Enginn fyrir Landsdóm

"Steingrímur segir málið mjög vel unnið af þingmannanefndinni sem fjallaði um skýrsluna og allar forsendur til staðar til að taka afstöðu í málinu."

Það kann vel að vera rétt hjá Steingrími. Hins vegar er nokkuð augljóst að sú afstaða verður að gera ekki neitt. Alþingi mun ekki samþykkja að kæra fyrrum ráðherrana. Það fer enginn fyrir Landsdóm.

Þáttur stjórnmálamanna í hruninu liggur nokkuð skýr fyrir og er skjalfestur í skýrslunum tveimur. Hins vegar er þáttur bankamanna ekki nægilega skýr, en öllum er ljóst að þar eru sökudólgarnir flestir.

Fáar fréttir berast af rannsóknum á framferði bankastjórnenda fyrir hrunið.


mbl.is Ráðherrar fá ekki fund með VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ég vil meina að formaður þingmannanefndarinnar, sé kolfallinn á prófinu.  Hann leggur fram þingsályktunartillögu, um ákærur á fjórum einstaklingum, byggða á upplýsingum sem hann segist ekki geta birt vegna trúnaðar, við þá er upplýsingarnar veittu.  Hefði ekki verið gerð athugasemd við það í upphafi þingfundar, þá hefði eflaust verið ætlast til þess að þingmenn ákveddu bara að taka orð Atla trúanleg, þó svo þeir vissu ekki hvaða upplýsingum talar út frá og annað hvort samþykkja, eða synja tillögunni um Landsdóm. 

 Atla er svo tíðrætt um stjórnarskrárbundna skyldu sína og annarra þingmanna til að taka afstöðu í málinu.  Atli skautar hins vegar framhjá því að þingmönnum beri að taka afstöðu, samkvæmt þeim upplýsingum, sem þeir hafa aðgang að.  Hvort sem að það heiti sérfræðiálit, eða eitthvað annað, þá geta þingmenn vart túlkað það sem gild rök fyrir til ákvörðunar, eitthvað sem þeir eru ekki upplýstir um.

 Svo talar Atli um það, að sökum þess að þingið hafi skammtað nefndinni tíma til starfsins og svo stytt þann tíma um tvo mánuði, þá hafi ekki gefist tími til þess að kanna alla hluti, sem skipt hefðu getað máli.  Atli er þar með  gefa það í skyn að hann sé að flytja vanbúna þingsályktunartillögu, þar sem nefndin hafi ekki haft tíma til að kynna sér málin út í ystu æsar.

 Þingfundi svo slitið eftir þessa fordæmislausu framsögu Atla og fundarhöld þingflokksformanna og þingmannanefndar auk eflaust einhverra bakherbergja funda í einn og hálfan tíma.  Alþingi ræður ekki við málið, því það kemur meingallað og vanbúið út úr þingmannanefnd Atla Gíslasonar.  

Kristinn Karl Brynjarsson, 17.9.2010 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband