Kallar brotthvarf Björgólfs nú á einkavæðingu í Rússlandi?

"Samkvæmt frétt BBC eru þetta mestu einkavæðingaráform Rússa frá árinu 1990 og liður í að reyna að koma böndum á fjárlagahalla ríkisins sem blés upp í kjölfar alheimsfjármálakrísunnar."

Rússar að einkavæða! Mikið ofboðslega vekur þetta upp sætar og ljúfar endurminningar í mínu marg einkavædda íslenska hjarta.

Björgólfur og Rússabjórinn og allt Rússagullið sem átti að nota til að greiða fyrir Landsbankann, sem reyndist svo vera ekkert og því allt fengið að láni í næsta íslenska banka, sparifé eldri borgara og annarra góðra Íslendinga, og auðvitað ekkert greitt af láninu, enda talinn algjör óþarfi á þeim tíma að standa í skilum með eitt eða neitt.

Sú firra var bara fyrir almenning. Alls ekki fyrir gjafarana og þaðan af síður fyrir þiggjendur fjöreggja Íslands. Skárra væri það nú.

Þetta eru dásamlegar endurminningar!

Það er ég viss um að Davíð Oddssyni og Halldóri Ásgrímssyni hlýnar verulega um hjartarætur við lestur þessarar fréttar um einkavæðinguna í Rússlandi. Ekki veitir þeim nú af hlýjunni!

Minningarnar eru svo dásamlegar, bæði í einkavæddum og frjálsum hjörtum!

Betri þó í eðlilegum hjörtum.

Alvöru hjörtum.

 

 


mbl.is Rússar í einkavæðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband