11.6.2010 | 10:26
Pólitísk djúpsprengja?
"Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa Besti flokkurinn og Samfylkingin boðið Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, núverandi borgarstjóra, að taka sæti forseta borgarstjórnar."
Ef þessi frétt er sönn þá er hún stórmerkileg. Fyrir kosningar varð fólki tíðrætt um að breyta þyrfti vinnubrögðum og Hanna Birna lagði mikla áherslu á aukið samstarf meirihluta og minnihluta.
Ef Hönnu Birnu stendur þetta embætti til boða getur hún ekki hafnað því í ljósi orða sinna fyrir kosningar. Geri hún það hins vegar missir hún algjörlega sitt fallega pólitíska andlit.
Nema því aðeins að hún hafni boðinu með þeim rökum að hún ætli sér í formannsslag við Bjarna Benediktsson í hinum laskaða Sjálfstæðisflokki.
Bjóða Hönnu Birnu að taka sæti forseta nýrrar borgarstjórnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vissulega er ekkert mál að hafna þessu "boði" - hún var ekki virt viðlits eftir kosningarnar - gnarr fór beint í froðubrúsann.
Núna - þegar Knoll og Tott sjá að þeir ráða ekkert við verkefnið á að fá hana til þess að bjarga málunum - þeir vita að hún hefur slíka yfirburði að hún ræður við hvað sem er í þessum málum - en þeir ekki -
Ólafur Ingi Hrólfsson, 11.6.2010 kl. 10:49
Mikil er trú þín maður - á Hönnu Birnu!
Björn Birgisson, 11.6.2010 kl. 11:00
Björn, sérðu þetta bara sem stóla og völd?
Ég hélt að hverjum manni hefði átt að vera ljóst að Hanna Birna var að tala um málefni; að vekefnið væri hagsmunir Reykvíkinga og um það ættu menn að sameinast.
Ragnhildur Kolka, 11.6.2010 kl. 11:01
Undarleg eru viðbrögðin! Eru það ekki hagsmunir Reykvíkinga að stuðla að aukinni samvinnu í borgarstjórn?
Björn Birgisson, 11.6.2010 kl. 11:25
Gnarr getur hugsað út fyrir rammann. Það útiokar aðkomu Ósjálsfstæðismanna hvar í flokki sem þeir standa. Þessa dagana eru þeir allir sem tjá sig svo kallaðir "sjálfstæðismenn".
Gísli Ingvarsson, 11.6.2010 kl. 11:46
Það er einhver hundur í Sjálfstæðismönnum í borginni núna!
Björn Birgisson, 11.6.2010 kl. 11:49
Það þarf mikla flokkspólítíska blindni til að lesa þetta tilboð sem uppgjöf andspænis verkefninu. Það þarf þó nokkurn pólítískan hroka og "besserwisserhátt" til að halda, að Hanna Birna sé eini mögulegi bjargvættur borgarinnar, eins og Ólafur Ingi gerir.
Það er hinsvegar gott mál, andspænis argaþvarginu á Alþingi að taka Hönnu Birnu á orðinu og bjóða henni með í samstarfsstjórnmálin. Sjáum hvort hún og flokkurinn treysta sér til þess.
Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 11.6.2010 kl. 12:43
Ég hef fulla trú á því að Hanna Birna sé þroskaðri en þeir samflokkmenn hennar sem tjá sig um þetta merkilega skref í lýðræðislegum vinnubrögðum.
Árni Gunnarsson, 11.6.2010 kl. 12:44
Carlos, takk fyrir þitt framlag. Mín spá er sú að Hanna Birna hafni þessu boði. Íhaldið er of uppfullt af vonbrigðum, þótta og frekju til þess að geta staðið við orð sín frá því fyrir kosningar um aukið samstarf.
Björn Birgisson, 11.6.2010 kl. 13:07
Árni, hún er þroskaðri en þessir piltar, til þess þarf nú ekki mikið. Hún mun ekki taka þessa stöðu í blóra við forustu flokksins, en tilboð þeirra Jóns og Dags er frábært. Jafnframt hefðu þeir átt að bjóða bæði D og V einhverja formennsku í nefndum. Kannski hafa þeir gert það.
Björn Birgisson, 11.6.2010 kl. 13:13
Eg held vid aettum ad leyfa henni ad taka thessa akvordun....adur en vid forum ad daema hvad liggur ad baki akvordunum !
Hanna Birna hefur stadid sig vel sem borgarstjori, og thvi aetti hun ekki ad gera slikt hid sama sem forseti borgarstjornar ?
Thad er lika otharfi ad daema stjorn Samfylkingar og Besta flokksins sem uppgjof, thott their bjodi Honnu Birnu med !
Thetta er spurning um samstarf og god vinnubrogd !
Er thad ekki eitthvad sem allir vilja ?
Sól (IP-tala skráð) 11.6.2010 kl. 15:25
Alveg finnst mér þetta kostulegt hversu fljótt fólk er að dæma aðra. Fyrir kosningar var ekki kvartað undan öðru en því að þeir sem væru við stjórntaumana, væru sjálfselskir og óréttlátir, gerðu það sem þeim sýndist og leyfðu engum öðrum að komast að.
Núna þegar loksins kemur flokkur sem er til í að, allavega að reyna að koma á alvöru samstarfi milli flokka, og þá á ég ekki bara við stóru flokkana, að þá er byrjað að baula hann niður, tala um grín og uppgjöf.
Er ekki að minnsta kosti hægt að leyfa þessu ágæta fólki að reyna, gefa þeim smá tækifæri til þess að sýna hvort þau geti staðið undir þeim orðum sem þau hafa sjálf sagt????
Eða er hrokinn í þessum venjulega, dómharða íslending orðinn svo mikill, að það er sama hver eða hvað er reynt, að það er allt dæmt til dauða, og það meira að segja áður en hlutirnir byrja að taka á sig mynd...
Fannar Steinn Steinsson (IP-tala skráð) 11.6.2010 kl. 15:53
Hvað er svona merkilegt við Hönnu Birnu? Hvað hefur hún gert svona merkilegt?
Óli (IP-tala skráð) 11.6.2010 kl. 17:17
Með samvinnu átti Hanna við verkefna skiptingu, kanski verður boðið upp á það, en ég er viss um að Hanna Birna mun ekki verða þarna sem einhver skrauthæna!!!
Eyjólfur G Svavarsson, 11.6.2010 kl. 20:28
Harpa Magnúsdóttir, ég þakka þér kærlega fyrir þitt góða og skynsamlega innlegg.
Björn Birgisson, 11.6.2010 kl. 20:46
Óli, von að þú spyrjir, en Hanna Birna er frambærilegasti Sjálfstæðismaðurinn nú um stundir hvort sem þér líkar það betur en verr.
Björn Birgisson, 11.6.2010 kl. 20:48
Eyjólfur, skrauthænur eru fyrir glysgjarna hana. Hanna Birna hefur sýnt að það er mikið í hana spunnið og hún vill borginni sinni ekkert annað en gott. Hún er reyndar í flokki sem er að flosna upp, en það veldur mér engum áhyggjum!
Björn Birgisson, 11.6.2010 kl. 20:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.