Er valdaleysi Sjálfstæðisflokksins gott eða slæmt fyrir þjóðina?

Löngum stundum hefur verið frábært að vera Íslendingur. Að tilheyra þessu agnarsmáa þjóðarkríli sem við erum. Langir skuggar hafa engu að síður leikið um þjóðina í gegn um aldirnar.

Yfirráð og einokunarverslun Dana. Eldgos og önnur óáran af völdum náttúrunnar. Lakagígar. Spænska veikin og frostaveturinn 1918 svo nokkur dæmi séu nefnd. Náttúran getur hér verið svo grimm að með henni er ill mögulegt að búa. Enda lagði tæpur fimmtungur þjóðarinnar á flótta til Kanada og annarra landa undir lok þar síðustu aldar og fram eftir síðustu öld.

Verst af öllu hefur þó þjóðinni reynst óheft frjálshyggjan, þar sem flestum glæpamönnum þjóðarinnar var hleypt óbeisluðum og með ótakmarkað skotleyfi gegn sinni þjóð með þegjandi samþykki og stuðningi stjórnvalda.

Svo haustaði hressilega að þjóðinni tveimur mánuðum fyrir heilög jól árið 2008.

Æðsti prestur frjálshyggjunnar bað Guð að blessa Ísland, eins og frægt hefur orðið. Ég minnist þess ekki að hann hafi beðið Guð að blessa frjálshyggjuna, kannski talið það óþarft með öllu, enda hún verið ein alls herjar blessum fyrir land og lýð eins og dæmin sanna!

Þegar talað er hérlendis um frjálshyggjuna kemur hún alltaf upp í umræðunni eins og Síamstvíburi Sjálfstæðisflokksins, þótt vissulega hafi hún teygt sig inn í aðra flokka. Því verður aldrei neitað.

Íslendingar eru nú um 320 þúsund.

Í landsmálunum hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekkert vald yfir öllu því fólki. Sem er vel.

Reykvíkingar, höfuðborgarbúar, eru um 125 þúsund.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú ekkert vald yfir því fólki. Sem er vel.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur öll völd í Reykjanesbæ. Þar eru Árni Sigfússon og fleiri að dunda sér við að koma orkuauðlindum svæðisins í hendur erlendra braskara í óþökk 85-95% þjóðarinnar. Sem er slæmt. Afar slæmt.

Einhverju ræður svo Sjálfstæðisflokkurinn á nokkrum stöðum í landinu. Sem er í lagi á meðan hann vinnur með fólkinu en ekki gegn því. Stefnir ekki stétt gegn stétt.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur 16 þingmenn og mælist um þessar mundir með um eða yfir 30% fylgi.

Hann hefur nánast engin völd í þessu landi.

Er það ekki umhugsunarefni?

Hann berst hatramlega gegn Evrópuaðild, með skírskotun til sjálfstæðis þjóðarinnar, en bakdyramegin stendur Árni Sigfússon og leigir og selur auðlindir þjóðarinnar með kanadískt dollaramerki í augunum, ættað úr einhverri skrifborðsskúffu í Svíþjóð!

Er það ekki umhugsunarefni?

Svei mér þá, ef ekki eru bjartir tímar framundan hjá hrjáðri þjóð!

Hliðarlína stjórnmálanna er afar illa mönnuð og því ólíklegt að nokkrum þar verði skipt inn á hinn pólitíska völl.

Ísland er á uppleið.

Þarf nokkuð að ræða það frekar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband