8.1.2013 | 10:31
Furðuleg framkoma Jóns Bjarnasonar
Jón fer ekki í framboð fyrir VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
8.12.2012 | 20:49
Framsókn með skemmtiatriði aldarinnar?
Geðveik skemmtun á aðventunni!
Alltaf leggst nú eitthvað til, til að gleðja hjörtun og kitla hláturtaugarnar, sem er einstaklega vel þegið á þessum krepputímum!
Smalar smöluðu sauðum sínum á tvöfalt kjördæmisþing Framsóknar í Kraganum í dag.
Mundu bara að þú átt að kjósa mig! Þú þarft ekki að gera neitt annað!
Svo var kosið um fyrsta sætið. Willum fékk 152 atkvæði. Eygló fékk 147 atkvæði. Una fékk 25 atkvæði. Alls eru þetta 324 greidd atkvæði.
Að þeirri niðurstöðu fenginni hélt hluti sauðahjarðar Willums út í lífið, til innkaupa jólagjafa, eða bara til að leika jólasveina!
En það þurfti að kjósa aftur vegna 50% reglunnar, sem alfarið fór framhjá hluta sauðahjarðar Willums!
Þá hlaut Eygló 158 atkvæði. Willum fékk 136. Atkvæði alls voru 294, eða 30 færri en í fyrri umferðinni!
Eygló vann með 22ja atkvæða mun!
Aldrei fyrr í stjórnmálasögunni hefur nokkuð öruggt þingsæti tapast vegna jólagjafa innkaupa í Kringlunni eða jólasveinaleikja!
Ef þetta er ekki brandari ársins, hver skyldi hann þá vera?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.12.2012 | 15:55
Er Framsókn ekki jafnréttisflokkur?
Ef Framsókn heldur sínu fylgi í vor, sem spár gera reyndar ekki ráð fyrir, þá gæti hlutfall milli karla og kvenna í þingflokknum orðið 7 - 2 eða 6 - 3 körlunum í vil.
Er Framsókn ekki jafnréttisflokkur?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.12.2012 | 19:05
Vafningsfléttan í heild sinni er viðurstyggilegur gjörningur og hreint ekki sá eini
Gerði ekkert rangt, skrifaði bara undir fyrir kallana mína sem voru erlendis.
Braut engin lög.
Segir Bjarni Benediktsson formaður Sjallaflokksins.
Líklega braut hann engin lög, en Vafningsfléttan í heild sinni er viðurstyggilegur gjörningur siðblindra bankamanna og manna úr viðskiptalífinu.
Nú er talað um 15 milljarða tap vegna þessarar einu svikafléttu!
Hvað þá með allar hinar?
Ekki furða að flestir þátttakendur og leikendur í hinu "svokallaða" viðskiptalífi, árin fyrir hrun, skuli hafa flúið land.
Þjóðin mun bera bagga þeirra í áratugi.
Þið megið gjarnan deila þessu sem víðast.
Það sem þjóðin þarf síst á að halda nú er að sofna á verðinum og gleyma þeim skjaldsveinum sem skildu hana eftir á brókinni einni saman.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.12.2012 | 18:09
Er léttvægt að fremja glæpi gegn þjóð sinni?
Sífellt kemur betur í ljós þvílíkur glæpur einkavæðing bankanna var gagnvart þjóðinni.
Ein afleiðingin er sú að Íbúðalánasjóður er gjaldþrota og mun örugglega kosta þjóðina einhver hundruð milljarða þegar upp verður staðið.
Enginn er ábyrgur fyrir neinu.
Allra síst ráðamennirnir sem taka stórar ákvarðanir sem varða þjóðarhag.
Það er margsýnt og sannað.
Ætli Íslendingar séu nokkuð fjármálasnillingar?
Fjármálavillingar er líklega nær lagi.
Stjórnmálaundanvillingar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.11.2012 | 14:52
57/68
Hvaða hlutfall er þetta?
Árafjöldinn sem flokkurinn, einkaleyfishafinn á skattaumræðunni, hefur að mestu stjórnað skattamálum þjóðarinnar frá stofnun lýðveldisins.
Lækkum skatta!
Lækkum skatta!
Afnemum skatta!
Hljómar vissulega ekkert illa!
En lyktar af úldnu lýðskrumi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2012 | 13:36
Viltu velja?
Ljóti sirkusinn þessi efnahagsmál okkar. Lánamálin að gera hálfa þjóðina að öreigum.
Hvað er til ráða? Hvað af eftirtöldu ætli sé best að setja á hausinn við leiðréttingar lána í þessu landi:
Ríkissjóð?
Lífeyrissjóðina?
Bankana?
Íbúðalánasjóð?
Millistéttina?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.11.2012 | 19:47
Kalt vor
Sjallar boða frjálshyggjuvor.
Það mun því hausta snemma á næsta ári.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.11.2012 | 17:39
Er Vigdís Hauksdóttir að eignast harðan keppinaut á Alþingi?
Þau eru mörg stórmálin sem eðlilega brenna á fólki. Svo er það þannig að sumt fólk er svo andlega smátt að það sér ekki muninn á stórum og smávægilegum málum. Lítið á þetta:
"Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill fá að vita hvaða prestar hafa annast guðsþjónustur þær sem útvarpað er í Ríkisútvarpinu á sunnudagsmorgnum. Þá vill hún vita hversu oft þessir prestar hafa talað."
Er Vigdís Hauksdóttir að eignast harðan keppinaut á Alþingi?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2012 | 13:55
Lagt til að Bjarni verði kallaður á teppið
Ragnar Önundarson á Facebook:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar