Færsluflokkur: Bloggar

Kærur vegna kosninganna vandlega undirbúnar með hátæknibúnaði

Nú er undirbúningurinn að kærum vegna kosninganna á laugardaginn kominn vel á veg samkvæmt áreiðanlegum heimildum BB Frétta, sem eins og fyrri daginn vilja ekki láta nafna sinna getið. Bæði liðin eru að verða klár með sitt.

Sending af örmyndavélum mun hafa komið til landsins með flugi í gær í tveimur kössum. Annar fyrir JÁ liðið. Hinn fyrir NEI liðið.

Skemmtileg tilviljun að kassarnir komu með sömu flugvélinni, frá London, en samkvæmt heimildum BB Frétta í Leifsstöð mun annar hafa verið með enskum áletrunum, en hinn með einhverju óskiljanlegu rússnesku hrafnasparki, sem enginn hlaðmannanna skildi, en gegnumlýsing kassanna mun hafa sannfært starfsmennina um innihald þeirra.

Þrátt fyrir ítarlega eftirgrennslan hefur BB Fréttum ekki tekist að komast að því hvar örmyndavélarnar verða settar upp, en miðillinn hvetur kjósendur til að líta afar vel í kringum sig í kjörklefanum á laugardaginn. Hvar sem er á landinu.

Einn heimildamanna BB Frétta hefur staðfest að fjórir erlendir sérfræðingar séu komnir til landsins til aðstoðar við uppsetningu búnaðarins og munu þrír þeirra vera breskir, en ekki er vitað um þjóðerni þess fjórða. Hann mun ekki hafa verið á tréklossum, en verið með einhverja bæklinga á sér frá AGS að sögn tollvarða.

Ef árvökulir kjósendur reka ekki augun í tækin í tæka tíð er fullvíst að kosningin verður kærð til Hæstaréttar.

Hvernig sem fer.

Mundu að hafa augun opin á laugardaginn í kjörklefanum!

Kannski verður þú í mynd og atkvæðið þitt líka!


Lífeyrissjóðirnir hafa öðlast sjálfstætt líf, rétt eins og kvótakerfið og bankakerfið

„Það á að vera stefna okkur að mynda hér eitt samstætt og sjálfbært lífeyriskerfi fyrir alla landsmenn." Þetta sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra þegar hann ávarpaði þing Kennarasambands Íslands." segir á mbl.is

Ekki er laust við að maður hafi heyrt þennan boðskap áður.

Þetta er bara mál sem stjórnvöld ráða illa eða ekki við.

Lífeyrissjóðirnir hafa öðlast sjálfstætt líf, rétt eins og kvótakerfið og bankakerfið. Það líf er varið af hörku af fjársterkum aðilum, sem auðveldlega teygja áhrif sín og völd inn á Alþingi, til að tryggja sem minnsta röskun á lúxuslífinu sínu.

Sama hvað Steingrímur segir nú.

Stjórnvöld ráða ekkert við þetta mál.

Því miður.


mbl.is Eitt lífeyriskerfi fyrir alla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afstaða tekin

Ef aðeins eru teknir þeir sem taka afstöðu ætla 76% að segja nei og 24% já á laugardaginn.

Segir mbl.is um könnun sína á Facebook síðu sinni.

Þessum tölum trúi ég alls ekki. Ég veit að sjálfsögðu ekkert hvort JÁ eða NEI vinnur, en ætla þó að leyfa mér að fullyrða að svona verður munurinn ekki, á hvorugan veginn.

Búinn að lesa kynningarbæklinginn og taka endanlega afstöðu til málsins.


mbl.is 76% segja nei á Facebook
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skálmöld

"Andstæðingar Laurent Gbagbo á Fílabeinsströnd réðust fyrir stundu inn í forsetahöll hans, þar sem hann hefur setið í hálfgerðu stofufangelsi umsátursmanna ......"

Nú eru það Fílabeinsströndin og Lýbía sem loga. Egyptar, Túnisbúar, Alsírbúar og fleiri þjóðir sitja á púðurtunnum.

Er þetta ekki bara byrjunin á algjörri skálmöld í Afríku allri, óháð trúarbrögðum, og í hinum múslimska heimi yfirhöfuð? Bæði í Afríku og Mið Austurlöndum.

Kæmi ekki á óvart.

Fólkið er komið með sjónvarp, tölvur og internet.

Það sér þar annan heim en sinn og vill eignast hann líka.


mbl.is Ráðist inn í forsetahöllina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fall veldis Rómverja hinna fornu og fall Íslands nútímans

Löngum hefur verið sagt að heimsveldi Rómverja hinna fornu hafi hrunið vegna spillingar. Ekki hvað síst siðspillingar ráðandi aðila, sem smitaði sér til þegnanna, með þeim afleiðingum að gott og göfugt siðferði var aflagt og siðferði spilltra fýsna og spillingar náði yfirhöndinni og þar með var leiðin til glötunar vörðuð svo vandlega að aðrar leiðir voru ekki færar.

Rómverjar? Ekki áttu þeir Völu Grand! Ekki áttu þeir frjálslegustu löggjöf í heimi um samkynhneigða, transfólk og annað fólk sem ekki samsamar sig náttúrunni, eins og flestum þykir eðlilegast.

Nei, en þeir áttu kellingar, kalla, börn og dýr og endalausar fýsnir til alls þessa.

Spilling leiðir alltaf til hruns og rotinna hugsana sem hægt og bítandi innsigla hrunið.

Ísland, land elds og ísa. Fallega náttúruperlan í Norður Atlantshafinu. Landið okkar.

Er Ísland spillt land?

Alveg örugglega, ekki þó eins spillt og ríki Rómverja forðum, en saman dregur í samanburðinum.

Lítum á það.

Í aldanna rás hafa Íslendingar verið duglegir og vinnufúsir, tekið öllum boðum um vinnu sem bauðst. Til að framfleyta sér og sínum. Til að vinna fyrir salti í grautinn.

Það er breytt.

Þúsundum saman flykkjast nú Íslendingar á bætur. Örorkubætur og atvinnuleysisbætur. Þótt heilsan sé þokkaleg og vinnufærni óumdeilanleg, ef til vill eitthvað skert. Þótt atvinna sé í boði.

Nei, nú skulu aðrir borga.

Af því að ég á rétt á bótum!

Hvaðan kemur sá réttur? Hvaðan kemur rétturinn til að seilast í pyngju annarra?

*********************

Nú er verið að reyna að semja um kaup og kjör alþýðu þessa lands. Ríkisstjórnin lofar fleiri störfum.

Fyrir hverja?

Íslendinga sem nenna ekki, geta ekki eða vilja ekki vinna?

Nei, það er ljóst að með hverju starfi sem hér bætist við, fjölgar um einn Íslending á bótum og jafnframt fjölgar þá um einn Pólverja eða útlending í starfi hérlendis.

Ýkt mynd vissulega, ég viðurkenni það fúslega, en hvert erum við að stefna?

Veldi Rómverja féll vissulega, en ég spyr:

Á hvaða leið eru Íslendingar?

(Endurbirt)


Hreinræktuð rasistalög?

"Samtök atvinnulífsins hafa gengið út frá því við samningagerðina að Icesave-lögin verði samþykkt í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu."

Dálítið sérkennilegt viðmið, en svo sem ekki flókið að skilja, ef vilji er til þess. Það er erfitt að skilja á milli Icesave málsins og þess fjármálaumhverfis sem atvinnulífinu verður gert að hrærast í.

Annað. Allt annað.

Átti spjall við mætan mann í gær og spurði hann auðvitað hvernig hann hygðist kjósa á laugardaginn.

Ekki stóð á svarinu. Efnislega var það svona.

Ég ætla að segja já. Ég vil ekki sjá þessa dómstólaleið. Hún gengur aldrei upp fyrir okkar hönd. Dettur nokkrum heilvita manni í hug að alvöru dómstólar í útlöndum taki eitthvert mark á neyðarlögunum okkar? Að hægt sé að mismuna fólki innan sama íslenska bankans eftir því hvar hann starfar? Íslenskar kennitölur fái allt sitt en erlendar ekkert! Alveg eins hefði verið hægt að segja að hvítir fengju allt sitt, en negrar og litað fólk ekkert. Þetta eru ekkert annað en hreinræktuð rasistalög, sem ærlegir dómstólar yrðu sneggri að sjá í gegn um en auga á festi! Ég er að tala um ærlega dómstóla, ekki þessa pólitísku íslensku!

Svo mörg voru þau orð.


mbl.is Þarf að endurmeta stöðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei takk, hingað og ekki lengra

"Dóra Sif Tynes, lögmaður og fulltrúi Áfram hreyfingarinnar, segir áhættuna, sem felst í svokallaðri dómstólaleið í Icesave málinu, snúast um hundruð milljarða króna."

Nei takk, hingað og ekki lengra.

Hættum bara við þessar kosningar, hættum bara að hugsa um þetta.

Lýsum okkur gjaldþrota og skiptum um nafn og kennitölu, eins og við erum svo dugleg við.

Hvernig hljómar Saveland?

Tillögur eru vel þegnar!


mbl.is Dómstólaleiðin of áhættusöm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leyfum þeim að fiska 70 þúsund tonn til viðbótar við núverandi kvóta á svæðinu

"Á fundi ríkisstjórnarinnar sem haldinn var á Ísafirði í dag voru samþykkt 16 verkefni sem snúa að eflingu byggðar og atvinnusköpun í landshlutanum."

Verkefni? Smá dúsur hér og þar. Mest bara orðagjálfur auðvitað.

Hér er eitt alvöruverkefni fyrir Vestfirðinga sem kostar ekki neitt, en skilar gríðarlega miklu í þeirra vasa og þjóðarbúsins.

Leyfum þeim að fiska 70 þúsund tonn til viðbótar við núverandi kvóta á svæðinu.

Gullkistan liggur við bæjardyrnar og það má ekki setja nema litla fingur í hana!

Það væri alvöru verkefni fyrir harðduglega sjómenn og vinnufúsar hendur í landi.

Sannarlega ekkert blaður verkefni.

 


mbl.is 5,4 milljarðar til Vestfjarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað kostar? Hvað kostar? Hvað kostar?

"Umboðsmaður Alþingis hefur skrifað fjármálaráðuneytinu bréf og beðið um nánari skýringar á því hvers vegna fjölmiðlar hafa ekki fengið upplýsingar um kostnað við gerð nýjustu Icesave-samninganna."

Þá er þessi vælukjóasöngur hafinn! Hvað kostaði að gera samninginn? Auðvitað kostaði það peninga, líklega bara nokkurn slatta af peningum. Í samninganefndinni okkar voru sérfræðingar sem gefa alls ekki vinnuna sína og eiga ekki að gera það. Þeir náðu að flestra mati ágætum samningi og fyrir það þarf að greiða.

Hvað kostar? Hvað kostar? Hvað kostar?

Minnir mig á fólk sem sér nágranna sinn renna í hlað á nýjum bíl, hleypur til hans og spyr:

Hvað kostaði hann?

Ekkert til hamingju með nýja bílinn, enda hvati spurningarinnar eingöngu sprottinn af neikvæðni einni saman. Ef ekki öfund líka.


mbl.is Vill skýringar fjármálaráðuneytis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað gerir forsetinn á laugardaginn?

Ólafur Ragnar Grímsson tók völdin af þeim 44 þingmönnum sem samþykktu Icesave frumvarpið og vísaði málinu til þjóðarinnar. Það gæti bent til þess að hann segi NEI á laugardaginn.

En það er alls ekki víst. Segi hann NEI er hann, vinstri maðurinn sjálfur, að stuðla að falli vinstri stjórnarinnar. Gerir hann það?

Af hverju spyr enginn fjölmiðill forsetann um afstöðu hans til málsins og hvernig hann hyggist greiða atkvæði?

Ekki er þó líklegt að hann svari slíkri spurningu, en ekki sakar að reyna.

232.539 kjósendur eru á kjörskrá fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave frumvarpið á laugardag, 116.656 konur og 115.883 karlar.

Ef þátttaka verður um 70% munu 163 þúsund atkvæði koma upp úr kjörkössunum.

Svo er mjög líklegt að kosningin verði kærð, hver sem úrslitin verða.

Það er víst í tísku núna.


mbl.is Fjölgar á kjörskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband