Harmleikur

Hæstiréttur hefur dæmt Sophiu Hansen í 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að bera á Sigurð Pétur Harðarson rangar sakargiftir.

Þetta mál er allt sorglegur og ömurlegur mannlegur harmleikur hvernig sem á það er litið. Líklega best fyrir alla að því skuli vera lokið með þessum dómi.


mbl.is Refsing fyrir rangar sakargiftir þyngd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Sammála þessu frá orði til orðs, Björn!

Magnús Óskar Ingvarsson, 11.11.2010 kl. 18:21

2 identicon

Já ég er sammála þér í því þegar þú segir að þetta sé ömurlegur mannlegur harmleikur hvernig sem á það er litið. Ekki síður er ég sammála þér þegar þú segir: Líklega er best fyrir alla að því skuli vera lokið með þessum dómi.

Hér var um að ræða dóm Hæstaréttar Íslands. Sakborningur fékk skilorðsbundið fangelsi. Ekki er víst að lesendur hafa áttað sig á því. Meginmunurinn á skilorðsbundinni og óskilorðsbundinni fangelsisrefsingu er einkum fólginn í því að hið fyrrnefnda gerir ekki ráð fyrir setu í fangaklefa, þ.e. afplánun í daglegu tali.

Það er því ljóst að Sofia Hansen mun ekki þurfa að fara í aflplánun vegna dómsins sem kveðinn hefur verið upp í máli hennar.

Ég myndi vilja tjá mig um Sigurðar þátt líka. Læt það bíða til morguns fram yfir helgi. Ég vil taka það fram að ég þekki hvorki hann né Sofíu. Hvað sem því líður, það þá er þetta ömurlegur mannlegur harmleikur hvernig sem á það er litið, rétt eins og síðuhaldari benti réttilega á og ég gerði nánar grein fyrir hér í upphafi máls míns.

Þórir (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 23:54

3 identicon

PS. ég vil biðja Magnús hér að ofan afsökunar á því að hafa látið sem hann væri ekki til. Ég ryðst fram á ritvöllinn án þess að skeyta um hvað aðrir hafa sagt á undan. Það eru ekki góðir mannasiðir. Því vil ég segja við hann (Magnús), að ég er líka sammála honum, þegar hann segist vera sammála þessu frá orði til orðs, Björn. (Björn er síðuhaldari).

Bið guð að blessa þess tvo sómamenn og lesendur þeirra líka. Bloggið er áhrifamikill miðill þegar vel tekst til eins og hér. Oft vill fólk aðeins endurtaka það sem augljóslega kemur fram í fréttum og því er það mikill happafengur þegar maður les svona. Björn hafðu þakkir. Og Magnús ekki síður.

Þórir.

Þórir (IP-tala skráð) 12.11.2010 kl. 00:00

4 Smámynd: Björn Birgisson

Þakka innlitin, piltar mínir og góð orð til mín.

Björn Birgisson, 12.11.2010 kl. 00:06

5 Smámynd: Óskar

Bara ein spurning:  Afhverju er það alltaf harmleikur þegar konur brjóta af sér en glæpur þegar karlmenn gera það ?

Óskar, 12.11.2010 kl. 00:39

6 Smámynd: Grefill

Vegna þess að konur brjóta af sér af ást en karlar af illgirni?

Grefill, 12.11.2010 kl. 03:06

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvort er það af ást eða illgirni sem Moggi hefur lokað síðunni þinni rétt einn ganginn Grefill?

Ég hef mínar efasemdir um þennan dóm vegna kynna minna af "dáða drengnum" Sigurði Pétri.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.11.2010 kl. 07:52

8 identicon

Óskar, Þú spyrð leiðandi spurningar. Slíkt er rökvilla.

Þú setur fram þær röngu upplýsingar að það sé alltaf harmleikur þegar konur brjóta af sér - og vilt fá skýringu á þessari röngu og óleyfilegu alhæfingu þinni. Rökvilla.

Þórir (IP-tala skráð) 14.11.2010 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband