Er Mogginn að fela Moggabloggið?

Datt í hug í dag að kíkja aðeins á gamla Moggabloggið mitt, eftir langa fjarveru. Kannski ekkert sérstaklega góð hugmynd! Lenti strax í vandræðum. Hvar var flipann að finna inn á bloggið á mbl.is? Leitaði og leitaði, en fann ekkert annað en tilvísanir á eitthvað allt annað! Rambaði að lokum hér inn. Spyr nú bara! Er Mogginn vísvitandi að fela Moggabloggið? Af hverju er bloggið ekki á upphafsslá mbl.is, eins og hjá öðrum fjölmiðlum? Sýnist einhver felugirni ráða hér ferð. Ekki er það nú gott, ef rétt reynist!

Fimm milljóna kella fór í fýlu! Og hvað með það? Kannski lágu hæfileikar hennar best í því!

Þetta mál er allt stórundarlegt. Manni virtist á sínum tíma að mjög fagmannlega væri staðið að ráðningunni. Fólkinu raðað eftir meintri hæfni af kunnáttufólki og svo var karlinn ráðinn!

Nei, þá fer þessi kærukerling í fýlu og býðst til að aflétta henni gegn fimm milljónum frá ríkinu!

Eins gott að hún fær þann pening aldrei.

En ekki skal efast um að hún hefur hæfileika til að taka við peningunum, en eftir allt hennar fáránlega brölt, má ríkið þakka Guði fyrir að hafa ekki ráðið hana til vinnu.


mbl.is Álykta um dóminn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Arkitektar og spunameistarar af Guðs náð

Hvað er eiginlega að gerast í lífríkinu?
Fór hring um spýtukofann utanverðan í kvöldsólinni. Sá þvílíkan urmul af kóngulóm, vefjum, hreiðrum og ungviði að líklega er þessi árás á kofann minn gerð af þúsundum, ef ekki tugþúsundum!
Hvað er í gangi?
Eru Sjallarnir að einangra mig með þessum slóttuga hætti? Loka mig bara inni með sterkustu vefjum sem jarðarbúar þekkja! Þeir væru vísir til þess!
Dáist svo að dugnaði smádýranna, að eitrun þeirra vegna er í raun ekki á dagskrá og hefur aldrei verið.
Mitt eina vopn í þessari glötuðu baráttu er gamli bílakústurinn minn.
Þær þekkja hann þessar elskur og glotta við vef þegar þær sjá hann!

Kengruglaður ritstjóri og ritsóði

Staksteinahöfundur spyr í dag hvort Dagur og Jón Gnarr lifi í heimatilbúnum sýndarveruleika. Kallar Besta flokkinn líka systurflokk Samfylkingar, bjánalegt sem það nú er.
Heimatilbúnum sýndarveruleika?
Hver skyldi hafa hannað sýndarveruleika ritstjórans?
Þar hefur þurft fagmann til verks!

Þetta verður hörkuslagur um Bessastaði

Nýjasta Gallup könnunin.
44,8% : 37%.
Verður hörkuslagur.
Hvernig í veröldinni gátu Fréttablaðið og Stöð 2 komið fylgi Ólafs Ragnars upp í 58% í síðustu könnun sinni?
Getur bara hver sem er vaðið af stað og gert skoðanakönnun?

Mogginn og málfrelsið. Er þar allt birt sem fellur vel að öfgum og áhugamálum ritstjórans? Sama hversu klúrt, móðgandi og heimskulegt það er? Minni á tilganginn og meðulin. Það á við hér. Þvílík andskotans steypa.

Þeir sem vilja kynnast hroka, öfgum, heimsku og mannlegri niðurlægingu frá eigin hendi, ættu að smella á linkinn hér að neðan. Nú, eða kíkja bara í Mogga þessa Hvítasunnudags. Þar er þessi óþverri blessaður með birtingunni einni saman. Líklega í skjóli málfrelsis og samþykkis ritstjórans, sem þýski sendiherrann gerðist svo djarfur að snupra fyrir níðskrif um málefni þjóðanna sem saman standa að ESB.

Veit að það fyrirfinnast menn í þessu samfélagi sem fagna öllu skaðræðisníði, bara ef það kemur frá hægrisinnum.

Ertu til í viðbjóðinn? Hann er í linknum.

http://www.facebook.com/bjorn.birgisson.9/posts/111862175619437?ref=notif&notif_t=share_comment


Sjálfstæðismenn í Garðinum hafa misst meirihlutann. Engar líkur á að Ásmundur Friðriksson verði bæjarstjóri þar áfram.

BB Fréttir, skrefi á undan.
Meirihluti Sjálfstæðismanna í Garðinum er fallinn.
Engar líkur eru taldar á að Ásmundur Friðriksson bæjarstjóri haldi starfi sínu.
Kolfinna S. Magnúsdóttir, D-lista, mun að sögn hafa gengið til liðs við minnihlutann. Áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn, sem alltaf hefur verið mjög sterkur í Garðinum.
Eftir síðustu kosningar var staðan þessi í Garðinum, sem er um 1500 manna sveitarfélag:
D-listinn fékk fjóra fulltrúa. L-listinn fékk einn, en L-listinn er klofningur frá D-lista! N-listinn fékk tvo fulltrúa, en að honum standa kratar, VG og þeir tveir Framsóknarmenn sem vitað er um í bænum!
Þess má svo geta að skólanefndin í bænum hefur óskað eftir lausn frá störfum, eftir mjög svarta skýrslu sérfræðinga um skólamálin í bænum.
Líf og fjör í Garðinum!
Pólitíkin þar hefur verið hatröm um langt árabil.

Niðurrökkun, ný þjóðaríþrótt

Þjóðaríþróttir landans eru margbreytilegar!
Lengi var það glíman. Sokkabuxurnar strengdar. Stigið! Sigtryggur vann!
Svo kom handboltinn. Strákarnir okkar að kljást við stórþjóðirnar.
Svo komu fótboltastelpurnar okkar, berlæraðar í blöðrubólguveðri.
Nú er það niðurrökkunin á stjórnmálafólki og öðru fólki sem velst til viðkvæmra stjórnunarstarfa í þjóðfélaginu.
 
Í ríkisstjórn, á Alþingi, í Seðlabankanum, í stjórnum lífeyrissjóðanna, í bankakerfinu, í dómskerfinu, í LÍÚ forustunni, hjá flokkunum, í sveitarstjórnum, í ráðuneytum og víðar og víðar.
Af því að 1. mai er í dag nefni ég sérstaklega forustu ASÍ. Mörgu fólki er unun að því að sparka fast í forustumenn þeirra samtaka og baktala hressilega í leiðinni.
"Þeir gera ekkert fyrir okkur þessir andskotar!"
"Þeir hugsa bara um eigin hag þessir andskotar!"
Ávallt röklausar upphrópanir reiðs fólks, sem sjaldnast er í takti við raunveruleikann.
Hvað á ASÍ að gera fyrir fólkið umfram það sem gert hefur verið?
Beina byssukjöftum að atvinnurekendum og knýja fram 100% launahækkanir öllum til óbóta og til hruns atvinnulífsins og þjóðlífsins?
Linnulaus, endalaus og ábyrgðarlaus kjaftháttur, ásamt spörkum og höggum neðan beltis, er hin nýja þjóðaríþrótt á Íslandi og í henni er rífandi gangur!
Ekki er ég barnanna bestur þar.
Vek þó athygli á þessu.
Sendi öllum launþegum í landinu bestu kveðjur í tilefni af baráttudegi verkalýðsins.
Þótt 1. mai sem slíkur sé að hverfa í blámóðu minninganna.
Fram eftir síðustu öld var 1. mai einn stærsti dagur ársins.

Þingmannsefni staðfestir að Páll Vilhjálmsson sé leigupenni

 Nú hefur fengist staðfesting á því sem mig hefur lengi grunað.
Páll Vilhjálmsson, sem titlar sig blaðamann, einn 40 stjórnarmanna (!) í Heimssýn, samtökum sem berjast gegn ESB aðild, er leigupenni.

Heimssýn fékk 9 milljónir af svokölluðum ESB peningum, í gegn um ríkið, til að halda málstað sínum til streitu og kynningar.

Páll Vilhjálmsson sér um heimasíðu samtakanna og skrifar þar pistla og þiggur laun fyrir það. Væntanlega eru svo Heimssýnarmenn bráðánægðir með skrif Páls á Moggablogginu líka.

Staðfestingin er komin frá félaga Páls í stjórn Heimssýnar, þingframbjóðanda sem heitir Jón Ragnar Ríkharðsson, svohljóðandi orðrétt:

"Páll er meðal annars leigupenni hjá mér og mínum félögum í Heimssýn, við borgum honum laun fyrir að sjá um bloggið okkar og skrifa stundum í það, ágætis blogg hjá honum Páli."

PS. Í stjórn Heimssýnar eru 6 konur og 34 karlar! Ekki þykir það nú merkilegt hlutfall á árinu 2012!


Nú totta margir ESB spenana!

"Til að standa straum af kostnaði við síðuna er leitað eftir styrkjum og auglýsingum." Nema hvað? Þá er nú notalegt að fá ríflegan styrk frá ESB! Það munar alveg um 7 ESB millur!

Um Evrópuvaktina (orðrétt af síðu hennar):
Á Evrópuvaktinni er lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá verður fylgst með framvindu ...alþjóðlegra stjórnmála og efnahagsmála í þessu ljósi. Efni síðunnar byggist á fréttum, fréttaskýringum, pistlum og ritstjórnardálkum.

Umsjónarmenn efnis eru Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, og Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri. Tæknileg umsýsla vefsins er í höndum Vefmiðlunar ehf.

Til að standa straum af kostnaði við síðuna er leitað eftir styrkjum og auglýsingum. Rekstrarleg umsýsla er í höndum félagsins Evrópuvaktin er umsjónarmaður þess Friðbjörn Orri Ketilsson.

Ritstjórn
Björn Bjarnason - bjorn@bjorn.is
Styrmir Gunnarsson - styrmir@styrmir.is

Netfang ritstjórnar - ritstjorn@evropuvaktin.is


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband