Bjarni rifjar upp þegar Davíð og Halldór sendu íslensku þjóðina í stríð við Írak

"Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lýst samstöðu með íbúum í Líbýu. Hann sagði að það vekti athygli sína að utanríkisráðherra styddi aðgerðir í Líbýu, sem gengju út á að koma harðstjóra frá völdum, en hann hefði ekki stutt sambærilegar aðgerðir í Írak, sem gengu út á að koma harðstjóra frá völdum."

Bjarni Benediktsson að skjóta úr sinni skotgröf. Að reyna að slá pólitískar keilur.

Var uppreisn í gangi í Írak þegar Davíð og Halldór sendu íslensku þjóðina í stríð við Írak?

Er það nú gáfulegt af formanninum unga að bera þetta saman. Er það ekki bara bjúgverpill sem hittir á viðkvæman blett í bakafluginu?

Auðvitað hefur alþjóðasamfélagið algjörlega brugðist baráttu heimamanna í Líbýu fyrir auknu frelsi.

Það sem verra er.

Eftir fullnaðarsigur á uppreisnarmönnum mun Gaddafi hefja skipulagða slátrun á öllum sem lyftu vopnum gegn honum. Líka þeim sem aðeins mótmæltu með orðunum einum.

Þetta er rétt að byrja.

Og Bjarni Benediktsson minnist bara stríðsyfirlýsingar þeirra kumpána fyrir mína hönd og þína, sem mun verða þeim til ævarandi skammar og máttu þeir þó varla við meiru í þá áttina.

Seinheppinn tappinn sá.

 


mbl.is Höfum brugðist íbúum Líbíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er alltaf leiðinlegt þegar fólk rúnkar sér á eymd annarra.

Björn I (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 21:49

2 Smámynd: Björn Birgisson

Já, Björn, það er frekar leiðinlegt!

Björn Birgisson, 17.3.2011 kl. 21:53

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, hann sýndi ekki heldur mikla dómgreind í ICEsave málinu heldur.  Vantar þroska í drenginn, þyrfti að komast einn saltfisktúr til Grænlands.

En kíkti annars við til að óska þér til hamingju með spádómsgáfuna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.3.2011 kl. 21:57

4 Smámynd: Björn Birgisson

Ómar þakka þér, við unnum í kvöld og ég skrapp á leikinn. En KR lagði Njarðvík og það veikir mína spá, en þetta er rétt að byrja.

Já, Bjarni er dálítið reynslulítill og gefur á sér opin færi. Ég nýti mér það, eins og færslan sýnir! Svona kvikindi getur maður verið!

Icesave? Má segja kannski þann 9. apríl?

Björn Birgisson, 17.3.2011 kl. 22:14

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Björn, var ekki vafinn aðeins í úrslitaleiknum, og hitt svona aukaatriði????  En er á meðan er.

Já, ég hef alltaf haft á tilfinningunni að það sé gott í Bjarna, hann sé þessi velviljaða týpa af gamla skólanum, þó hugmyndafræði frjáls brasks hafi brennt hann eins og aðra, enda komst ekki annað að í skólum og í viðskiptalífinu, bæði hér sem og annars staðar á Vesturlöndum.  

Held samt að hann verði ágætur í skotgröfunum þegar sjálft alvöru stríðið byrjar, stríðið við stórauðvaldið.   En það er önnur saga.

Svo verður enginn verri þó hann vökni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.3.2011 kl. 22:29

6 Smámynd: Björn Birgisson

Ómar segir: "Held samt að hann verði ágætur í skotgröfunum þegar sjálft alvöru stríðið byrjar, stríðið við stórauðvaldið."

Þá fyrst skiptir hann um gír og gerist þungvopnaður í sinni skotgröf karlinn minn. Hann er dæmigerður fulltrúi stórauðvaldsins í þessu landi. Með silfurskeið ættarinnar niður í vélinda. Gott ef ekki niður í skeifugörn! 

Björn Birgisson, 17.3.2011 kl. 22:42

7 identicon

Nú fyrir hálftíma síðan eða svo var gefið grænt ljós af öryggisráðinu um loftárásir á Líbíu. Björn ég hélt því fram á bloggi hjá þér að þetta myndi ske í þessari viku,(innan 3,daga)(nú  á 5,degi.) já það eru fleirri spámenn en þú. (sjá blogg þitt 12/3 um geðveika einræðisherran,svar no 4)  Davíð og Halldór getur verið að þeir skiljist nú  sem stríðsglæpamenn.?

Númi (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 23:27

8 Smámynd: Björn Birgisson

Númi er snillingur! Verst að enginn veit hver hann er!

Björn Birgisson, 18.3.2011 kl. 01:42

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hver er þessi Bjarni? Er það sá hinn sami og hefur alla fjármálavafningana um fætur sér?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.3.2011 kl. 03:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband