22.8.2013 | 12:32
Breiðu spjótin og títuprjónarnir
Veit ekki hvort vegur þyngra.
Úr Mogga dagsins:
"Breið spjót beinast að RÚV um þessar mundir og gagnrýniraddirnar eru bæði háværar og úr mörgum áttum. Þeir sem lengst ganga í gagnrýni sinni vilja að ríkisfjölmiðillinn verði seldur eða jafnvel lagður niður og aðrir leggja til að miðlar RÚV verði teknir út af auglýsingamarkaði."
Skoðum þetta nánar.
* Breið spjót? - Nei.
* Háværar? - Já.
* Úr mörgum áttum? - Nei.
Breið spjót?
Títuprjónar koma nú heldur upp í hugann!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2013 | 22:30
Kólnandi heitar umræður!
Á forsíðu Moggabloggsins er liður til að skoða. Liðurinn "Heitar umræður."
Fyrir nokkrum árum voru þar færslur inni, þar sem athugasemdir skiptu mörgum tugum, jafnvel hundruðum.
Þá voru umræður oft heitar og margir tóku þátt.
Nú (klukkan 22.30) var heitasta færslan með 14 athugasemdir!
Það sem öllu verra er - ég, aðskotadýrið, á þá færslu!
Það er staðreynd að Moggabloggið er ekki svipur hjá sjón miðað við fyrri tíð.
Hér var oft gaman að vera, margt fólk og mikið fjör.
Nú er hún Snorrabúð stekkur.
Því miður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2013 | 19:38
Fjórir jeppar og nokkur mannslíf
Aðeins um öryggismál sjúkra og slasaðra.
Í 10 fréttum RÚV í gærkvöldi kom fram að "sparnaðurinn" við að hafa ekki lækni með í þyrlum Landhelgisgæslunnar væri heilar 45 milljónir á ári.
Það er ígildi fjögurra þokkalegra jeppa!
Hvers konar forgangsröðun er þetta eiginlega?
Hvaða skilaboð eru þetta til fólks sem býr ekki í stuttri aksturs fjarlægð við sjúkrahús höfuðborgarsvæðisins?
Sjá frétt RÚV, um 2,30 mínútur inn í fréttatímann:
http://www.ruv.is/sarpurinn/tiufrettir/20082013-0
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2013 | 17:05
Skrifa ekki undir
Mín vegna má innanlandsflugið allt færast til Keflavíkur.
Og Landhelgisgæslan líka með sína starfsemi og þyrlur.
Svo má líka stórefla sjúkrahúsið í Keflavík.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.8.2013 | 14:51
Það er allt í lagi að brjóta alþjóðlega samninga - þegar það hentar!
Deilan um síldveiðar og makrílveiðar opnar okkur enn sýn inn í hinn furðulega pólitíska heim. Nú er þessu bara slegið saman, sem um eitt mál sé að ræða. Því fer svo víðs fjarri. 2007 var samið um síldveiðarnar. Færeyingar ákváðu í vor einhliða að fara úr 5,2% upp í um 17% og því var harðlega mótmælt af LÍÚ og stjórnvöldum hér (sjá meðfylgjandi frétt). Allt annað gildir um makrílinn. Þar er enginn samningur. Nú er þessum deilumálum slegið í eitt. Líklega af því að Færeyingar reyndust okkur vel í hruninu. Núverandi stjórnvöld styðja Færeyinga 100% í deilu þeirra við ESB - ef ekki gott betur! Sem sagt; það er allt í lagi að brjóta alþjóðlega samninga - þegar það hentar!
http://www.ruv.is/frett/otrulega-grof-hegdun
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2013 | 21:46
Svona samkomu heimsæki ég aldrei aftur
Þessa sem Frosti framsóknarþingmaður stofnaði, en hefur nú yfirgefið, eða að minnsta kosti stigið niður sem æðsti koppur í því furðulega búri mannfyrirlitningarinnar og hatursins.
Er nánast með óbragð í munni eftir skamma viðdvöl þar inni.
Líklega þarf að stofna sérstaka FB síðu, eða deild inn lögreglunnar, til að fylgjast með því hatursfulla fólki sem þar lætur dæluna ganga um menn, stofnanir og málefni á sérlega ósvífinn hátt.
Svona samkomu heimsæki ég aldrei aftur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
20.8.2013 | 15:03
Hverjum glymur bjallan í ríkisstjórninni?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2013 | 20:25
Ríkisstjórnin er tvífallin á fyrstu 100 dögunum!
Þegar Vinstri stjórnin tók að mælast undir meirihlutamörkum upphófst mikill söngur kórs andstæðinga hennar. Textinn var einfaldur, eins og við mátti búast:
Vantraust og kosningar strax!
Söngstjóri var ritstjóri Morgunblaðsins.
Má ekki búast við því að nú fari hann að veifa tónsprotanum að nýju?
Ef hann vill vera samkvæmur sjálfum sér, sem og einnig aðrir kórfélagar!
Líklegt?
Öðru nær.
Í stjórnmálum eru fæstir samkvæmir sjálfum sér.
Það vita allir.
Þeim mun fleiri grátbroslega lausir við að trúa á eigin orð - þegar hentar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.8.2013 | 19:54
Hinn heimatilbúni lýðræðishalli
En hvað um þeirra eigin lýðræðishalla?
Hvers vegna þora þeir ekki að leita eftir áliti þjóðarinnar varðandi ESB?
VG liðar voru skammaðir þegar umsóknin var send. Hundskammaðir, jafnt innan eigin raða sem utan.
En hvað gerðu þeir af sér?
Nákvæmlega ekki neitt.
Þeir lýstu sínum skoðunum og stefnu og það sem meira var:
Þeir vildu að fólkið í landinu hefði svo lokaorðið.
Það var mjög lýðræðisleg ákvörðun.
Afstaða núverandi stjórnar á hins vegar ekkert skylt við lýðræði.
Hún er heimagerður lýðræðishalli af verstu gerð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.8.2013 | 17:19
Illskeyttar öfgar
Tvö dæmi.
Hægri menn, sumir hverjir, tala gjarnan um vinstri menn sem kommúnista og eru þá líklega að lauma því inn hjá lesendum að vinstri menn hérlendis séu ekkert skárri en kommúnistarnir sem komust til valda í Austur Evrópu og víðar fyrir og eftir seinni heimsstyrjöldina.
Vinstri menn, sumir hverjir, tala gjarnan um hægri menn sem fasista og eru þá líklega að lauma því inn hjá lesendum að hægri menn hérlendis séu ekkert skárri en fasistarnir sem settu umheiminn á annan endann og leiddu til þeirrar fjöldaslátrunar sem varð í seinna heimsstríðinu.
Kommon!
Við búum á Íslandi.
Svona orðnotkun er með öllu óþörf.
Hér eru engir illskeyttir kommúnistar.
Hér eru engir illskeyttir fasistar.
Hins vegar er hér fullt af fólki með mismunandi skoðanir.
Þannig á það líka að vera.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar