Þjóðkirkjan skjálfandi?

"Biskupsstofa hefur sent frambjóðendum til Stjórnlagaþings bréf vegna skoðanakönnunar um afstöðu þeirra til 62. greinar stjórnarskrárinnar, sem fjallar um samband ríkis og kirkju."

Óneitanlega verður þessi gjörningur Biskupsstofu að skoðast sem inngrip í kosningabaráttuna fyrir Stjórnlagaþingið. Örugglega vel þegið inngrip að margra áliti, en miður vel séð af öðrum.

Því fer fjarri að eining sé á meðal þjóðarinnar um 62. greinina. Svo fjarri að í mörgum könnunum hefur þjóðin lýst þeim meirihlutavilja sínum að aðskilja skuli ríki og kirkju.

Ekki er hægt að túlka þetta inngrip Biskupsstofu nema á einn veg í raun og veru.

Þar á bæ eru menn orðnir óttaslegnir, en þeir kjósa og hafa kosið að kúra notalega í ríkisjötunni.

Hvað er þetta með kristnina og jöturnar?


mbl.is Frambjóðendur spurðir um samband ríkis og þjóðkirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sveinsson

það má sega að með sanni að biskupsstofa vilji halda í sína féþúfu sem ríkið er fírir presta og biskup ef söfnuðir myndu borga þeim laun fengu þeir ekki mikið fé til að eiða því þeir væru ekki að predika guðs orð nema að þeir fái borgað fyrir það svo mikið er víst.

Jón Sveinsson, 10.11.2010 kl. 21:22

2 identicon

Jón Sveinsson skrifar af mikilli vanþekkingu. Skilur ekki hvað er að vera kristinn. Ég held að menn ættu að íhuga hlutina vel áður en ákvörðun er tekin. Það er ekki nokkur vafi að starf presta og þjóðkirkjunnar hér á landi gefur miklu meira heldur en rennur þar inn frá ríkinu. Þetta er ekki eins einfalt og menn halda. Fáar strafstéttir sem gefa eins mikið af sér og prestar án þess að fá greitt fyrir það. Það er ótrúlega mikið velferðarstarf sem fer frá ef þetta gerist.

Sveinn (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 23:46

3 identicon

Sveinn: Ef þessir milljarðar yrðu settir beint í velferðaþjónustu þá myndu þeir nýtast miklu betur. Það þarf ekki menn á ofurlaunum til þess að sjá um velferðarstarf.

Geiri (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 23:59

4 identicon

Ég er stórefins um það Geiri minn. Ég er ekki viss um að þeir sem leystu af presta í velferðarþjónustu tækju það í mál að vera á vakt annan sólarhringinn allt árið. Þessir milljarðar spara þjóðfélaginu góða summu rúmlega það vegna starfs þeirra.

Sveinn (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 00:16

5 identicon

Þetta er mjög gott fyrir manneskju eins og mig sem vill hafa Þjóðkirkjuna hér áfram. Ég mun einfaldlega ekki kjósa þá sem eru því ósammála, sama hversu frábærir og færir þeir eru að öðru leyti. Þjóðkirkjan er fín, er hvorki kristinn né kirkjurækinn, og ekki einu sinni trúaður í hefðbundnum skilningi þess orðs, en við lifum á hættulegum tímum mikils uppgangs bókstafstrúar og sértrúaðarsafnaða, og mér finnst þjóðin mín of nýjungagjörn, of leiðitöm og veik fyrir tískusveiflum til að ég treysti henni til að sinna þann andlega styrk að hafna slíku, þegar hulin hönd hófseminnar, Þjóðkirkjan, er ekki þarna lengur til að svala trúarlegum þörfum fjöldans. Vil hvorki sjá wahabisma eða vísindakirkjuna hér, en sé ekki betur en sumir landar mínir séu góðir kandidatar í hvorugtveggja, alla vega liðið sem hefur gaman af að selja sál sína og ömmu.

Guðmundur (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 03:42

6 identicon

Finnst þetta svolítið villandi umræða.Er ekki bara eðlilegast að þessi kirkja starfi áfram en laun presta og annar kostnaður sé greiddur af meðlimum kirkjunnar sem í dag er að því að mér skildst eitthvað um 85% þjóðarinnar.Allt í lagi mín vegna að ríkið innheimti það t.d. með því að meðlimir merki við á skattseðlinum eins og gert er með tryggingu við heimilisverk í dag.Undan verður samt að skilja viðhald á kirkjum og munum sem tengjast menningartengdri ferðamennsku.En að öll þjóðin þurfi að borga allan pakkann eins og er í dag getur nú kannski ekki talist sanngjarnt-er það?

josef asmundsson (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 19:52

7 Smámynd: Björn Birgisson

Ég þakka innlitin, þótt seint sé!

Björn Birgisson, 28.11.2010 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband