er skorið úr um hvernig reikna á lánin. Ákveðin óvissa er því enn til staðar og er mikilvægt að henni verði eytt hið fyrsta.

Vegna óvissu við útreikning á gengistryggðum lánum SP-Fjármögnunar telur Landsbankinn mikilvægt að unnið verði að sátt í samstarfi löggjafar- og framkvæmdavalds og allra hagsmunaaðila.

Landsbankinn telur eftir sem áður að erlend lán bankans séu í samræmi við íslensk lög. Þessi dómur mun hafa áhrif á eiginfjárstöðu SP-fjármögnunar en staða Landsbankans er eftir sem áður sterk.

Björn Birgisson, 16.6.2010 kl. 18:15

2 identicon

Það er alveg skýrt að þessi dómur á við ÖLL gengistryggð lán sem voru ekki veitt í beinum erlendum gjaldmiðli, þ.e. þar sem lántakandi fékk lánið EKKI greitt út í erlendri mynt. Þannig að við skulum ekki taka of mikið mark á yfirlýsingu Landsbankans fyrr en öll kurl eru komin til grafar.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 18:23

3 Smámynd: Björn Birgisson

Grefill, verður þetta ekki bara svona: Bankahrun - Taka 2.

Björn Birgisson, 16.6.2010 kl. 18:27

4 identicon

Mér fannst alltaf hálf furðulegt að Árni Páll væri að koma með frumvarp um bílalán í stað þess að bíða eftir niðurstöðu þessa dóms.

Gunnar Björn Björnsson (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband