Ljótasta orðið í málinu okkar

"Fram kemur í greinargerð Landsvirkjunar, að landeigendurnir hafi á sínum tíma gert kröfu um að samtals yrðu greiddir tæpir 96 milljarðar króna vegna vatnsréttinda Kárahnjúkavirkjunar."

Jöklar bráðna í leysingum, sem og snjórinn og regnvatnið finnur sér farvegi til sjávar. Einhverjir bændur standa á árbökkum, en sjá ekki bara vatnið, ættað af himnum ofan, renna til sjávar, heldur milljarða króna í hverjum hyl og hverri bugðu á ánni. Manni verður hreinlega illt við þessa tilhugsun.

Fyrir eigi alls löngu var gerð óvísindaleg könnun í útvarpi og fólk beðið að nefna fallegasta íslenska orðið. Orðið ljósmóðir varð mjög ofarlega, gott ef ekki efst.

Mér finnst orðið landeigandi ljótasta orðið sem notað er hérlendis.

Í mínum huga á þjóðin að eiga hverja þúfu í þessu landi, allt vatn sem til fellur og allar auðlindir til sjávar og sveita.

Svo geta menn fengið afnotarétt gegn sanngjörnu gjaldi.

Hvaða vit er í því að þjóðin eigi ekki landið sitt?

 


mbl.is Vatnsréttindi metin á 1,6 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Lítið vit í því Björn.

Mikið sammála þér.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.1.2011 kl. 15:04

2 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Nú má ég þá ekki eiga land??  Hverskonar afdalahugsunarháttur er það ??

Hinsvegar má velta fyrir sér nýtingarrétti og almannarétti í tenglsum við landeign eða ekki landeign..

Hér gildir það sama og annarsstaðar.. öfgarnar eru ekki góðar.. Sál landeigandi sem lokar öllu aðgengi að sínu landi með harðri hendi í krafti eignarhalds kemur óorði á alla hina... Sama á við í hina áttina... Hvað felst í orðinu "þjóðareign" ég er farinn að halda að það sé ekki síður ljótt en landeigandi....

Öfgarnar spilla... við erum sennilega sammála um það...

Eiður Ragnarsson, 25.1.2011 kl. 15:43

3 Smámynd: Benedikt Henry Segura

Mikið frekkar að borga 1.6 miljarð til allra Íslendinga sem með þolinmæði getta horft uppá þessi manviki og eðingu lands.

Benedikt Henry Segura, 25.1.2011 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 602479

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband