Færsluflokkur: Bloggar

Það eru engir englar í Ísrael

"Fordæmir ummæli Jóns Baldvins. Ólafur Jóhannsson segir það glæp að líkja Ísraelum við nasista." DV.is

Ekki er það glæpur, þótt einhverjum þyki ósmekklega saman jafnað.

Ísraelsmenn hafa sölsað undir sig land, langt umfram það sem þeim var ætlað eftir heimsstríðið.

Þeir halda nánast heilli þjóð í herkví og gettóum og bregðast við hverju áreiti af fádæma hörku.

Þeir eru svo sannarlega ekki barnanna bestir.

Svo mikið er víst.


Lífið og dauðinn í sveitum landsins

Bændur á Íslandi eru um 3300 talsins. Þeim er haldið pikkföstum í helgreipum kerfis sem mikill meirihluti þjóðarinnar má vart hugsa til!

Kerfið gerir bændum hvorki kleift að lifa né deyja.

Mér þætti rosalegur fengur í skoðanakönnun meðal 1000 bænda þar sem spurt væri um stuðning þeirra við stjórnmálaflokkana.

Niðurstaðan gæti komið mörgum á óvart.

Capacent: Drífa í þessu!


Borð fyrir tvo. Frátekið fyrir Guðmund Steingrímsson og Sigmund Davíð Gunnlaugsson.

Gaman væri að vera kónguló á vegg þarna og hlera hvernig þeir félagarnir hyggjast veiða atkvæðin í tvo mismunandi vefi miðjumoðsins!

Væntanlega verður þetta tregafull skilnaðarmáltíð, rétt eins og hin heilaga kvöldmáltíð forðum.

En ágætu miðjumenn, yður er í dag frelsari fæddur ........!

Matseðillinn er rammíslenskur, enda Sigmundur Davíð kominn í íslenska megrun, rétt eins og ríkiskassinn og fjárhagur almennings í þessu landi!

Ólíkt er þó meira tómahljóðið í ríkiskassanum og í buddum pöpulsins!

 Bon Apetit!


Þýska kosningakerfið er nákvæmlega það sem við eigum að taka upp. Einmenningskjördæmi og landslistar.

Núverandi kjördæmaskipan í landinu er alvond. Tillögur Stjórnlagaráðs eru slæmar málamiðlanir. Þýska módelið er mjög gott og hentugt fyrir okkur.

Skiptum landinu í 30 einmennings kjördæmi.

Flokkarnir berjast um sætið. Jafnframt bjóða þeir fram landslista.

Kjósandinn hefur tvö atkvæði. Einmennings atkvæðið og landslista atkvæðið.

Landslistinn leiðréttir vægi atkvæðanna og tryggir fulltrúafjölda í samræmi við fylgið.

Í kosningunum 2009 voru 228 þúsund á kjörskrá.

7000-8000 yrðu því á kjörskrá í hverju einmenningskjördæmi að meðaltali.

Einfalt og gott kerfi.

Hér að neðan er linkur á ágæta grein Finns Birgissonar, sem skýrir þýska kosningakerfið betur.

 http://simnet.is/finnur.ark/rammar/adal/deb/kjordmal.htm


DB ehf. - dánarbú

Viltu endurlífga DB ehf.?

Svarti markaðurinn blómstrar í sveitunum

Svimandi hátt verð og samansúrruð kerfi eru helstu hvatar til svartamarkaðsbrasks.

Roskinn maður, sem á fjögur uppkomin börn, sem öll eru komin með eigin fjölskyldur, tjáði mér að á hverju hausti keypti hann 20-25 lambaskrokka beint af bónda og deildi kjötinu í eigin frystikistu og frystikistur barna sinna og kunningja.

Þetta eru 320-400 kíló af lambakjöti!

Ekki kaupir sú stórfjölskyldan mikið af rándýru niðurgreiddu lambakjöti á ársgrundvelli!

Hversu mikið magn skyldi vera tekið svona framhjá kerfinu?


Brosandi barnaníðingar

Á smá netflakki rakst ég á þessa setningu: "Sé rökstuddur grunur um að manneskja beiti börn kynferðislegu ofbeldi, eða kaupi sér barnavændi hérlendis eða erlendis, þá skulu fjölmiðlar sniðganga slíka manneskju í almennri umræðu og aðeins geta hennar í umfjöllun um níðingsverk hennar og þá í þeim tilgangi að upplýsa almenning og fletta ofan af slíkum níðingi."

Ekki flókið að taka undir þessi orð.

Geta íslenskir karlmenn, sem kaupa sér barnavændi, drengja eða stúlkna, í löndum eins og Tælandi og Mexíkó, þar sem vændi er gífurlegt, ekki verið tiltölulega rólegir og vissir um að verða aldrei kærðir?

Hvað er því til fyrirstöðu að slíkir menn gangi hér hnakkakerrtir og brosandi um götur og torg og gangist jafnvel upp í því að hafa vit fyrir öðru fólki á ýmsum sviðum?

Þessir menn þekkjast ekki sérlega úr, en eru samt vel þekktir margir hverjir!


Afmæli og afmælisgjöf í formi kveðjustundar

Í dag, 7. apríl 2011, eru nákvæmlega liðin þrjú ár frá því að ég setti inn mína fyrstu bloggfærslu á þessari síðu. Ég vissi ekki þá til hvers sú byrjun myndi leiða, en veit það nú eftir rúmlega 2000 færslur og tugþúsundir athugasemda gesta minna og mínar eigin.

Þetta var stórhættulegt skref og nú veit ég að ég er fíkill. Bloggfíkill, eins og svo margir aðrir sem hér skrifa reglulega og kannast örugglega við þessa tilfinningu.

Blogg-fíkill, golf-fíkill og sport-fíkill svo fátt eitt sé nefnt af ýmsu sem til greina kemur, en öðru sleppt eingöngu fyrir velsæmis sakir. Cool

Hvert er hið eina rétta skref fíkilsins að taka?

Það er að hætta, betrumbæta líf sitt og snúa sér að öðrum hlutum í lífinu.

Gefa sjálfum sér það í þriggja ára bloggafmælisgjöf. Til þess að fá einhverja gjöf! Cool

Ég vil þakka Morgunblaðinu, mbl.is og blog.is fyrir aðganginn hér síðustu þrjú árin, sem og sérstaklega auðvitað öllum mínum gestum og viðmælendum hér á síðu.

Oft hefur verið nokkuð mannmargt og mikið spjallað og skrafað. Mikið gaman og stundum ágætt grín, í bland við alvöruna.

Þess mun ég sakna mest, ekki laust við tár á hvarmi ágætu vinir!

Verð eitthvað að leika mér á Facebook.

Bless um óræðan tíma. Fíklar eiga það til að falla, en ásetningurinn er vissulega ekki sá.

Blessi ykkur öll og landið okkar allar góðar vættir.

Íslandi allt!

Takk fyrir mig!

 


Elliheimili Seðlabankans er að verða fimmtugt!

"Seðlabanki Íslands fagnar því á morgun að þá verða 50 ár liðin frá því að bankinn hóf starfsemi sína."

Frá því að vera bara lítil skúffa í Landsbankanum. Margt hefur breyst.

Eitt breytist þó ekki.

Skömm Seðlabanka Íslands er sú að hafa nánast frá stofnun hans verið elliheimili fyrir aflóga og aflagða stjórnmálamenn, sem hafa haft svo lítið fjármálavit að konurnar þeirra treystu þeim aldrei fyrir að fara út í búð að kaupa í matinn.

En til hamingju með afmælið Seðlabanki Íslands.

Nú ertu hættur að vera innlagnarstofnun og elliheimili!


mbl.is Seðlabankinn fimmtugur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða fíflalega fyrirbæri er þetta MMR?

"602 tóku þátt í könnunni en 64% þeirra tóku afstöðu. Miðað við þessa niðurstöðu eru ríkisstjórnarflokkarnir að tapa verulegu fylgi, en Sjálfstæðisflokkurinn og þó sérstaklega Framsóknarflokkurinn að auka fylgi sitt."

Hvaða fíflagangur er hér á ferð? Hvaða fyrirbæri er þetta MMR? Einhvers konar fyrirbæri sem vill láta taka sig alvarlega? Ekki geri ég það, svo mikið er víst.

Það þarf kjark, en þó aðallega gríðarlegan skort á skynsemi að senda til fjölmiðla könnun sem þessa, það er ef Mogginn er að greina rétt frá, sem ég efast raunar ekkert um.

602 spurðir. 385 svara og taka afstöðu!

385 !!! Þvílíkt úrtak í könnun fyrirtækis sem vill láta taka sig alvarlega!

Eru allir að tapa glórunni endanlega í þessu þjóðfélagi? Hver andskotinn er hlaupinn í þetta lið?

Ég get gert svona könnun hér á síðunni og náð miklu fleiri svörum á tveimur dögum og hef nokkrum sinnum gert það!

Úr sömu könnun kemur þetta greinilega, enda fréttirnar hlið við hlið á mbl.is:

"56,8% kjósenda ætla að segja nei við Icesave-samningnum í nýrri könnun sem MMR gerði fyrir Stöð tvö. 43,2% svarenda ætlar að segja já. Þetta er fyrsta skoðanakönnunin sem sýnir að fleiri séu á móti samningnum en styðja hann."

Svarhlutfall var rúmlega 60%!

361 kjósandi svaraði!

361 !!!!

Það þarf greinilega að lagfæra löggjöfina um opinberar skoðanakannanir.

Væri ekki ódýrara að hringja bara í 100 manns?

Eða sleppa öllum hringingum að skálda bara niðurstöðurnar?

PS. Mér hefur verið bent á að í Icesave könnuninni hjá MMR hafi verið hringt í 1500 manns. 942 hafi tekið afstöðu, eða 62,8%. Gerir könnunina öllu trúverðugri. - BB

 


mbl.is Stjórnarflokkarnir tapa fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband