Þögn Sjallana er ærandi

Setti þessa færslu inn á Facebook og viðbrögðin voru mikil. Ætli þau verði nokkur hér í litla Moggahreiðrinu? 
Ein fjári góð spurning!
Getur einhver bent mér á Sjalla sem hefur gagnrýnt hinar gífurlegu afskriftir til óreiðumanna Moggans?

Hverjir vilja borga skuldir óreiðumanna hjá Mogganum?

Ætli þeir séu ekki nokkuð margir viðskiptavinirnir hjá Íslandsbanka sem engan áhuga hafa á að afskrifa skuldir óreiðumanna hjá Mogganum, sjálfum sér til lakari kjara? Afskriftir útgerðarfélaga eru oft réttlættar með því að þau skapi verðmæti og gjaldeyri.
Pólitíski fnykurinn af þessum afskriftum til Moggans nær um alla lögsögu landsins.
Mogginn skapar engin verðmæti, en þeim mun meira af leiðindum!
Almenningur vill ekki þessi leiðindi og kaupir því ekki blaðið.
Er það ekki orðið Moggaljóst?
Ég er til dæmis einn af viðskiptavinum Íslandsbanka sem er á förum.
En hvert á maður að senda aurana til geymslu og rýrnunar?

Er Mogginn ríkisrekinn fjölmiðill?

Afskriftir.
Um þær gilda engar reglur, bara geðþótti.
Afskriftir til útgerðarfyrirtækja eru réttlættar með því að þau skapi verðmæti í þjóðarbúið og afli gjaldeyris.
Hvernig á að réttlæta afskriftir til fjölmiðla sem ekki geta staðið á eigin fótum vegna áhugaleysis almennings á þeim?
Hverju er eiginlega verið að bjarga?
Ekki skapa þessir fjölmiðlar nein verðmæti fyrir þjóðarbúið.
Svo mikið er víst.
Það er öllu heldur að þeir skapi endalaus leiðindi!

Þurfalingar frjálshyggjunnar leynast víða

Er það ekki brjálæðisleg kaldhæðni að Mogginn, helsti boðberi frjálshyggjunnar og óheftra viðskipta, skuli hafa sagt sig til sveitar hjá Íslandsbanka eins og hver annar þurfalingur og étið þar afskriftir úr lófa stjórnenda bankans með bestu lyst?
5,2 milljarðar afskrifaðir á þremur árum fyrir algjörlega glataðan rekstur!
Yndisleg er frjálshyggjan!
En bara fyrir suma.

Opið bókhald og rassvasabókhald

„Hvet alla forsetaframbjóðendur til að fylgja góðu fordæmi Herdísar Þorgeirsdóttur og opna bókhaldið fyrir kosningarnar. Það virðist enginn skortur á peningum hjá sumum þeirra og þjóðin, þ.e. kjósendur, eiga réttmæta kröfu á að vita hvaðan peningarnir koma." Segir Þór Saari.

Er opið bókhald skyndilega eitthvert lausnarorð? Allir með nefið ofan í öllu. Styrkjum, kaffinu, kleinunum, vöfflunum, bensíninu og auglýsingunum.

Eitt er alveg öruggt í þessu landi. Ef frambjóðendur vilja fela einhverja styrki, þá gera þeir það, rétt eins og flokkarnir.

Opið bókhald kallar bara á falið rassvasabókhald til hliðar við hið opna.


mbl.is Þingmaður vill opið bókhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skoðanakönnun rétt handan við hornið

Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands mun á allra næstu dögum, líklega þó á morgun, birta niðurstöður úr könnun á fylgi við flokka og forsetaframbjóðendur.
Úrvinnslan mun vera á lokasprettinum.
Held að lítill munur mælist á Ólafi Ragnari og Þóru.
Kemur í ljós!

2012 - Kvennaárið mikla?

"Agnes er fyrsta konan sem vígð verður sem biskup yfir Íslandi og sú 57. í röðinni talið frá Ísleifi Gissurarsyni sem vígður var til biskups í Skálholti af páfanum í Róm árið 1156."

Gleðitíðindi.

Kvennaárið mikla?

Tvær konur biskupar, kona í forsæti ríkisstjórnarinnar, kona er rektor Háskóla Íslands og svo er ekki ólíklegt að kona taki við lyklakippunni á Bessastöðum!


mbl.is Agnes vígð til biskups í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viltu sjúklega krónískt sýkta krónu eða eitthvað heilbrigðara?

Guðmundur Ólafsson, hagfræðingur, var með fjári gott innlegg á Bylgjunni í liðinni viku varðandi gjaldmiðilinn okkar.
Pínulítið gjaldmiðilspróf fyrir almenning.
Aðeins ein spurning!
Hvort vildir þú heldur fá útborgað í íslenskum krónum, dollurum, eða öðrum sterkum gjaldmiðli á alheimsvísu?
Taktu prófið, endilega!

Er Moggabloggið á góðri siglingu, eða er það bara gamall skuggi af sjálfu sér?

Í gær datt mér í hug að kíkja á gamla Moggabloggið mitt, eftir nokkra fjarveru, svona að mestu. Verð að segja að mér brá nokkuð. Eftir að hafa flakkað um nokkrar bloggsíður, sem fæstar höfðu fengið athugasemdir að ráði, og fylgst með því hvernig forsíðan uppfærist löturhægt, varð mér ljóst að þessi bloggvefur má örugglega muna betri tíð með fleiri gesti og skrifara í haga!

Auk þess ætlaði ég, tölvunördinn að vísu, aldrei að finna Moggabloggið á forsíðu mbl.is. Mikið andskoti er það vel falið þar! Minnir að Árni Matt hafi á sínum tíma heitið bloggurum að inngangurinn í dýrðina yrði gerður sýnilegri. Nú er hann næstum ósýnilegur!

Er ég einn um þessa tilfinningu?

Eru bloggarar hér inni kannski bara himinlifandi með Moggabloggið í heild? 


Aðeins í einræðis- og molbúaríkjum sitja forsetar í tuttugu ár

Gunnar Smári Egilsson á Facebook síðu sinni: "Ég held að allir forsetaframbjóðendurnir muni geta vaxið í starfi og orðið betri forsetar í lok kjörtímabilsins en þeir voru í upphafi þess. — Nema einn."

Mikið er þetta rétt hjá Gunnari Smára.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband