Þegar örverpin snúa neyð sinni og vanhæfni upp á aðra!

Hvað er atvinnurekstur?
Hvernig á að reka fyrirtæki?
Mér vitanlega með því að skila arði, vera réttu megin við núllið.
Allir reikningar greiddir, afborganir af lánum, öll laun greidd og þá standi eftir einhverjir aurar til vaxtar og viðhalds, ásamt því að möguleiki sé að greiða eigendum fyrirtækisins, hluthöfum, einhvern arð fyrir þeirra fjárfestingar.
Þetta er ekki flókið.
Sáraeinföld hagfræði sem allir ættu að geta skilið.
Fyrirtæki sem ekki standa undir þessu til langframa fara einfaldlega á hausinn!
Að því sögðu.
Því skyldu Vísismenn í Grindavík reka fiskvinnslur á Þingeyri, Djúpavogi og Húsavík ef þeir telja sig hafa fullvissu fyrir því að reksturinn sé ekki arðbær?
Myndi einhver vilja reka matvöruverslun í Súðavík eða á Raufarhöfn ef innkoman dygði aldrei fyrir útgjöldunum?
Nei, alveg örugglega ekki.
Af hverju þá öll þessi umræða um þá Vísismenn?
Ósköp einfalt að finna svarið við því.
Af því að þeir starfa í okkar elstu atvinnugrein, þeirri grein sem þorri þjóðarinnar botnar nánast ekkert í, undarlegt sem það nú er!
Hérlendis er það orðin viðtekin venja að rægja og sparka í útgerðarmenn við hvert tækifæri sem gefst.
Um 85% þjóðarinnar nánast fyrirlítur kvótakerfið, án þess í raun að botna neitt í því!
Kvótakerfið er skipulagt og ákveðið með lögum frá Alþingi.
Einstaka útgerðarmenn ráða litlu sem engu um það kerfi, en vissulega hafa samtök eins og LÍÚ mikil áhrif.
Rétt eins og Bændasamtökin hafa áhrif á stefnuna í landbúnaði.
Er eitthvað athugavert við það?
Hverjir eiga að koma að stefnumótun í greinum atvinnulífsins, ef ekki þeir sem best þekkja til, í samvinnu við aðra ráðgjafa og stjórnvöld hverju sinni?
Það er dapurleg staðreynd að þjóðin sé farin að fyrirlíta sina aðalatvinnuvegi - mestmegnis vegna skorts á þekkingu.
Í innhringitíma á Bylgjunni í fyrri viku, hringdi kona frá Þingeyri sem presenteraði sjálfa sig sem gamla kerlingu, komna af vinnumarkaðnum.
Hún sagði:
Okkur væri nær að þakka þeim Vísismönnum fyrir að halda hér uppi atvinnunni í öll þessi ár, eftir að heimamenn höfðu spilað rassinn úr buxunum, selt sig út úr greininni, farið og skilið eftir sig sviðna jörð.
Ætli það sama eigi ekki við á Húsavík og á Djúpavogi?
Atvinnurekstur er engin félagsmálaþjónusta.
Hún er rekin á vegum sveitarfélaganna og ríkisins.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband