Auðvelt er að fagna sigurvegurum úr báðum liðum!

Grindvíkingar voru að keppa á tvennum vígstöðvum í kvöld. Í Útsvari, við glaðbeitt, gáfað og skemmtilegt lið Fjarðarbyggðar. Svo í bikarkeppninni í körfunni við hið fjölþjóðlega lið míns æskubæjar, Ísafjarðar. Grindvíkingar höfðu sigur á báðum vígstöðvum og því fagna ég, en hefði allt eins getað glaðst með keppinautunum, hefðu þeir haft betur.

Á því er einföld skýring.

Æskuslóðirnar fyrir vestan verða sífellt fyrirferðarmeiri í minningunni, eftir því sem árunum fjölgar. Það að alast upp á Ísafirði upp úr miðri síðustu öld, verður að teljast til fágætra forréttinda. Það getur auðvitað hver sem er sagt um sína heimabyggð. Hringinn í kring um landið.

Bryggjurnar, dorgið, skekturnar, bátarnir, skipasmíðastöðin hans Marselíusar, með sinni eikar og tjörulykt og frábærum starfsmönnum, sem aldrei stugguðu litlum forvitnum dreng í burtu, en buðu þess í stað alla sína aðstoð við smíði frumstæðra vopna, sem drengurinn taldi sig þurfa að eiga, í baráttunni við það sem hann vissi ekki hvað var. Sverð úr úrvals eik, skildir, og bogar sem Hrói Höttur hefði verið stoltur af. Örvar búnar til í samvinnu með trésmiði og sótuga járnsmiðina. Allt gert með bros á vör. Líklega til að tryggja þaulsetnum drengnum bjarta framtíð, alla vega gleði um stund.

Þetta var um körfuboltann, eða þannig.

Að loknu námi lá leiðin austur á firði og árin þar urðu fjögur. Frábær tími á Fáskrúðsfirði og eftirminnilegur og gríðarlegt innlegg í lífsreynslubankann. Verð þakklátur fyrir þau ár á meðan ég lifi. Á austfjörðum þessa lands býr frábært fólk. Vissi það reyndar allan tímann, en ekki spillir að reyna það á eigin skinni.

Að þessum orðum lesnum má í augum liggja að ég hefði glaðst með sérhverjum sigurvegara kvöldsins.

En stoltur er ég fyrir hönd þess bæjarfélags, sem hefur farið um mig mildum höndum síðustu 35 árin, hér suður með sjó, þar sem lognið fer mishratt yfir.

Takk fyrir Ísafjörður, Fjarðarbyggð og Grindavík.

Aðalatriðið er auðvitað að reyna að vera góður Íslendingur.

Eru ekki allir að reyna það?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Góður pistill Björn, tek undir hvert orð.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.12.2010 kl. 14:58

2 Smámynd: Björn Birgisson

Takk fyrir það!

Björn Birgisson, 4.12.2010 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband