Ekki verður kært sögðu 63% - kært sögðu 37%

Um miðjan dag í gær, föstudag, setti ég í gang smá könnun, eftir upphlaupið sem varð þá um morguninn á Alþingi, þegar átti að fara að ræða ákærur á fyrrum ráðherra vegna Landsdóms.
Spurt var:
Hefur þú trú á því að Alþingi samþykki að kæra einhverja fyrrum ráðherra fyrir Landsdómi?
Já sögðu 37%
Nei sögðu 63%
180 svöruðu spurningunni. Ég þakka öllum þátttökuna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það virðist ekki vera mikil stemning fyrir Landsdómi.

Líklega best að taka Þorstein Pálsson á þetta: Þingið fordæmi fyrrum ráðherra, Davíð og Halldór ekki undanskildir.

Síðan er best að taka Þráinn Bertels á þetta líka: Afnema eftirlaun til þeirra sem brugðust.

Doddi (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 21:23

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Tillaga meirihluta Atlanefndar, verður líklega felld.  Nógu erfitt fyrir Samfó að hafa ISG á ákærulista, svo varla er stemning hjá fimm þingmönnum Samfó að kjósa með því, en hjásetur gætu breytt eitthvað myndinni, en varla þó, því hálfur þingflokkuinn þyrfti að sitja hjá í þeirri tillögu.

 Þá stendur bara eftir, hvort að 17 eða fleiri Samfóþingmenn, treysti sér til að kasta Ingibjörgu á bálið, eins og Samfótillagan boðar (verður líka ekki sannfærandi og er beinlínis óviðeigandi að draga hana til baka).  Þeir þingmenn sem styðja meirihluta Atlanefndar, kjósa varla líka með Samfótillögunni, því að varla er hægt að vera fylgjandi tveimur mismunandi tillögum í sama máli.   Það er þá annað hvort fyrir þá þingmenn að segja nei eða sitja hjá.  Ef allir þeir 27 þingmenn er styðja meirihlutatillöguna sitja hjá, þá eru einu atkvæðin gegn þeirri tillögu 16 (Sjálfstfl). Sextán eða færri já frá Samfylkingu myndu því fella þá tillögu einnig.

 Eina tillagan sem fengist samþykkt í þinginu, er því sú, að kæra eingöngu Geir og Árna.  En slíkt gengur hins vegar ekki upp, því að hinir sem á ákærulistunum eru, hverfa ekkert af þeim, þó deilur verði í þinginu.

Kristinn Karl Brynjarsson, 18.9.2010 kl. 21:28

3 Smámynd: Björn Birgisson

Kristinn Karl, þetta eru ágætar vangaveltur. Mín trú er sú að þingheimur muni ekki greiða atkvæði um þessar tillögur. Þeim verður hent í ruslafötuna. Starf Atlanefndarinnar er fjarri því ónýtt þar með. Bara þessi ákæruþáttur, enda svo vitlaus að ruslafatan mun roðna af smán við sendinguna.

Björn Birgisson, 18.9.2010 kl. 22:01

4 Smámynd: Björn Birgisson

Sveinn, báðar tillögurnar eru nokkuð góðar, en hvorug verður að veruleika. Við búum á Íslandi. Lesist: Flokkalandi.

Björn Birgisson, 18.9.2010 kl. 22:03

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Tillaga Sveins er góð! En ljúft er að láta sig dreyma þessir einstaklingar þurfa aldrei að bera ábyrgð þeir munu heldur ekki skammast sýn það sést á Árna Johnsen og Katrínu sama hvað þau heita eða hafa gert af sér.

Sigurður Haraldsson, 19.9.2010 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband