Umdeild endurkoma Þorgerðar Katrínar

"Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tekur sæti á ný á Alþingi í dag."

Búið. Fréttin á mbl.is var ekki lengri! Einhver ólund í skrifaranum? ESB afstaða Þorgerðar Katrínar eitthvað að þvælast fyrir? Af hverju fær maður á tilfinninguna að Mogginn vilji bara að Þorgerður Katrín geri eitthvað annað en að sitja á Alþingi Íslendinga?

Ég ætla hér að breyta þessari síðu í fjölmiðilinn BB Fréttir um stundarsakir, í kjölfar frétta í Mogganum af "meintum" afskiptun Jóhönnu Sigurðardóttur af Atlanefndinni og fyrrum viðskiptaráðherra, Björgvini G. Sigurðssyni, vegna Landsdómsins.

Nú skal fjallað um "meinta" afstöðu til endurkomu Þorgerðar Katrínar til þings. Birti eina frétt. Hún er þessi:

"BB Fréttir hafa öruggar heimildir fyrir því að endurkoma Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, fyrrum menntamálaráðherra, til setu á Alþingi Íslendinga sé farin að valda gríðarmiklum taugatitringi innan Sjálfstæðisflokksins og forystu flokksins, sérstaklega þó innan þingflokksins. Samkvæmt áreiðanlegum heimildamanni BB Frétta, sem ekki vildi láta nafns síns getið, hefur Þorgerður Katrín látið þau orð falla meðal kunningja og stuðningsmanna að stuðningur sinn við aðildarviðræður að ESB hafi breyst úr vafa í vissu og að hún skilji illa þá forpokuðu afstöðu sem Sjálfstæðisflokkurinn tók til málsins á Landsfundinum í sumar.

BB Fréttir hafa rætt við nokkra þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem óskuðu nafnleyndar, og í þeim samtölum kom fram að þeir óttuðust það mest af öllu að endurkoma Þorgerðar Katrínar til þings myndi hugsanlega verða til þess að kljúfa flokkinn þegar ESB viðræðurnar væru komnar á rekspöl og kosningar um niðurstöðurnar væru í nánd.

Ennfremur hafa BB Fréttir traustar heimildir fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn hyggist beita flokksmálgagninu Morgunblaðinu til þess að níða skóinn af Þorgerði Katrínu með röð greina um hana og kúlulán eiginmanns hennar. BB Fréttir höfðu samband við Morgunblaðið, en þar á bæ vildi enginn staðfesta þetta, en allir viðmælendur vísuðu á ritstjórann, en hann hefur ekki enn gefið kost á viðtali, er víst í sumarbústaðnum að huga að trjáræktinni, en það er óstaðfest með öllu.

BB Fréttir hafa haft samband við nokkra stuðningsmenn Þorgerðar Katrínar og spurt þá hvort þeir fylgi leiðtoga sínum að málum, þótt sá stuðningur muni hugsanlega leiða til klofnings flokksins vegna ESB málanna. Sá þeirra sem kvað sterkast að orði sagði þetta: Ég ætla að fylgja Þorgerði Katrínu að málum þar til yfir lýkur. Hann bað sérstaklega um að ekki yrði nafns hans getið, stöðu sinnar vegna í flokknum og BB Fréttir virða þá ósk."

Þessi "frétt" er auðvitað uppspuni frá rótum en kannast nokkur við stílinn? Öldungis frábær og fyrirmyndar fréttamennska! Hvað sjá menn margar svona "ekki" eða "kannski" fréttir í miðlunum okkar?

Trikkið er að tala aldrei við aðalpersónu fréttarinnar, þá hrynur allt bullið!

Nafnlausir heimildarmenn, hvernig menn eru það? Þeir eru aðallega álfar, sem eru ekki til, nema í hugum þeirra sem þurfa að réttlæta bullið og lygarnar sem úr tölvum þeirra rennur linnulaust.

Sérhannað til að skaða og meiða pólitíska andstæðinga, hvað sem sannleikanum líður.

Honum er bara stungið undir stól.


mbl.is Þorgerður sest aftur á þing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Björn; æfinlega !

Umdeild endurkoma ? Hún er einfaldlega; FRÁLEIT, og sýnir siðblindu þessa hörmunga kvendis, í skýru ljósi.

Meira að segja; Sjóða- Illugi (Gunnarsson), heldur sig til hlés, ennþá að minnsta kosti - og er þá mikið sagt, Ísfirðingur góður.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, vestur yfir fjallgarð /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.9.2010 kl. 16:08

2 Smámynd: Björn Birgisson

Óskar Helgi, takk fyrir innlitið. Ætli endurkoma Þorgerðar Katrínar sé ekki tilefni mikils óvinafagnaðar?

Björn Birgisson, 13.9.2010 kl. 16:17

3 identicon

Stíllinn hans Svavars Halldórssonar svífur hér yfir og allt um kring.

(Nefndur Svavar kallar sig "fréttamann" og þiggur laun hjá Sjónvarpinu.)

"Tær snilld " sagði maðurinn. 

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 13.9.2010 kl. 19:44

4 Smámynd: Björn Birgisson

Jón Óskarsson,"Tær snilld" sagði maðurinn." Svavar? Um hvað? Ég var nú meira með stílinn hennar Agnesar Bragadóttur í huga í þessari færslu. Er ég að misskilja eitthvað? Kannski misskilja eitthvað öfugt, eins og kerlingin sagði forðum?

Björn Birgisson, 13.9.2010 kl. 20:58

5 identicon

Fyrirgefðu mér.  Svavar hefur þá stílinn frá Agnesi sem ég les ég aldrei og Svavar kemst ég oft ekki hjá að sjá þó ég helst vildi ekki af honum vita þar sem hann er.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 13.9.2010 kl. 22:45

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það var gaman að sjá það í sjónvarpsfréttunum frá Alþingi í gær, þar sem allir kepptust við, samherjar sem andstæðingar, að sleikja Þorgerði í bak og fyrir. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.9.2010 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband