Þjóðin vill bara svara já eða nei spurningum. Nennir ekki að fara í einhver krossapróf.

"Breytingartillagan tryggir aðkomu þjóðarinnar að endanlegu frumvarpi stjórnlagaráðs og að vilji þjóðarinnar sé skýr hvað varðar nýja stjórnarskrá áður en til kasta Alþingis kemur."

Þetta er nokkuð góð tillaga frá Hreyfingunni.

En svo kom þetta:

"Mikilvægt er að þjóðaratkvæðagreiðslan verði þannig útfærð að unnt verði að greiða atkvæði um einstakar greinar frumvarpsins, eða samhangandi greinar þess, eftir því sem við á, sem og fleiri en eina útfærslu af einstökum greinum sem mikið ósamkomulag kann að vera um í stjórnlagaráðinu."

Þar fór í verra.

Eru allir búnir að gleyma því hvað varð til þess að þátttakan í Stjórnlagaþingskosningunum varð ekki meiri en raun bar vitni?

Þær þóttu alltof flóknar.

Í þjóðaratkvæðagreiðslu á að segja JÁ eða NEI, sé þess nokkur kostur.

Viltu svona pakka eða ekki?

Eins og gert verður þann 9. apríl næst komandi í kosningunum um Icesave. Ekki verða þar greidd atkvæði um einstakar greinar frumvarpsins sem mikill meirihluti Alþingis samþykkti. Síður en svo.

JÁ eða NEI. Það er málið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Það væri svo sem alveg hegt að kjósa um hverja grein lagana (ekki frumvarp lengur.  Þegar forseti neitar að skrifa undir öðlast lög gildi og halda því nema þjóðin felli lögin).  Iesave-lögin eru ekki nema fjórar greinar og svo tvö ákvæði til bráðabrigða og er hægt að prenta á einu A4 blaði.

Axel Þór Kolbeinsson, 16.3.2011 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband