Ragnar Önundarson stefndi ekki á þing, hann vildi hreinsa til í flokknum

Eftirfarandi skrifaði ég þann 24. október síðast liðinn vegna framboðs Ragnars Önundarsonar til fyrsta sætis á lista Sjálfstæðismanna í Kraganum:

Framboð Ragnars Önundarsonar.
Hvað vakir fyrir kallinum?
Þrá eftir þingsæti?
Held ekki.
Hann er að benda á að formaður flokksins sé óhæfur vegna fortíðar sinnar á fjármálasviðinu.
Hann er einnig að benda á að flokkurinn eigi að gera upp fortíð sína og aðkomu að hruninu, sem hann kannast undarlega lítið við.
Held að Ragnar Önundarson gangi ekki með þingmann í maganum.
Hann er allt of skynsamur maður til þess.

Nú hefur Ragnar staðfest þessi orð á sinni Facebook síðu.


Kommar og kommalufsur

Ef þú ert ekki Sjálfstæðismaður þá ertu kommi eða kommalufsa.
Þetta má sjá á skrifum margra í netheimum.
Gáfulegt?
Nei.
Hlægilegt?
Nei.
Aumkunarvert?
Mjög svo.


Framboð til umvöndunar

Framboð Ragnars Önundarsonar.
Hvað vakir fyrir kallinum?
Þrá eftir þingsæti?
Held ekki.
Hann er að benda á að formaður flokksins sé óhæfur vegna fortíðar sinnar á fjármálasviðinu.
Hann er einnig að benda á að flokkurinn eigi að gera upp fortíð sína og aðkomu að hruninu, sem hann kannast undarlega lítið við.
Held að Ragnar Önundarson gangi ekki með þingmann í maganum.
Hann er allt of skynsamur maður til þess

Fyndin Framsókn?

Víða verður barist um efstu sætin hjá flokkunum á næstunni. Allir fagna samkeppninni og búa sig undir sigur eða tap.

Ekki alveg allir.

Tveir menn keppa um efsta sætið hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi, sem virðist mjög eðlilegt, en þar á bæ eru menn að halda sáttafundi vegna þeirrar keppni!

Er það ekki svolítið fyndið?


Toppmaður á toppnum?

"Árni Johnsen alþingismaður gefur kost á sér í fyrsta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum."

Var ekki Árni Johnsen færður niður um eitt sæti síðast vegna mikils fjölda útstrikana?


mbl.is Árni Johnsen vill leiða listann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meðlög Morgunblaðsins

4390 krónur á mánuði.
Mogginn kostar það, en hvað skyldi hann þurfa að kosta til að viska Davíðs geti komist af án endalausra meðlaga frá samfélaginu?
Örorka er ekki lífsstíll segir í auglýsingum.
Betl og taprekstur eru hvimleiður lífsstíll.

Siðlausir fara Fjallabaksleiðina að fjármagni annarra

Er viðskiptasiðferðið í lagi?
Einkafyrirtæki selur afurð sína á 4.390 krónur mánaðarlega, eða 52.680 krónur á ári. Þetta sama fyrirtæki nagar svo þröskulda bankanna árlega og grátbiður um niðurfellingar skulda í formi afskrifta, sem bankarnir deila svo út á aðra viðskiptavini. Jafnframt því liggur svo fyrirtækið í eigendum sínum með grátsatafinn í kverkunum og suðar út aukin hlutafjárframlög. Reksturinn er glórulaus taprekstur og hefur verið svo í mörg ár.
Hvernig er viðskiptasiðferðið hjá þessu fyrirtæki?
Af hverju hækkar það ekki gjaldskrána, til dæmis í 10 þúsund krónur á mánuði og sparar sér grenjuköstin að hluta?
Veit sem er.
Þá kaupir enginn vöruna. Þá er nú betra að fara Fjallabaksleiðina siðlausu að fjármagninu.


Óreiðumenn og afskriftirnar

Nú stendur yfir afskriftatími í þjóðfélaginu. Þeir sem allir héldu að væru klárastir hafa reynst mestu vitleysingjar þjóðarinnar.

Ein fjári góð spurning!
Getur einhver bent mér á Sjalla sem hefur gagnrýnt hinar gífurlegu afskriftir til óreiðumanna Moggans?


Atvinnuleysi og atvinnulygarar

Stórmerkilegt.
Atvinnuleysið farið að gæla við 4% mælingu á sama tíma og fjöldi fólks gerir sér far um að trúa þeim sem segja að það sé fjandakornið ekkert að gerast í landinu!


Við borgum ekki skuldir óreiðumanna!

Ekki veit ég hversu skaparinn vandar sig þegar hann setur kímnigáfuna í fólk. Til dæmis finnst mér afskaplega fyndið að lesa um 5,2 milljarða afskriftir fyrir Moggann!
Svona í ljósi þess hverjir eiga þar í hlut, nokkrir af auðugustu útgerðarmönnum landsins, flokkurinn fjármálasnjalli, Óskar Kínavinur, að ógleymdum manninum sem sagði svo snaggaralega:
Nei, við borgum ekki skuldir óreiðumanna!
Hahahahahaha! - Ææææææææ!
Djöfull er þetta fyndið!
Getur verið að ég sé einhvers konar mánudagseintak!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband