Nú skal Gallup gera nýja könnun í næstu viku

"Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, er lýst sem hlýjum, og raunsæjum manni sem oft sé hnyttinn í samskiptum. Hann sé bæði ljúfur og sjálfsöruggur. Hann hafi varið miklum tíma erlendis og hamast við að kveða niður neikvæða gagnrýni um íslenska fjármálaundrið."

Þessi lekaskjöl eru að mestu óttalega ómerkilegir pappírar. Engu að síður ákveðið innlegg í umræðuna. Vægi þeirra verður að teljast léttvægt. Einhverjir bandarískir, hrokafullir heimsvaldasinnar, að tjá sig, oftast um það sem þeir hafa ekkert vit á. En látum vera.

Bjarni Benediktsson fær þokkalega útreið, sem hann hefur varið deginum í að leiðrétta. Eftir stendur að hann sagði sinn flokk ekki vilja í ríkisstjórn. Að öðru leyti held ég að leiðréttingar Bjarna eigi fullan rétt á sér.

******************

Samfylkingin virðist vera á krossgötum. Fundurinn í dag gæti orðið upphafið að nýjum stjórnmálum á Íslandi. Gæti orðið. Ekkert í hendi um það. Síður en svo. Eitt er að segja, annað að framkvæma.

Enginn fyrrum formaður flokks mættur til að tæta alla gagnrýni í sig og hæðast að henni. Gerir það kannski eftir helgina á allt öðrum vettvangi!

Í næstu viku vil ég fá Gallup skoðanakönnun (eða hvað það nú heitir í dag) um fylgi við flokkana og ríkisstjórnina. Nú er nákvæmlega rétti tíminn til að gera slíka könnun.

Lekaskjölin komin fram. Skjaldborgin um heimilin komin fram. Ný framtíðarsýn Samfylkingar komin fram. Miklar umræður og vangaveltur hafa átt sér stað um helgina.

Allir að tjá sig um allt!

Nýja könnun takk!

Myndu ekki allir fagna könnun í næstu viku?

 


mbl.is Geir klappstýra en Ingibjörg Sólrún lokuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Hva, er ekki SF búin að biðjast afsökunar ? Allt í góðu standi ? Björgvin situr áfram hvítþveginn eftir 3 mánaðar afsögn ?

hilmar jónsson, 4.12.2010 kl. 20:41

2 Smámynd: Björn Birgisson

Hilmar, mér er slétt sama um hvað hver segir. Ég er að biðja um könnun. Tel tímapunktinn hárréttan. Ertu ósammála mér þar?

Björn Birgisson, 4.12.2010 kl. 20:49

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Könnun og könnun... Æ ég veit ekki með allar þessar kannanir..

hilmar jónsson, 4.12.2010 kl. 21:01

4 Smámynd: Björn Birgisson

Nei, nei, ég tek svo sem ekkert sérstaklega mark á þeim, en það virðast margir gera. Því er þetta sett hér fram.

Björn Birgisson, 4.12.2010 kl. 21:10

5 identicon

Eftir að hafa lesið að Carol Voorst túlkaði andstöðu Akranesinga við komu flóttafólks sem útlendingahatur get ég ekki litið alvarlegum augum á nokkuð annað sem hún eða hennar menn skrifuðu.

Gunnar (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 21:49

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Lekaskjölin eru alls ekki komin fram. Það er bara búið að leka handvöldu úrvali þeirra til íslenskra fjölmiðla. Heildarfjöldi skjala sem tengjast Íslandi hjá WikiLeaks eru um 350 og engin þeirra hafa enn verið birt á vefnum.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.12.2010 kl. 21:52

7 Smámynd: Björn Birgisson

Guðmundur, ég stjórna lekanum hérlendis!

Björn Birgisson, 4.12.2010 kl. 22:10

8 Smámynd: hilmar  jónsson

Kíkið endilega á erlendu pressuna varðandi Wikileaks.. íslensku pressunni gengur soldið illa með þýðingar..

hilmar jónsson, 4.12.2010 kl. 22:11

9 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Könnun á altaf rétt á sér Björn, bæði nú sem á hvaða öðrum tíma. Ekki er ég þó viss um að niðursta úr skoðanakönnun nú myndi gleðja þig sérstaklega.

Gunnar, maður segir Akurnesinga, en það er annað mál. Varðandi þann leka um andstöðu Akurnesinga við komu flóttafólks þangað, þá er ekkert nýtt sem kemur fram þar, enda bara verið að túlka það sem fram kom í flestum fjölmiðlum á þeim tíma. Reyndar kom fram í þeim fréttum hvers vegna Akurnesingar voru á móti þessu. Ekki var þar um að ræða andúð á útlendingum eins og lekaskýrslan gefur til kynna. Það er hægt að lesa um þetta mál allt og mun ýtarlegar en lekaskýrslan gerir, í fjölmiðlum frá þessum tíma.

Gunnar Heiðarsson, 4.12.2010 kl. 22:27

10 Smámynd: Björn Birgisson

Gunnar minn, skoðanakannanir þurfa ekkert að gleðja mig sérstaklega. Þær eru ekki gerðar til þess! Auk þess veist þú næsta lítið hvað gleður mig þessa dagana.

Annað. Það sem nafni þinn sagði er í #5 er 100% rétt. Staðurinn heitir AKRAnes, það er akur í fleirtölu í nafninu, enda væntanlega fleiri en einn akur á þeim slóðum þegar nafngiftin varð til.

Það þýðir að enginn af þeim slóðum getur verið AKURnesingur, Skagafólk allt er AKRANESINGAR, þótt málhefðin sé önnur.

Málfræði og málhefð er sitthvað.

Björn Birgisson, 4.12.2010 kl. 23:02

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Björn: flott, ég bíð eftir að þú sendir mér eintak!

Guðmundur Ásgeirsson, 4.12.2010 kl. 23:04

12 Smámynd: Björn Birgisson

Guðmundur minn, fjölmiðlarnir ganga fyrir! Ég er bundinn trúnaði gagnvart þeim! Snýst þetta ekki allt um trúnað og traust?

Björn Birgisson, 4.12.2010 kl. 23:11

13 Smámynd: Óðinn Þórisson

Björn - það er alltaf gaman af könnunum - ætti þá ekki að gera eina könnun um besta í reykjavík OG " loforðin " hans - EN því miður þá er ekkert bitastætt í þessu hjá SF og ég bendi á bloggi mínu á hvað SF þarf að gera til að a.m.k sýnast gera eitthvað.
EN
stjórn allra flokka um ákveðin mál til ákvðins tíma og svo kosningar - það yrði hollt fyrir alla en þorir frú Jóhanna í kosningar - held ekki -

Óðinn Þórisson, 5.12.2010 kl. 08:46

14 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Skemmtileg skoðanaskipti.  Tek undir með Birni, það er kominn tími á skoðanakönnun. Það hefur álíka mikið gerst á síðustu 10 dögum og 10 mánuðum þar á undan.

Jón Halldór Guðmundsson, 5.12.2010 kl. 11:21

15 Smámynd: Björn Birgisson

Nákvæmlega, Jón Halldór. Ég þakka öllum innlitin.

Björn Birgisson, 5.12.2010 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband