Bað Geir Haarde líka fyrir AGS?

Nú styttist óðum í tveggja ára afmæli hrunsins mikla, sem margir telja mesta efnahagshrun á Vesturlöndum. Geir Haarde bað Guð að blessa Ísland og að þeim orðum sögðum ákváðu Sjálfstæðismenn og Samfylkingin að leita til AGS eftir ráðgjöf og lánafyrirgreiðslu.

Á þeim tíma háttaði, blessunarlega kannski, þannig til að íslensk stjórnvöld kunnu ekkert á svona mikið hrun og kreppu, enda fordæmin engin. Því var leitað til sérfræðinganna hjá AGS, en ekki minnist ég þess að nokkur maður hérlendis hafi óskað AGS Guðs blessunar í störfum sínum hérlendis.

Þvert á móti var þokkalegur samhljómur í máli þeirra, sem á annað borð tjáðu sig um hingaðkomu sjóðsins, þess eðlis að AGS væri ekkert annað en glæpasamtök, sem hefðu gert mikinn óskunda vítt og breytt um heiminn. Aldrei hafa talsmenn sjóðsins reynt að tjá sig um þessa neikvæðu umfjöllun meðal þjóðarinnar, sem bað þá að koma til hjálpar. Þeir hafa látið allt slíkt hjal sem vind um eyrun þjóta.

Það dylst engum að AGS hefur rækilega sett fingraför sín á aðgerðir sem gripið hefur verið til. Þeirra menn eru öldungis óhræddir að leggja til óvinsælar aðgerðir, aðgerðir sem stjórnmálamenn í öllum flokkum myndu alltaf veigra sér við af ótta við atkvæðatap.

Í tilefni af væntanlegu afmæli hrunsins langar mig að varpa fram spurningum:

Hver væri staða okkar nú ef aldrei hefði verið leitað til AGS?

Hvernig má lesa út úr störfum AGS hérlendis að glæpasamtaka stimpillinn sé réttlætanlegur?

Kannski hefur Geir Haarde líka óskað AGS Guðs blessunar í störfum sínum hérlendis, þótt þau blessunarorð og bænir hafi ekki verið í beinni útsendingu á skjám landsmanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú er óskað eftir frumkvöðlum til að koma fótum undir atvinnulífið 

eftir að hrunkvöðlarnir lögðu allt í rúst.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 23:08

2 Smámynd: Björn Birgisson

Svona er Ísland í dag. 30-35% ætla að kjósa íhaldið. Allir hinir ætla til Kanada á vit forfeðra sinna! Ísland er að verða sumarleyfisstaður siðspilltra.

Björn Birgisson, 9.9.2010 kl. 23:18

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

G. Haarde hefur ábyggi lega verið að hugsa um þig og mig þegar hann bað guð að gæta okkar. 

Honum klaufaðist, og þar með gat hann ekkert að því gert að vera rola í stjórn með leiðindar konunni  og ó drengnum I. Sólrúnu.    

Hrólfur Þ Hraundal, 10.9.2010 kl. 00:20

4 Smámynd: Björn Birgisson

Hrólfur Hraundal, aldrei hef ég efast um drenglyndi Geirs Haarde, né heldur Ingibjargar Sólrúnar. Þetta ágæta fólk lenti í gjörsamlega, hrikalegum aðstæðum, þar sem sólargeislarnir áttu aldrei neinn séns. Mér liggur ekki illt orð til þessa pars, sem innsiglaði samstarfið með kossi og kvaddi síðan með kossi. Líklega bæði með tárin trítlandi um vanga. Þetta eru bara venjulegar manneskjur, rétt eins og þú. 

Björn Birgisson, 10.9.2010 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband