Þeir meina ekkert af því sem þeir segja um umsóknina eins og svo margt annað

Andstæðingar ESB umsóknarinnar fullyrða að hvorki sé meirihluti fyrir henni á Alþingi né meðal þjóðarinnar. Þessi umsókn er lang, langstærsta deilumálið í stjórnmálum landsins. Deilumál sem auðveldlega má sópa út af borðinu og setja í ruslatunnu sögunnar, ef vilji er til.

Það er nefnilega það - ef vilji er til.

Umsóknin er að þeirri stærðargráðu í pólitíkinni að erfitt að að finna hliðstæður í allri sögu landsins.

Því ósköpunum eru þá ekki Sjálfstæðismenn (16) og Vinstri grænir (15), sem þykjast vera á móti umsókninni, á fullu gasi við að mynda stjórn andstæðinga inngöngu, annað hvort með Framsókn (9) innanborðs, eða á hliðarlínunni til að verja stjórnina fallli?

Slík stjórn gæti auðveldlega dregið umsóknina til baka.

Af hverju eru engar svona þreifingar í gangi?

Svarið hlýtur að vera þetta:

Þeir meina ekkert af því sem þeir segja um umsóknina eins og svo margt annað.

Þá dauðlangar að sjá hvað getur komið út úr þessum viðræðum við báknið.

PS. Ég skora á hvern þann sem þetta les að skilja hér eftir sína skoðun á þessu máli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ég held að ríkisstjórn sem þú ert að tala um x-d með vg komi einfaldlega ekki til greyna a.m.k ekki fyrr en nýr formaður hefur tekið við.
Það er rétt það er ekki meirihluti fyrir þessu esb - máli hvorki á þingi né hjá þjóðinni, skoðankonnun sem ég hefur verið með á blogginu hjá mér er mjög afgerandi. OG 19% íslendinga bera traust til esb.
Landsfunarálykun vg varðandi esb - er mjög skýr og sú vegferð sem Steingrímur er á leið með flokkinn gegn grasrót flokksins og stefnu hans og ekki er einu sinni samstaða um málið innan ráðherraliðs vg og hefur Jón Bjarnason talað um að aðlögunarferli sé í gangi.
Nú er formaður heimssýnar þingmaður vg og varaformaður þingmaður x-d - þannig að það er allt hægt í framtíðinni en ekki eins og staðan er í dag.

Óðinn Þórisson, 13.12.2010 kl. 17:17

2 Smámynd: Björn Birgisson

Óðinn, ESB málið er svo stórt í sniðum, að ef einhver meining er að baki orða andstæðinga umsóknarinnar, hljóta þeir að ná saman um málið. Ef ekki verða þeir að skoðast sem druslur og gungur, svo notað sé þekkt orðalag.

ESB málið er lang stærsta pólitíska deilumálið á lýðveldistímanum. Hvorki meira né minna.

Björn Birgisson, 13.12.2010 kl. 17:24

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ef við Íslendingar hyggjumst hafa herlaust land, verðum við að treysta samböndin betur við Vestur Evrópu.

Nú eru Kínverjar að hasla sér völl á Íslandi, búnir að kaupa stóran hlut í útgerðarfyrirtæki og eru tilbúnir að kaupa í HS orku af kanadíska braskaranum. Allir vita um hvernig Bandaríkjamenn hugsa. Taugaveiklun er mikil í vissu húsi í Þingholtunum. Og ekki verður tiltölulega friðsamur demókrati í Hvíta húsinu.

Bandaríkjamenn kynnu að sitja uppi með hernaðarsinnaðan repúblikana áður en lýkur. Hann gætin verið margfalt hernaðarsinnaðri en Ronald Reagan og George Bush til samans. Þá væri Bilderbergklúbburinn kominn á kreik ásamt hergagnaframleiðendum og herforingjunum í Pentagon. Þá gæti hlutleysi fámenns ríkis í Norðurhöfum verið talið sáralítils viorði og Ísland yrði hernumið undir einhverju yfirskyni eina ferðina enn. Ýmsar íslenskar mamonns sálir myndu fagna enda nýtt hermangsspillingarævintýri með $glampa í augnsýn.

Er þetta ekki góð og gild ástæða til að við eigum að halla okkur nær Evrópu og tengjast þeim betur?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 13.12.2010 kl. 17:49

4 Smámynd: Björn Birgisson

Mosi, fjári góð pæling, en af hverju er ekkert að marka andstæðinga ESB umsóknarinnar? Af hverju tala þeir alltaf í eina áttina en stefna svo í aðra? Veistu nokkuð hvað er að þeim?

Björn Birgisson, 13.12.2010 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband