Kvótafrumvörpum Steingríms verður örugglega breytt

Dettur ekki í hug að trúa því að kvótafrumvörpin fari óbreytt í gegn um þingið.

Dettur ekki í hug að trúa því að útgerðarmenn og verkendur í Grindavík muni þurfa að greiða ríkinu 2000 milljónir árlega miðað við núverandi forsendur.

Ýmsir landsbyggðarþingmenn munu sjá til þess að verulega verði dregið úr þessari gjaldtöku. Þingmenn sem þurfa á atkvæðum fólks í sjávarbyggðum að halda.


Ekki leigðir, heldur keyptir

Útgerðin þjóðnýtt!
Segja keyptir pennar.

Ekki klúðra tækifærinu til að gera Bessastaði að stolti þjóðarinnar eftir allar hörmungarnar á liðnum misserum!

Forsetapæling að marggefnu tilefni.
Sjálfstæðismenn vita manna best að þjóðin mun aldrei kjósa forseta úr þeirra röðum. Þeir hafa reynt að stilla upp sínum mönnum, án árangurs, og virðast nú aðeins sjá einhverja glóru í einum mest hataða einstaklingi innan flokks síns í gegn um tíðina.
Ólafi Ragnari Grímssyni.
Viltu brosa, hlæja eða gráta? Viltu kannski Norður Kóreu klút?
Það er fullkomlega kýrskýrt að allir frambjóðendur stefna að því að fella þann sem situr. Andstæðingar Ólafs Ragnars verða að sannmælast um einn öflugan frambjóðanda og þá mun hinn ómissandi með mikilmennskubrjálæðið skítfalla þann 30. júní í sumar!
Nýtt Ísland, takk fyrir!

Ráðist á saklausa meðan sekir ganga lausir?

Stórmerkilegt hvað Davíð Oddsson ætlar að sleppa billega frá hruninu. Hann lék góða karlinn í Landsdómi í gær.

Vissi svo margt og varaði svo oft við!

Lítum nánar á söguna.

Davíð beitti sér af hörku fyrir einkavæðingu bankanna 2002. Var þá forsætisráðherra. Gengdi því embætti til 15. september 2004. Varð þá ráðherra utanríkismála, til 27. september 2005. Þá tók starf Seðlabankastjóra við og úr því var hann hrakinn með látum 2009, eftir að allt var farið til andskotans.

Svo lendir Geir Haarde bara fyrir Landsdómi!

Rétt eins ekkert athugavert hafi gerst á vakt Davíðs, sem þó lagði grunninn að viðbjóðnum og stóð sem Seðlabankastjóri miklu nær bönkunum en nokkur annar maður!

Réttlætið í þessu landi!
Hvernig er það eiginlega?


Leyndarmálið dýra og litli hlýðni strákurinn með pennann

Hér kemur algjör skáldskapur sem enginn er beðinn að trúa:

Ring, ring, ring!

"Bjarni minn þú þarft að skreppa og undirrita nokkur skjöl fyrir okkur."
"Nú, hvernig skjöl eru það?"
"Best að þú vitir sem minnst um það vinur."
"Nú, eru þetta þá einhver leyniskjöl?"
"Nei, nei, bara svona venjuleg viðskiptaskjöl."
"Jæja, er um háar fjárhæðir að tefla?"
"Tja, sumum finnst 10 milljarðar mikið, öðrum ekki."
"Mér finnst það nú nokkuð mikið, en hvað á að gera við alla þessa peninga?"
"Það er best að þú vitir sem minnst um það vinur."
"Þetta hljómar nú dálítið einkennilega, satt að segja."
"Nei, nei, bara ósköp venjuleg viðskipti, drífðu þig bara vinur."
"Allt í lagi, ég skrifa þá undir, en þú segir mér kannski meira um málið seinna."
"Geri það vinur, eða kannski þeir í bankanum."
"Allt í lagi, geri þetta, bless og hafðu það gott."
"Sömuleiðis vinur og gangi þér vel við undirskriftirnar."

Lagt á.


Bjarni og stofuhitinn!

Ef Bjarni Benediktsson vissi ekkert um hvert 10 þúsund milljónirnar frægu áttu að fara, þá er hann með viðskiptavit og greindarvísitölu á við stofuhita í snjóhúsi á Suðurpólnum!
Þetta mál verður grátbroslegra með hverjum deginum sem líður!

Óþolandi ofstæki!

Nýyrðasmíð að gefnu tilefni.
Trúarníðingur.
Trúarperri.
Trúarglapi, sbr. afglapi.
Trúleskja, sbr. liðleskja.

Á við um ofstækisfólk sem fótum treður gildi venjulegs fólks með sínu blinda ofstæki í þeirri trú að verið sé að bæta heiminn!

Frussss!

Asnar Íslands

Villta vinstrið klikkar aldrei!
Ég fór að sofa fyrir nokkrum dögum og þá var staðan þessi:
Tveir þokkalega stórir vinstri flokkar voru í landinu og einn alltof stór hægri flokkur!
Svo vaknar maður upp einn góðan veðurdag og hvernig er landslagið þá?
Vinstri flokkarnir eru orðnir fjórir og einn alltof stór hægri flokkur!
Vinstri flokkarnir tveir fengu 35 menn kjörna í apríl 2009.
Vinstri flokkarnir fjórir eiga að fá 31 þingmann samkvæmt síðustu könnun!
Þetta er það sem laðar mann að vinstrinu!
Það er svo mikið fjör!
Á sama tíma og hægri mönnum dettur aldrei neitt svona skemmtilegt í hug!
Hægri grænir? Nei, það er ekki hugdetta.
Bara brandari!

Snörur

Hvernig geta málsmetandi krónudýrkendur talað um afnám verðtryggingarinnar í 6,5% verðbólgu, með fallandi gengi krónunnar, sem þó er umvafin gjaldeyrishöftum?
Ekkert annað en sýndarmennska.
Minnir helst á pallborðsumræður um snörur í hengds manns húsi.
Ávísun á falskar vonir og væntingar.

Enn einn gúmmítékkinn.


Hrókeringar

Endalausar hrókeringar á fólki í toppstöðum í þessu landi. Höldum þeim bara áfram!

Setjum Karl biskup á Bessastaði og gerum Ólaf Ragnar að sendiherra yfir norðurslóðum og látum hann stjórna biskupsstofu í hjáverkum.

Fyrst guðfræðingur var gjaldgengur í Bankasýsluna, þá hlýtur stjórnmálafræðingur að vera gjaldgengur í biskupsembættið!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband