12.11.2012 | 14:59
Ragnar Önundarson stefndi ekki á þing, hann vildi hreinsa til í flokknum
Eftirfarandi skrifaði ég þann 24. október síðast liðinn vegna framboðs Ragnars Önundarsonar til fyrsta sætis á lista Sjálfstæðismanna í Kraganum:
Framboð Ragnars Önundarsonar.
Hvað vakir fyrir kallinum?
Þrá eftir þingsæti?
Held ekki.
Hann er að benda á að formaður flokksins sé óhæfur vegna fortíðar sinnar á fjármálasviðinu.
Hann er einnig að benda á að flokkurinn eigi að gera upp fortíð sína og aðkomu að hruninu, sem hann kannast undarlega lítið við.
Held að Ragnar Önundarson gangi ekki með þingmann í maganum.
Hann er allt of skynsamur maður til þess.
Nú hefur Ragnar staðfest þessi orð á sinni Facebook síðu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.10.2012 | 11:09
Kommar og kommalufsur
Ef þú ert ekki Sjálfstæðismaður þá ertu kommi eða kommalufsa.
Þetta má sjá á skrifum margra í netheimum.
Gáfulegt?
Nei.
Hlægilegt?
Nei.
Aumkunarvert?
Mjög svo.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.10.2012 | 14:52
Framboð til umvöndunar
Hvað vakir fyrir kallinum?
Þrá eftir þingsæti?
Held ekki.
Hann er að benda á að formaður flokksins sé óhæfur vegna fortíðar sinnar á fjármálasviðinu.
Hann er einnig að benda á að flokkurinn eigi að gera upp fortíð sína og aðkomu að hruninu, sem hann kannast undarlega lítið við.
Held að Ragnar Önundarson gangi ekki með þingmann í maganum.
Hann er allt of skynsamur maður til þess
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2012 | 16:45
Fyndin Framsókn?
Víða verður barist um efstu sætin hjá flokkunum á næstunni. Allir fagna samkeppninni og búa sig undir sigur eða tap.
Ekki alveg allir.
Tveir menn keppa um efsta sætið hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi, sem virðist mjög eðlilegt, en þar á bæ eru menn að halda sáttafundi vegna þeirrar keppni!
Er það ekki svolítið fyndið?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.10.2012 | 15:26
Toppmaður á toppnum?
"Árni Johnsen alþingismaður gefur kost á sér í fyrsta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum."
Var ekki Árni Johnsen færður niður um eitt sæti síðast vegna mikils fjölda útstrikana?
Árni Johnsen vill leiða listann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.9.2012 | 10:28
Meðlög Morgunblaðsins
Mogginn kostar það, en hvað skyldi hann þurfa að kosta til að viska Davíðs geti komist af án endalausra meðlaga frá samfélaginu?
Örorka er ekki lífsstíll segir í auglýsingum.
Betl og taprekstur eru hvimleiður lífsstíll.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2012 | 13:04
Siðlausir fara Fjallabaksleiðina að fjármagni annarra
Er viðskiptasiðferðið í lagi?
Einkafyrirtæki selur afurð sína á 4.390 krónur mánaðarlega, eða 52.680 krónur á ári. Þetta sama fyrirtæki nagar svo þröskulda bankanna árlega og grátbiður um niðurfellingar skulda í formi afskrifta, sem bankarnir deila svo út á aðra viðskiptavini. Jafnframt því liggur svo fyrirtækið í eigendum sínum með grátsatafinn í kverkunum og suðar út aukin hlutafjárframlög. Reksturinn er glórulaus taprekstur og hefur verið svo í mörg ár.
Hvernig er viðskiptasiðferðið hjá þessu fyrirtæki?
Af hverju hækkar það ekki gjaldskrána, til dæmis í 10 þúsund krónur á mánuði og sparar sér grenjuköstin að hluta?
Veit sem er.
Þá kaupir enginn vöruna. Þá er nú betra að fara Fjallabaksleiðina siðlausu að fjármagninu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2012 | 13:24
Óreiðumenn og afskriftirnar
Nú stendur yfir afskriftatími í þjóðfélaginu. Þeir sem allir héldu að væru klárastir hafa reynst mestu vitleysingjar þjóðarinnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2012 | 14:10
Atvinnuleysi og atvinnulygarar
Stórmerkilegt.
Atvinnuleysið farið að gæla við 4% mælingu á sama tíma og fjöldi fólks gerir sér far um að trúa þeim sem segja að það sé fjandakornið ekkert að gerast í landinu!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar