Tíminn flýgur! Allt að gerast?

Nú eru liðnir 109 dagar frá kosningunum og 83 dagar frá formlegri myndun ríkisstjórnarinnar.
Og það bara allt að gerast! - eða er það ekki?

http://www.youtube.com/watch?v=DZF7qxpNa80

Allt eða ekkert!

Mýs eða menn?
Tvær tillögur - af augljósum ástæðum.
* Að leyfa bjórauglýsingar í fjölmiðlum.
* Að banna með öllu auglýsingar á léttöli.
Annað hvort verður að gerast.
Tvískinnungurinn sem nú tíðkast er svo hallærislegur að við hann verður ekki unað.
Frekar en annan augljósan bjálfahátt.
Styð fyrri tillöguna. Bjór tilheyrir neyslumynstri þjóðarinnar.
Hvað um þig?
Hvernig viltu hafa þetta?

Fæ ekki séð að dæmið gangi upp

Skattar og laun.
Nú fara opinberir starfsmenn fram á miklar launahækkanir eða leiðréttingar.
Allir vita að launahækkanir þeim til handa kalla á skattatekjur á móti.
Ríkisstjórnin hyggst hins vegar lækka skatta í samfélaginu, en segir jafnframt að kassinn sé tómur!
Fæ ekki séð að dæmið gangi upp.
Stefnir í mikið þjóðfélagslegt fjör á haustdögum.

Klókindi eða óþverraháttur?

"Ólafur F. var veikur maður og það vissu allir. Allir borgarfulltrúar misnotuðu aðstæður hans en við í Sjálfstæðisflokknum gengum skrefinu lengra en hinir með því að bjóða honum borgarstjórastólinn." - Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi.
Til hvers er fólk að rifja þetta upp núna, fimm og hálfu ári síðar?
Það er ekkert nýtt í þessu hörmungarmáli.
Hið skítlega eðli málsins blasti við sérhverjum hugsandi manni strax í janúar árið 2008.

Áfram stelpur! - Áfram Ísland!

Held því ekki fram að sigurinn gegn Hollandi í gær hafi verið sanngjarn.
Held því heldur ekki fram að hann hafi verið ósanngjarn.
Okkar stúlkur skoruðu fallegt mark.
Það gerðu hinar ekki.
Úrslit knattspyrnuleikja byggjast á markaskorun.
Engu öðru.
Engri annarri tölfræði.
Áfram stelpur! - Áfram Ísland!

Pólitísk skrif Morgunblaðsins eru ekki boðleg ærlegu fólki

Hef keypt Moggann nánast alla mína búskapartíð, eða í hartnær 40 ár.
Alltaf verið alveg þokkalega sáttur við blaðið, en þó aldrei stutt hina pólitísku línu þess.
Talandi um pólitíska línu.
Undir núverandi ritstjórn er hún hreint út sagt ömurleg.
Þar flæða heiftin, hatrið og hefnigirnin út yfir alla bakka.
Mér er það algjörlega óskiljanlegt að rekstraraðilar blaðsins vilji hafa þetta svona.
Það þjónar ekki viðskiptahagsmunum blaðsins þegar áskrifendur hverfa þúsundum saman á braut.
Það þjónar alveg örugglega ekki hagsmunum hins elskaða Sjálfstæðisflokks að vera sífellt með niðrandi skrif um andstæðinga flokksins.
Sagði ég niðrandi skrif?
Átti kannski að vera níðskrif.
Vigdís blessunin Hauksdóttir hélt því fram að einhver eða einhverjir væru á launum við að níða hana niður.
Það kann að vera rétt, en er nú ekki mjög líklegt.
Veit hins vegar um einn sem er á mjög góðum launum fyrir það eitt að níða mannorðið og skóinn af pólitískum andstæðingum Sjálfstæðisflokksins.
Af hverju þarf þetta að vera svona?
Í mínum augum og huga er þetta fyrirkomulag ekkert annað en glórulaus vitleysa.
Hjálpar engum - dregur úr viðskiptum og kyndir undir mannfyrirlitningu.

Senn kemur vor lýðskrumaranna

Kosningavor loforðameistaranna er rétt handan við hornið!
Mikið gasalega er þetta falleg framtíðarsýn:

Eflum löggæsluna - með lækkun skatta.
Eflum hag heilbrigðisstéttanna - með lækkun skatta.
Eflum hag vinnandi stétta - með lækkun skatta.
Eflum hag heimilanna - með lækkun skatta.
Eflum hag heimilanna enn betur - með skattaafslætti vegna afborgana af lánum.
Eflum hag fyrirtækjanna - með lækkun tryggingagjaldsins og skatta.
Eflum menntakerfið - með lækkun skatta.
Eflum hér allt - með lækkun skatta á háu launin og þau himinháu.
Eflum hér allt - með með afnámi stimpilgjalda.
Eflum hér allt - með lækkun vörugjalda og afnámi þeirra.
Eflum hér allt - með allskonar, sem tekur allt frá Ríkissjóði!

Bara ein spurning:
Hvernig á að efla mikilvægasta sjóð landsmanna, Ríkissjóðinn, þegar búið er að efla allt svona rosalega nema hann, þetta grey?
Skilst að hann þurfi að borga eitt og annað í samfélaginu.
Til dæmis laun þingmanna sem svona tala!

Veit einhver hvernig lygar og lýðskrum lykta eða eru á litinn?

Var þetta helgileikur eða harmleikur í Höllinni?

Helgileikurinn í Höllinni ber nokkurn svip harmleiks.
Tæpur fimmtungur kaus Hönnu Birnu og hún ekki einu sinni í framboði!
Var, að ég held, eini fulltrúinn á 1700 manna og kvenna (70/30) samkomu sem sérstaklega lýsti því yfir að hún væri ALLS EKKI í framboði!
Hvað hefði hún fengið hefði hún verið í framboði?
Hún hefði líklega unnið yfirburðasigur!
Þetta er bara fyndið! Eiginlega algjörlega óborganlega fyndið!
Aumingja Bjarni.
Hann fær að fljóta enn um sinn.
Flýtur á meðan ekki sekkur sagði mætur maður forðum.
Þessi uppákoma mun fara í annála, rétt eins og þegar stuðningsmenn Willum Þórs fóru að kaupa jólagjafirnar og tryggðu Eygló efsta sætið í Kraganum!
Meira svona!
Þetta er svo fyndið og skemmtilegt!

Verðtryggingin er ekki alvond þegar aðrir kostir eru skoðaðir að mati sérfræðinga!

Átti spjall við þrautreyndan lánamann, sem hefur hrærst í þeirri starfsemi í áratugi.
Lagði fyrir hann þessa spurningu:
Ef þú þyrftir nauðsynlega að taka lán til húsnæðiskaupa nú, hvort myndir þú taka verðtryggt eða óverðtryggt lán?
Ekki stóð á svarinu.
"Vegna hins ótrygga ástands mundi ég taka helminginn verðtryggðan, hinn óverðtryggðan."
Hvaða ályktun má draga af þessu svari?
Til dæmis þá að þeir sem best þekkja til telja verðtrygginguna ekki alvonda!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband