23.8.2013 | 20:58
Enginn maður hérlendis ætti að vanmeta lýðskrumið!
Þetta er allt að koma! Búið að skipa flestar nefndir vegna efndanna, sem kölluðu ekki á neinar nefndir! Nefndirnar fara í gegn um loforðin og reyna að finna afsakanir vegna efndanna sem aldrei voru á dagskrá annars en lýðskrumsins. Þetta er bara að verða flott og megafyndið. Enginn maður hérlendis ætti að vanmeta lýðskrumið!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.8.2013 | 18:15
Sláturhúsið Vinstri. Sláturhúsið Hægri. Hvort er nú fýsilegra?
Hér er svipmynd frá kosningadeginum 27. apríl 2013.
Ákaflega táknræn.
Skiptir ekki öllu máli hvaðan kúlan kemur?
Bloggar | Breytt 28.8.2015 kl. 14:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2013 | 16:50
Skuldaleiðréttingin að svínvirka!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.8.2013 | 14:53
Heill þér meistari!
Alltaf er maður að læra eitthvað nýtt!
"Gunnar Bragi sýnir sig meistara í pólitískri umræðustjórnun."
Segir Páll Vilhjálmsson Moggabloggari.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.8.2013 | 12:53
Drápin í Sýrlandi
Í Sýrlandi búa um 23 milljónir manna. Þjóðfélagsgerðin er flókin með tilliti til trúarbragða.
Ekki verður í fljótu bragði séð að manndrápum þar linni í bráð og um milljón börn eru á flótta eða komin á vergang.
Hvað skal gera?
Ekkert?
Eða á fjölþjóðlegt herlið að grípa í taumana?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2013 | 21:52
Held að áldraumur sumra sé úti!
Álver í Helguvík?
Seðlabankinn spáir 7% lækkun álverðs og verri viðskiptakjörum.
Svo vill Norðurál bara borga smáaura fyrir orkuna.
Álver í Helguvík?
Held ekki.
Hvað gera Sjallar þá fyrir Suðurnesin?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2013 | 20:15
Vægi ályktana Alþingis skorið niður við trog
"Það er álit lögfræðinga að þingsályktun Alþingis um að sækja um aðild að Evrópusambandinu bindi stjórnvöld ekki umfram það sem af þingræðisvenjunni leiðir." - mbl.is
Stórmerkilegt! Ætli þetta sé nokkuð fyrirfram pöntuð niðurstaða? Hingað til hafa ályktanir þingsins haft þó nokkuð mikið vægi! Þetta þýðir þá væntanlega að 10 atriða minnislistann, sem Sigmundur Davíð bað Alþingi að hjálpa sér að muna, einmitt með þingsályktunartillögu, hefði hann allt eins getað geymt í rassvasanum eða sett á klemmu á ísskápinn heima hjá sér! Ætli sé hægt að panta svona lögfræðiálit á netinu - er ekki allt þar nú til dags?
PS. Ætla Sjallar að láta Framsókn valta yfir sig þann tíma sem þessi stjórn lifir og skrifa upp á hvert asnastrikið á eftir öðru?
Þingsályktun um ESB ekki bindandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2013 | 19:01
Dagur sem margir vilja gleyma!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2013 | 17:25
Vaxandi pirringur á stjórnarheimilinu?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2013 | 13:02
Hannaðar rógsherferðir?
Hver er hugmyndin?
Líklega að drepa mann úr hlátri.
Almannatengill kom fram á Bylgjunni og fullyrti að einhver kollegi hans hefði verið fenginn til að hanna rógsherferð á hendur Davíð Oddssyni!
Hvorki meira né minna - að undirlagi vinstri manna auðvitað!
Ekki er nú öll vitleysan eins.
Ég spyr á móti:
Gæti þá verið að almannatengillinn í útvarpi Bylgjunnar hafi hannað rógsherferð Davíðs gegn Vinstri stjórninni, Jóhönnu, Steingrími, öðrum ráðherrum og öðru vinstra sinnuðu fólki í landinu yfirleitt?
Einnig ESB, borgarstjórn Reykjavíkur, Degi og Gnarr og nú síðast RÚV?
Reyndar er harla ólíklegt að Davíð þurfi þjónustu almannatengils til niðurrifsstarfsemi á því sem honum mislíkar - á meðan hann hefur sjálfan sig!
Segi aftur.
Ekki er nú öll vitleysan eins!
Á hvaða plani er allur þessi þvættingur?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar