Andstæðingar lýðræðisins á æðstu stöðum í kerfinu?

Þeir sem létu leiða sig til þess að að taka þátt í slátrun íhaldsins á lýðræðisviðleitni þjóðarinnar í dag eru hér nafngreindir og þá er alla að finna í Hæstarétti Íslands. Því fyrr sem þjóðin losar sig við þessa menn úr embættum, því betra. Þessum mönnum og athöfnum þeirra þarf að koma undir hendur alþjóðlegra dómstóla vegna spillingarinnar við skipun þeirra og síðan þeirra ákvarðana þeirra, sem ganga í berhögg við lýðræðið í landinu.

Garðar Gíslason, skipaður í skríparéttinn af Þorsteini Pálssyni, dómsmálaráðherra íhaldsins.

Árni Kolbeinsson, skipaður í skríparéttinn af Sólveigu Pétursdóttur, dómsmálaráðherra íhaldsins.

Gunnlaugur Claessen, skipaður í skríparéttinn af Þorsteini Pálssyni, dómsmálaráðherra íhaldsins.

Jón Steinar Gunnlaugsson, skipaður í skríparéttinn af Geir H. Haarde, dómsmálaráðherra íhaldsins.

Páll Hreinsson, skipaður í skríparéttinn af Birni Bjarnasyni, dómsmálaráðherra íhaldsins.

Viðar Már Matthíasson, skipaður í skríparéttinn af Ögmundi Jónassyni, dómsmálaráðherra ömurleikans, sem hann stendur fyrir í þessu þjóðfélagi.

Þetta þokkalið kveður upp úrskurð gegn lýðræði landsins. Hefðu margir dómarar við Hæstarétt í öðrum löndum vogað sér slíkt? Hreint ekki.

Hvort er mikilvægara, lýðræði einnar þjóðar en pólitískt skipaðir þrælar þeirra, sem tilbúnir eru til skoðanakúgunar af öllu tagi? Með öllum ráðum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu að segja að ef ríkisstjórnin hefði farið að lögum(vandað sig ekki FÚSKAÐ) hefði Hæstiréttur dæmt eins og í dag. Kannski ertu því hlynntur að loka Hæstarétti og Alþingi og reka alla úr ríkisstjórninni nema Jóhönnu sleppa kosningum og hrópa lof sé Jóhönnu. Einfallt sístem enda kallað einræði. Áður en lengra er haldið legg ég til að þú lesir rökstuðning Hæstaréttar sem er byggður á lögum sem Alþingi setur en ekki hver réð þá í djobbið.

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 22:57

2 Smámynd: Yngvi Högnason

Stundum verður manni orðfátt við blogglestur. Það er auðséð af hverju þú ert ekki föðurbetrungur og hefur ekki komist til metorða sem hann.

Yngvi Högnason, 25.1.2011 kl. 23:15

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Yngvi Högnason, hvað ert þú eiginlega að þvælast á bloggsíðum alræmdra kommúnista en lætur aldrei sjá þig á minni? Maður getur nú orðið abbó.

Baldur Hermannsson, 25.1.2011 kl. 23:16

4 identicon

Burtséð frá þessum úrskurði um þjóðlagaþing, þá er vitað hvaða flokkar, eða fólk vill ekki breyta stjórnarskránni. Það vita líka allir sem vilja vita, hvers vegna þetta lið vill halda í götótta stjórnarskrá.

Eitt dæmið er þessi bloggfærsla, þar sem klíkuskapurinn virðist alfarið ráða hverjir séu dómarar í Hæstarétti. 6 dómarar sem allir koma frá sömu mafíunni.

Gestur Kristmundsson (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 23:23

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Björn - nú ertu froðufellandi, og þ.e. slæmur ávandi að skrifa þannig. En, þá getur e-h skolast til í kollinum á manni.

Ég var að lesa dóminn. Ég sé ekki betur sbr. 5 annmarka fundna, að kosning hafi haft yfrið næga annmarka, til að þetta hafi verið eina niðurstaðan er þeir gátu að komist.

En, lögum um kosningar er hefð fyrir hér að fylgja strangt fram, mörg dæmi um endurtalningar jafnvel endurtekningar kosinga á einstökum stöðum ef smávægilegir annmarkar hafa fundist - man reyndar ekki eftir að kosning hafi haft svo marga greinda annmarka.

Þeim sem um er að kenna, eru þeir er skipulögðu kosningar um Stjórnlagaþing, án þess að þekkja reglurnar nægilega vel.

Við skulum þakka þ.s. vel er gert, en þ.e. vel að eftirfylgni með framkv. kosninga sé þetta öflug - en, heldur betur hafa komið fram gallar um eftirlit og eftirfylgni á öðrum sviðum okkar þjóðlífs; svo við skulum ekki hrauna yfir þegar slík eftirfylgni er í lagi.

Dómurinn: http://www.felagshyggja.net/yfirlysing.pdf

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 25.1.2011 kl. 23:24

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Björn Einar, þessi slóð sendir þú okkur inn á fund hjá VG, ertu með umboð fyrir þá?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.1.2011 kl. 23:29

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Fyrirgefðu félagi ég ætlaði ekki að lúskra á nafninu þínu, Einar Björn, vildi ég sagt hafa.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.1.2011 kl. 23:30

8 identicon

Þetta er auðvitað glæpur gegn þjóðinni. Dómararnir eru handvaldir af íhaldinu, samkvæmt ráðningarferli sem ekki þolir dagsljósið. Þar koma við sögu klíkuskapur og undirlægjuháttur gagnvart æðstu valdamönnum íhaldsins.

Þessir menn telja sig síðan hafa vald til að ógilda lýðræðislegar kosningar, vegna ágalla sem enginn hafði tekið eftir.

Það þarf að ógilda umboð þessara manna til að dæma í Hæstarétti og kjósa þangað heiðarlegt og trúverðugt fólk.

Doddi (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 23:34

9 Smámynd: Björn Birgisson

Yngvi Högnason, ég þakka þér þitt innlit. Ég hef aldrei sóst eftir neinum metorðum. Ekki minnist ég þess að að hafa séð þitt nafn nefnt á meðal góðmenna Íslands. Hvar eru metorðin þín? Ertu kannski föðurniðrungur, sem væri skemmtilegt nýyrði í okkar fjölbreytta máli? Hver ertu og hver eru þín afrek í lífinu? Ertu flottur karl eða bara venjuleg drusla? Ekki það að mér er nákvæmlega sama.

Björn Birgisson, 25.1.2011 kl. 23:51

10 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Axel - úps: http://www.haestirettur.is/control/index?pid=1109

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.1.2011 kl. 00:09

11 identicon

Ef Hæstiréttur á að dæma alþýðu landsins og er endanlegur dómur, þá er það eins með Alþingi. Dæmi hann Alþingi í óhag þá er það dómur sem á að gilda... en ekki fjasa um hver setti hvern í embættið.

það kemur málunum ekkert við. 

Ég á bara ekki orð yfir svona heimskulegri og ofstækisfullri bloggfærslu

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 00:43

12 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Nákvæmlega Sigún Jóna, að færa umræðuna á það plan er lágkúra og ekki góðu fólki sæmandi.

Við skulum ræða málið útfrá rökstuðningi Hæstaréttar. Það væri málefnalegt.

Menn geta leitast til að rökstyðja, að sú niðurstaða sé að þeirra mati í einhverjuma triðum röng.

En, að beina umræðunni einungis á þá braut, að fordæma Hæstarétt vegna þess að dómarar eru taldir tilheyra einhverjum tilteknum hópi samfélagins, er varasöm - en slíkt getur flokkast undir hatursáróður og/eða þess að hvetja til æsinga milli hópa samfélagins.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.1.2011 kl. 00:59

13 Smámynd: Yngvi Högnason

Víst er það svo Björn, að hvorugur okkar hefur sóst eftir metorðum í lífinu og höfum samt komist fast að sextugu. Nafnalisti góðmenna Íslands er langur og ekki víst að þú myndir muna mig ef ég væri nefndur þar fremur en þú myndir hverja þú kaust eða hefðir í stjórnlagakosningunni. Mannvirðingar mínar liggja lágt en þeir vita sem vilja hver og hvað ég er. Ég hef aldrei talið það mitt hlutverk að gala sem reigður hani á haug, gífuryrtur, um þjóðfélagsmál sem ég hafi eitthvert vit á, hafandi ekki. Það eru aðrir, sjálfskipaðir, í því.

Ég man eftir dreng er bjó í Krambúðinni forðum, hann var litlu eldri en ég, kurteis að mig minnir en slíkt rjátlast oft af er menn eldast. Kannski manst þú eftir honum?

Yngvi Högnason, 26.1.2011 kl. 09:27

14 Smámynd: Björn Birgisson

Kurteisum dreng? Nei, ég man ekki eftir honum.

Björn Birgisson, 26.1.2011 kl. 09:32

15 Smámynd: Baldur Hermannsson

A trip down memory lane......

Baldur Hermannsson, 26.1.2011 kl. 09:59

16 Smámynd: Yngvi Högnason

Já Baldur,slóð minninganna er gloppótt. En einu sinni var ég á sjúkrahúsi inn við Grafarvog og þar var maður með mér sem hét sama nafni og bloggeigandi hér, sá var ekki kurteis, hann gat það ekki, það þvældist fyrir honum eitthvað sem þeir kölluðu hroka þarna innfrá.Ég veit ekkert hvað varð um þann dreng, kannski er hann enn að reyna að kyngja hrokanum.

Yngvi Högnason, 26.1.2011 kl. 14:04

17 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þetta er sorgleg saga. En er ekki hrokinn hin hliðin á vanmetakenndinni?

Baldur Hermannsson, 26.1.2011 kl. 14:09

18 Smámynd: Björn Birgisson

Yngvi, vonandi hefur sú sjúkrahúsvist inn við Grafarvog bætt þína líðan. Ég fer sjaldan til höfuðborgarinnar og hef aldrei komið inn á sjúkrahúsið sem þú nefnir.

Björn Birgisson, 26.1.2011 kl. 14:12

19 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Viðar Már Matthíasson dómari er bróðir Guðbjargar Matthíasdóttur í Vestmannaeyjum, en hún og fyrirtæki hennar eru einn voldugasti handhafi veiðiheimilda í landinu og aðaleigandi Morgunblaðsins.
Jón Steinar Gunnlaugsson dómari barðist árum saman fyrir óbreyttu kvótakerfi og séreignarrétti í sjávarútvegi áður en hann settist í Hæstarétt. Hann var einnig í svonefndum Eimreiðarhópi frjálshyggjuarms Sjálfstæðisflokksins á áttunda og níunda áratugnum.
Gunnlaugur Claessen dómari var einnig í Eimreiðarhópnum ásamt Jóni Steinari, Davíð Oddssyni, Baldri Guðlaugssyni, Þorsteini Pálssyni, Geir H. Haarde, Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni og fleirum.
Árni Kolbeinsson dómari var lengi ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu meðan kvótakerfið, framsal og annað var fest í sessi."  (DV)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.1.2011 kl. 18:58

20 Smámynd: Björn Birgisson

Ómar Bjarki, takk fyrir þetta. Eftir þennan fáránlega dóm Hæstaréttar og með þessa dómara innanborðs, verður aldrei hægt að líta á Hæstarétt sem ópólitískan. Sem er auðvitað bara hneisa fyrir allt samfélagið. Var einhver að nefna Bananalýðveldi?

Björn Birgisson, 26.1.2011 kl. 19:05

21 Smámynd: Björn Birgisson

Yngvi Högnason, viltu útskýra fyrir mér hvað vakti fyrir þér með athugasemd #16. Átti þetta að vera illkvittin og útsmogin aðferð til að gera lítið úr einhverjum eða er ég að misskilja eitthvað? Ég á mjög fáa alnafna og vissulega hef ég aldrei komið á sjúkrahúsið sem þú nefndir. Mér finnst þú skulda mér skýringu.

Björn Birgisson, 26.1.2011 kl. 20:26

22 identicon

Þegar sæti losnar í hæstarétti Bandaríkjanna bíða menn alltaf spenntir eftir hver fær útnefningu. Demókratar og Repúblikanar reyna alltaf að koma sínum mönnum að, eftir því hvor þeirra er við stjórn í það skiptið. En vegna þess að þessir flokkar hafa skipst mjög á um að halda um stjórnartaumana, hefur ríkt þolanlegt jafnvægi í hæstarétti. En hér á landi er ekkert jafnvægi. Íhaldið hefur verið næstum einrátt um skipanir í Hæstarétt síðustu áratugina. Val hæstaréttardómara ber þess glöggt vitni. Þetta sýnir að það þarf að taka upp nýjar reglur um val hæstaréttardómara og koma í veg fyrir að pólitísk tengsl kandidatanna ráði för. Ég treysti Hæstarétti engan veginn til að taka á stórpólitískum álitamálum. Þeir hnökrar sem vissulega voru á framkvæmd kosninganna höfðu engan veginn áhrif á niðurstöðuna. Ég held að allir séu sammála um það. Eðlilegast hefði verið að gefa gula spjaldið, en láta úrslitin standa. Að mínu áliti var þessi úrskurður pólitiskt hryðjuverk, til að þjóna ákveðnum pólitískum öflum sem voru á móti þessu Stjórnlagaþingi.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 19:11

23 Smámynd: Baldur Hermannsson

I heard you the first time......

Baldur Hermannsson, 27.1.2011 kl. 20:34

24 Smámynd: Björn Birgisson

First time............?

Björn Birgisson, 27.1.2011 kl. 20:37

25 Smámynd: Björn Birgisson

Aha, skil ..................

Björn Birgisson, 27.1.2011 kl. 20:38

26 Smámynd: Svavar Bjarnason

Já blessaður Baldur. Gott að þú heyrðir (og skildir) "the first time".

Ekki skil ég hversvegna kommentið fór tvisvar. Í seinna skiptið fór ég inn á síðuna til að athuga viðbrögð, en eitthvað hefur tölvan verið að stríða mér, fyrst kommentið fór aftur af stað . 

Þessar tölvur!!

Svavar Bjarnason, 27.1.2011 kl. 21:00

27 Smámynd: Björn Birgisson

Svavar, ég þakka þér þitt ágæta innlit. Ég er sammála þér. Það gengur ekki að dómsmálaráðherra skipi þessa dómara að geðþótta og eftir flokksskírteinum. Eftir síðustu helför Hæstaréttar gegn lýðræðinu á Íslandi hef ég nákvæmlega enga tiltrú á honum. Alla vega ekki þegar pólitískir hagsmunir eru í húfi.

PS. Ég hendi fyrra innlegginu þínu. Það seinna var miklu betra!

Björn Birgisson, 27.1.2011 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband