Stundaglas ríkisstjórnarinnar

Nú er friðurinn úti og þing komið saman. Ríkisstjórnin tók sig til og veikti sjálfa sig til muna með því að dubba þann mann upp í ráðherraembætti, sem líklegastur er til að sprengja hana í loft upp við fyrsta tækifæri.

Tekur kappinn sá sæti og vísar til þess að nú sé allt breytt í Icesave málinu! Hvað hefur breyst, annað en það að samninganefndin okkar er skipuð á breiðari grundvelli? Ekkert.

Reyndar bendir flest til þess að Icesave viðbjóðurinn endi fyrir dómstólum. Ef við vinnum sigur þar er eins gott að þeir sem sendu vanbúna Svavarsnefndina yfir hafið á sínum tíma fari að dusta rykið af gömlu bænabókunum sínum! Ef við töpum þurfa enn fleiri að halda til fjalla og halda sig þar!

Vissulega var sitthvað jákvætt tilkynnt við breytinguna á ríkisstjórninni. Uppstokkun og aukin skilvirkni ráðuneytanna var eitt af því, en það er bara ekki mál málanna í dag.

Sá grunur læðist í auknum mæli að manni að þessi ríkisstjórn muni ekki klára kjörtímabilið, þrátt fyrir kvöldbænir stjórnarandstöðunnar þar um, enda eru menn á þeim bæjum skíthræddir við að þurfa axla ábyrgð og koma að stjórn landsins, þótt þeir segi annað opinberlega.

Gæti þetta verið stundaglas ríkisstjórnarinnar hér að neðan?

 

Er vegferðin hálfnuð?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Sæll Björn, aldrei þessu vant er ég þér hjartanlega sammála, stundaglasið góða á vel við og kæmi mér það alls ekkert á óvart þó þeir vikju í þann mund er siðustu sanddroparnir falla niður um þetta góða stundaglas þitt.

Guðmundur Júlíusson, 4.9.2010 kl. 19:25

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ég er ekki svo heppinn að von mín að Ögmundur sprengi stjórnina verði að veruleika -

Óðinn Þórisson, 4.9.2010 kl. 19:44

3 Smámynd: Björn Birgisson

Guðmundur Júlíusson, ég veit í hjarta mínu að þú ert mér alltaf sammála! Þú vilt bara ekki, eða þorir, viðurkenna það!

Björn Birgisson, 4.9.2010 kl. 19:45

4 Smámynd: Björn Birgisson

Synd hvað Óðinn er alltaf óheppinn!

Björn Birgisson, 4.9.2010 kl. 19:46

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Er þetta fyrirbrigði ekki  stundaglas ríkisstjórnarinnar?

Útilokað er að vita magn sandsins eða hve hratt hann rennur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.9.2010 kl. 19:54

6 Smámynd: Björn Birgisson

Hjúkk, Axel Jóhann!

Björn Birgisson, 4.9.2010 kl. 20:04

7 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Já Björn, en það er bara  vegna þess að þú ert svoddann kamelljón innst inni, þú skiptir um ham eins og slíkur! Maður veit aldrei hvar maður hefur þig, einn daginn ertu sjalli og hinn kommi

Guðmundur Júlíusson, 4.9.2010 kl. 21:24

8 Smámynd: Björn Birgisson

Guðmundur Júlíusson, ég er hvorugt. Ég er bara góður Íslendingur. Þér er enginn akkur í að staðsetja mig á hinu pólitíska litrófi og engum reyndar. Mér hefur ekki tekist það sjálfum og frábið mér alla hjálp í því máli.

Á þessu bloggi er allt undir, gott og slæmt, sama hvaðan það kemur.

Viljir þú líkja mér við Kamelljón, með vott af hæðni meðferðis, þá skaltu vita eitt: Kamelljón eru dásamlegar, skynsamar og útsjónarsamar lífverur! Sé ég kamelljón þá er ég stoltur af því í -  öllum rottuganginum í þjóðfélaginu! 

Björn Birgisson, 4.9.2010 kl. 22:17

9 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Það er engin hæðni í þessu hjá mér Björn minn, þú segist hvorgu megin við  borðið sitja, getur það vel verið, en ég hef lesið blogg þitt um alllangt skeið og aldrei hef ég heyrt þig tala öðru vísi um pólítík en að Sjálfstæðisflokkurinn sé sá versti af mörgum vondum, þannig  kemur þitt góða blogg mér fyrir sjónir. Annars var svar mitt viðurkenning á kommenti þínu þar á undan, þar sem þú sagðir mig ekki vilja viðurkenna að ég væri þér alltaf sammála, en þorði ekki  að sætta mig við það, svar mitt var svona létt viðurkennig á því með tvisti af undantekningum þó, kameljónið var svona meira  til gamans nefnt og átti ekki að vera særandi Björn.

Guðmundur Júlíusson, 4.9.2010 kl. 23:02

10 Smámynd: Björn Birgisson

No hard feelings! Ég skynja gott fólk auðveldlega af því sem það skrifar. Guðmundur minn, þú ert öldungis ófær um að særa mig. Til þess ertu allt of góður drengur, þótt þú vaðir í villu og svíma í pólitíkinni, en það hefur nú hent margan góðan manninn í gegn um tíðina!

Björn Birgisson, 4.9.2010 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband